Svara þráð

Spjall

Kaupum nýtt lið15.júní 2017 kl.19:53
Ánskotinn hafi það. Menn geta ekki skorað fyrir framan autt markið hjá ÍBV. Vörnin míglekur eins og pissudallarnir í Hádegismóum. Doðinn á KR-liðinu fyrstu 25 min var algjör og svo geta menn bara ekki komið boltanum inn. Seljum alla nema Óskar og kaupum nýtt lið.
Andrés
15.júní 2017 kl.20:10
Þetta er orðið stórfurðulegt. Á pappírnum ætti þetta að vera ágætis lið. Hins vegar erum við bara alls ekki að nýta færin og vörnin lekur eins þaklaust hús. Eyjamenn (sem spiluðu vel og skynsamlega) áttu kannski fimm færi í leiknum og nýttu þrjú. Við fengum fimm til sex færi og nýttum eitt. Komnir í sama ruglið og í fyrra og ekkert hefur lagast. Hvar liggur eiginlega vandinn? Er það þjálfarinn? Við rákum Bjarna og þetta lagaðist en svo erum komnir aftur í sama far. Virkar á mig eins og liðið hafi ekki trú á verkefninu.
KK
15.júní 2017 kl.20:14
Af hverju er maður að gera væntingar til liðsins á hverju einasta vori? Það vantar allan stöðugleika í þetta lið. Neikvætt: Vörnin er of hæg, miðjan er alveg bitlaus og vantar allt frumvkæði í hana og sóknin getur hreinlega ekki skorað mörk. Á móti Grindavík gekk boltinn á milli manna eins og um væri að ræða handboltaleik. Jákvætt: Óskar Örn er alltaf hættulegur og þessi sem kom frá Breiðablik í sumar eru nokkuð góður. Aðrir eru þarna bara til að hirða launin sín. Ekki mæti ég meira á völlinn í sumar til að borga laun manna sem nenna þessu ekki.
Andrés
15.júní 2017 kl.20:43
Hlýtur að vera eitthvað mikið að hjá félaginu okkar nákvæmlega kominn upp sama staða og í fyrra.ER hægt að reka stöðugt þjálfara svo að leikmenn sem eru flestir á góðum launum far að vinna vinnuna sína?
Vesturbæingur
15.júní 2017 kl.20:57
Eru menn ekki of fljótir upp? Þetta er solid lið, og hver man ekki eftir FH 2015 sem var í ruglinu fram í miðja deild en varð svo Íslandsmeistari. Þetta er bara ekki að falla með liðinu ;)
Hagamelur
15.júní 2017 kl.21:38
Þetta er nú meiri skelfingin, vörnin, miðjan og sóknin. Hvenær byrjar karfan annars aftur?
Pétur Reynir
15.júní 2017 kl.22:50
Ég kenni Willum Þór alfarið um slakt gengi KR í sumar. Willum Þór er greinilega alveg úr takti við leikmenn og hefur ekki plan B til að grípa til. Slíkt kann ekki góðru lukku að stýra. Willum Þór klárar væntanlega tímabilið með KR og ég hef bara alveg misst trú á þessu sumri. Vona samt svo sannarlega að ég verði að éta þessi ummæli ofan í mig í haust.
Stefán
16.júní 2017 kl.00:48
Hagamelurinn alltaf flottur. En það þarf samt einhver hérna að reyna vera mótvægi fyrir þá uppgjöf og vonleysi sem virðast ríkja hérna á þessu spjallaborði og hefur gert of lengi. Ég er ennþá á því að þetta er gott lið og mér er það óskiljanlegt hvað mönnum gengur illa að nýta færin. En þetta snýst um að ná í results, skora meira en andstæðingurinn og allt það dót. Það er ekki að gerast. Annars hjó ég eftir því í viðtali við Willum eftir leik að hann sagði að þessi leikur var uppá það hvort liðið ætlaði að halda sér inní mótinu. Svo sagði hann að nú tæki við önnur barátta. Heyrist kallinn vera að gíra sig inná fallbaráttu.
Vaxtaverkir
16.júní 2017 kl.03:05
Ég elska KR meira en allt, og örugglega meira en margir aðrir á þessum spjallþræði. Ég neita að standa fyrir vonleysi og kenni mig frekar við raunsæi. Þetta lið var ónýtt fyrir tíð Willum. Þetta er ekki honum að kenna. Það sem er að er kúltúrinn í klúbbnum sem hefur í för með sér að menn eru sífellt verðlaunaðir fyrir það eitt að mæta á æfingar og vera KR-ingar í orði kveðnu - Pálmi, Óskar, Tobias, nefndu hvern sem er nema Skúla Jón og Indriða - Hinir eru ekki KR-ingar í alvöru. Þeim er raunverulega alveg sama.
Hagamelur
16.júní 2017 kl.08:14
