Svara þráð

Spjall

MARKMAÐURINN20.júní 2017 kl.23:28
Eigum við eitthvað að ræða það hvað þessi markmaður er góður? Mér fannst hann verja þrusuvel og standa sig frábærlega í markinu. Góð úthlaup, fljótur að koma bolta í leik og vel staðsettur. Okei hann fékk boltan í sig í markinu en það er bara hrein og klár óheppni.
Andrés
21.júní 2017 kl.09:46
Hann á ekkert nema hrós skilið.
Damus7
21.júní 2017 kl.10:01
Ég held að Beitir sé "betri í hóp" en forveri hans í markinu. Við vitum að Hannes Þór var mikill liðsmaður og hafði góð áhrif á leikmannahópinn. Ef Beitir stendur sig vel í þessum leikjum finnst mér ekkert því til fyrirstöðu að hann standi áfram í rammanum. Stefán Logi er góður reflex markvörður en lítið meira en það.
qwerty
21.júní 2017 kl.15:32
Það var mikið lán að Beitir gat komið til KR svona fyrirvaralaust. Hann hefur spilað mjög vel og á ekki að víkja fyrir öðrum meðan hann heldur áfram þessu góða rönni.
Edgeware
21.júní 2017 kl.21:42
Virkilega góður markmaður sem virkar jákvæður og drífandi. Án þessa að vita hvernig hann er á æfingum þá er hann að smell passa inn í liðið. Virkilega flottur og góður milli stanganna.
Andri
27.júní 2017 kl.10:40
Veit ekki með ykkur en mér finnst Beitir vera töluvert betri en Stefán Logi. Hann átti stórkostlegar markvæslur í KA leiknum, var öruggur með boltan og flottur stjórnandi fyrir vörnina. Finnst að hann eigi að vera okkar aðalamarkmaður
Kjarri
27.júní 2017 kl.16:00
Algerlega sammála síðasta ræðumanni.
Primus
27.júní 2017 kl.21:59
Beitir leggur sig alltaf 100 % fram í leikjum, sem því og miður er ekki hægt að segja um marga leikmenn KR í dag.
Stefán
28.júní 2017 kl.09:40
Beitir er mun betri en Stefán Logi.
Bjarni
28.júní 2017 kl.12:10
Já, neiiii
Damus7
1.júlí 2017 kl.22:03
Hann sleppur og stendur sig vel strákurinn ne betri en Stefán?rólegur
kringur
2.júlí 2017 kl.21:24
Var þessari spurningu svarað í kvöld?
Tja
2.júlí 2017 kl.21:33
Fyrir mína parta var rétt að skipta Beiti út fyrir Stefán Loga? sem fékk á sig 3 mörk í kvöld og KR úr leik og líklega eini möguleikinn á titli úr sögunni í sumar.
Vesturbæingur
2.júlí 2017 kl.21:58
Haraldur Björnsson átti stórleik, en það átti Stefán Logi alls ekki. Gunnar þór átti virkilega dapran leik í kvöld. Willum Þór hefði átt að gera skiptingu fyrr. Robert Sandnes kom inn með mikinn kraft og Óskar Örn var sterkur allan leikinn. Tímabil vonbrigða þar sem fátt ( ekkert ) gengur upp hjá KR.
Stefán
3.júlí 2017 kl.10:53
Engin rök fyrir því að setja Beiti beint á bekkinn og Stefán í startið. Nema þau fáránlegu rök að Stefán eigi einhvern forgang að þessari stöðu. Átti Stefán einhver tilþrif í gær? Tel svo ekki vera.
qwerty
3.júlí 2017 kl.20:12
Var að skoða Stjörnumörkin, og Stefán var ekki nálægt því að verja neitt af skotunum.Góður markmaður hefði tekið 2 af þessum þrem.Það voru því klárlega mistök að taka Beitir úr markinu.
Primus
3.júlí 2017 kl.21:38
Já, og hann reyndi ekki einu sinni við þriðja skotið, sem líklega var þó óverjandi. Held að það sé klárt mál að Stefán Logi eigi ekki að vera aðalmarkmaður KR lengur, eða í það minnsta að hann þarf að koma sér í betra form áður en Beitir fer á bekkinn.
TeamBeitir
4.júlí 2017 kl.09:15
Ein af mörgum mistökum sumarsins hjá þjálfurum KR var líklega að setja Stefán Loga í markið í þessum mikilvæga leik, í ljósi þess að hann virtist ekki tilbúinn og svo var Beitir búinn að vera flottur fyrir aftan þessa líka mjög svo mistæku vörn.
Stefán

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012