Svara þráð

Spjall

KR-UBK19.júní 2017 kl.22:02
Eftir þessa hörmung í kvöld var einn maður sem bjargaði málunum þó hann fengi bara 5 mínútur. Krefst þess að Guðmundur Andri byrji næsta leik, ef ekki vil ég Eillum burt.
Kalli
19.júní 2017 kl.22:07
Eiga Tobias og Kennie eitthvað tilkall til að byrja næsta leik?
Hundfúll
19.júní 2017 kl.22:14
Willum verður að gefa Tobias og Kennie frí eru ekki að leggja sig fram fyrir KR.Guðmund og Garðar í stað þeirra eitt stig er betra en ekkert, eitthvað til að byggja á.
Vesturbæingur
19.júní 2017 kl.23:35
Gefa Tobias, Kennie og Finni frí og gefa varamönnunum þremur í kvöld séns í næsta leik. Allt annað með þá inná.
Helgi
19.júní 2017 kl.23:41
Finnur Orri og Pálmi gjörsamlega þrotaðir í kvöld. Tobias nýtti heldur ekki færin. Þessir menn eru fyrst og fremst þarna sem launþegar.
qwerty
19.júní 2017 kl.23:49
Þó svo að danirnir væru hrein hörmung í leiknum í kvöld, þá eigum við tvö alíslensk leynivopn, öldung og ungling og það bjargaði stigi. Fallbarátta er handan við hornið og Willum Þór og Arnar eru kolfastir á reit A með liðið.
Stefán
20.júní 2017 kl.09:13
Þegar á leikinn leið og ljóst að það stefndi í enn eitt tapið var ég hissa á að ekki var skipt inn á mun fyrr, að gefa Guðmundi Andra aðeins 5 mínútur er skandall í ljósi þess að enginn sóknarmanna getur skorað mark, og hvernig er hægt að eiga 7 skallafæri (Tobias) án þess að hitta á rammann ? Kennie átti sitt slappasta leik með KR og átti að fara mun fyrr útaf.
Kalli
20.júní 2017 kl.09:44
Klaufagangur KR-inga upp við markið í eyjaleiknum var algjört og ekki var það skárra í gær, hvað þarf til að menn klári færin sín almennilega ? Held það verði að stokka upp í hópnum fyrir leikinn á Akureyri, vil sjá Atla koma inn á miðjuna og Guðmund Andra í sóknina og fríska aðeins upp á þetta. Veit að Willum er fastheldinn og lítið fyrir breytingar, en hefur sóknarmaðurinn gamli Arnar ekkert fram að færa ?
Kalli
20.júní 2017 kl.11:13
Kalli, ég hef einmitt verið að velta fyrir mér hvert hlutverk gamla sóknarmannsins Arnars sé eiginlega við þjálfun KR ???
Stefán
20.júní 2017 kl.14:47
Kennie og Tobiaz þurfa að fara á tréverkið enda hafa þeir verið slakir og báðir hörmulegir í gær. Þeir verða einfaldlega að sjá að þeir þurfa að delivera til að byrja leiki hjá okkur. Garðar og G.Andra inn í staðinn. Ósammála þeim sem segja Pálma hafa verið slakan, mér fannst hann góður í gær.
Stebbi
21.júní 2017 kl.10:04
Palmi ognadi kannski i leiknum oftar en undanfarna leiki, en ef thu horfir a upptokuna a Stod 2 Sport tha er hann vid sama heygardshornid og alltaf. Hann er hikandi og passivur. Thad er engin varnarhjalp i honum. Thad vaeri i lagi ef madurinn vaeri ad skapa mork i hverjum leik, sem hann gerir ekki. Reyndar var Finnur Orri lika skoladur til i thessum leik af Gisla hja Blikum. Willum faer tho hros fyrir ad setja Skula Jon a midjuna. Thad var ad virka mjog vel i fyrri halfleik.
ebenes
21.júní 2017 kl.17:12
Gott innlegg hjá þér Ebenes. Ég er alveg sammála varðandi Pálma - hikandi og passívur - engin varnarhjálp - engin sóknarsköpun - tapar oft illa bolta.Þá er það spurningin - hvernig stendur á því að hann er alltaf í liðinu, auk þess að hann er aldrei tekinn útaf í leikjum?Gaman væri að fá álit einhvers sem hefur góða þekkingu á íþróttinni.
Primus
22.júní 2017 kl.08:44
Willum er að breyta liðinu frá því sem það var í fyrstu umferðunum. Sem betur fer. Hann breytti vörninni og færði Skúla Jón fram á miðjuna. Góðar breytingar og Skúli Jón spilaði vel á miðjunni. Vonandi bara byrjunin vegna þess að þegar liðið spilar ekki betur en það hefur gert þarf að gera breytingar og á enginn að vera undanþeginn ekki Íslendingar, ekki útlendingar eða eldri leikmenn. KR var heppið að Beitir gat komið fyrirvaralaust og það sýnir líka að lausnirnar í leikmannamálum geta verið nær en KR hefur haldið hingað til.
Enga Inkassodeild takk!
22.júní 2017 kl.17:25
Lausnirnar i leikmannamalum eru klarlega naer en margir halda, serstaklega thegar gallar nuverandi leikmanna eru oft their ad menn virdast ekki vera ad leggja sig fram eda forna ser algjorlega fyrir felagid.
ebenes

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012