Sammála Hagamelnum varðandi það að liðið,hafi verið gallað fyrir tíð Willums. Er reyndar ekki sammála varðandi Óskar og Tobias, mér finnst þeir leggja sig fram. Pálmi finnst mér hins vegar ekki gera það , en heldur samt alltaf stöðu sinni í liðinu. Mér finnst KR alltaf vera að spila einum færri þegar hann er með.Nú er aðeins eitt framundan og það er fallbarátta,hvort sem okkur líkar betur eða verr.
Primus
16.júní 2017 kl.08:35
Eina ástæðan fyrir því að við erum ekki efstir er að við nýtum ekki færin sem við fáum. Þetta með alvöru KR-inga er jafn mikið bull og kristintrú. Held að flestir viti að ég er enginn stuðningsmaður einstaka leikmanna en Óskar Örn er KR-ingur og að halda öðru fram er mjög fáránlegt. Hann er búinn að spila í 10 ár hjá okkur og er í top 10 yfir leikjahæstu leikmenn sem spilað hefur með KR. Hann, eins og aðrir leikmenn eru ekki sáttir við gang mála. Þó að þessir leikmenn voru ekki bestu vinir ykkar í grunnskóla þá eru þeir að gefa allt sitt í þetta en því miður er það ekki nóg. Við verðum bara að fara nýta færin.
Damus7
16.júní 2017 kl.10:05
Við skorum ekki mörk en aðalvandamál síðustu leikja er vörnin. Skúli gefur Grindavík vítið sem leiddi til taps og mörk 1 og 3 í gær á móti ÍBV voru gjöf frá vörninni. Vörnin er flöt og hæg og auðvelt að sjá veikleika hennar. Miðjan hjálpar svo ekki nægjanlega vel til baka, þar eru hægir og líkamlega takmarkaðir leikmenn, ekki allir þó. ÍBV hafði allt of mikinn tíma með boltann í gær og fékk að mér fannst aldrei almennilega pressu á sig. Svo þegar við erum að klúðra færunum eins og við gerðum í gær þá getum við gleymt þessu.
Helgi
16.júní 2017 kl.10:23
Indriða og Pálma Rafn mætti vissilega fara að hvíla eitthvað. Indriði er alltof hægur og Pálmi Rafn virkar eitthvað voðalega áhugalaus bara. Leikaðferðir og uppstillingar liðsins hverju sinni eru samt alfarið á ábyrgð Willum Þórs hverju og því ábyrgðin hans frá a-ö.
Stefán
16.júní 2017 kl.10:51
Við höfum engu að tapa á því að spila Guðmundi Andra og Atla Sigurjóns. Það gæti gefið þessu liði einhverja greddu og sköpun sem sárlega vantar. Eina jákvæða við stöðuna er sú að það eru 7 stig úr 10 sætinu og í 2 sætið, enda deildin galopin og í ruglinu.
KR_ERU_BESTIR
16.júní 2017 kl.10:57
Fimm Danir. Tveir þeirra með samning út tímabilið og okkur því algerlega verðlausir. Einn 31 árs og alltaf meiddur. Markmaður sem var hættur að spila fótbolta en er tekinn fram yfir ungan markmann sem stóð sig vel í leik gegn ÍR. Leikmenn notaðir sem eru að meginstefnu til komnir langt yfir þrítugt. Stefán Logi, Garðar, Indriði, Pálmi Rafn, Arnór Sveinn, Óskar Örn. Þiggja væntanlega allir laun frá félaginu en eru ólíklegir til þess að skapa félaginu nokkrar tekjur. Leikkerfi sem virðist aðallega ráðast af því með hvaða liði þjálfarinn heldur í fótbolta. Ungir leikmenn fá vart tækifæri, jafnvel þó 2. flokkur sé efstur í A-deild ásamt öðru liði. Fækkun stuðningsmanna sem mæta á völlinn. Garðar Jó. SHMG Atli Sigurjónsson fenginn aftur en ekki nýttur. 10. sæti - 7 stig eftir 7 leiki. Held að þeir sem búa félaginu þessa umgjörð og þennan hóp ættu að skoða sín mál.
KRingAri
16.júní 2017 kl.11:24
Úff, mig svimar bara að lesa skrif þín KRingAri, en svo satt allt.
Stefán
16.júní 2017 kl.13:28
Mig svimaði líka, en er hann ekki heldur svartsýnn ??
Kalli
16.júní 2017 kl.15:28
Fór á nokkra leiki í undirbúningi þá kom strax í ljós að miðjan er ekki að virka Pálmi (eins ágætur fótboltamaður og hann er ) þarf að leggja talsvert meira til málana. Svo er það ágætt að gefa öðrum tækifæri ef menn eru ekki að finna sig. Þá er ég sammála því sem hér hefur komið fram á undan að vörnin er ekki að virka.
jojo

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012