Svara þráð

Spjall

Fyrirsjáanleg staða6.júní 2017 kl.05:49
Mjög fyrirsjáanleg staða er komin upp. Lið sem er með slaka vörn - slaka miðju og slaka sókn getur vart búist við öðru.Einu sigrarnir hafa komið gegn ÍA og Víking Ólafsvík, og hann var meira að segja tæpur.Raunveruleikinn er fallbarátta, og því fyrr sem menn átta sig á því því betra.
Primus
6.júní 2017 kl.09:36
Ég skrifa allt okkar hörmulega gengi í sumar beint á Willum Þór. Hann stendur og fellur með sinni ákvörðun um leikkerfi sem allir sjá að gengur ekki upp og hefur valdið okkur stórskaða.
Stefán
6.júní 2017 kl.11:34
Svona sé ég þetta Stefán.Allt undirbúningstímabilið var það ljóst að vörnin þarfnaðist styrkingar, hafsent og bakvörð.Sú styrking var ekki sótt.Miðjan með Finn og Pálma, var ekki að virka. Tel að Pálma hefði átt að skipta út fyrir löngu, það var ekki gert.Síðan vantaði senter, sem kom að vísu en ekki af þeim styrkleika sem okkur vantaði.Nú þarf að breyta um taktík og sækja styrkingu í júlý, ef ekki á illa að fara.
Primus
6.júní 2017 kl.13:56
Þessir menn sem þú nefnir Primus þurfa svo sannarlega að stíga upp og sanna að þeir eigi eitthvað erindi í liðinu okkar.
Stefán
6.júní 2017 kl.14:23
Það er gaman að ímynda sér að einhvers staðar í annarri hliðstæðri vídd er KR með Baldur Sig (sem var ekki fenginn aftur því við vorum með Pálma!). Í staðinn erum við að tapa fyrir Grindavík á heimavelli, í stöðu þar sem við þurfum öll stig sem hægt er að fá. Tímabilið búið áður en það byrjaði, einu sinni enn.
Hagamelur
6.júní 2017 kl.20:39
Slakið á, mótið er ekki búið. Það er alveg heill hellingur eftir og ef KR spilar eins og þeir spiluðu á móti FH, sem var hörku leikur, þá er en hægt að vinna þessa deild. Munið þið þegar FH var að drulla á sig 2015 en komu til baka um mitt sumar og unnu deildina. Hvernig væri að menn tækju sams konar krísufund núna út í KR og fari yfir stöðuna.
Andri
6.júní 2017 kl.22:24
Menn eru heldur fljótir upp hérna. Liðið er solid. Hlutirnir hafa bara ekki fallið með liðinu. Það er verið að skapa færi í flestum leikjum, vantar að nýta þau betur. Þannig að þetta er töluvert skárra en þegar Bjarni var með liðið og það er ágætt að hafa í huga. Þetta er jafnt mót, toppliðin með 13 stig, KR sex stigum á eftir. 16 leikir eftir þannig að allt getur gerst. Áfram í bikarnum líka. Er samt á því að það er farið að reyna á þolinmæðina. Willum á ekki að þurfa svona langan tíma til að finna sitt sterkasta lið og sína bestu taktík. Sérstaklega þegar hann er búinn að vera með liðið í næstum ár.
Vaxtaverkir
7.júní 2017 kl.14:23
Hjá KR er verið að stilla upp nöfnum í byrjunarlið ekki liðsheild.
Bjarni
8.júní 2017 kl.22:48
Fljótir upp? Eftir sjö punkta í sex leikjum, og síðasti var tap á heimavelli gegn Grindavík? Veit svo ekki hvaða kjaftæði þetta er um FH 2015, Andri. Þú hlýtur að vera að tala um eitthvað annað tímabil. FH tapaði fjórum leikjum allt sumarið en við erum búnir að tapa þremur núna strax eftir sex umferðir. Þannig lið verða ekki Íslandsmeistarar. Ef þú ert að tala um sumarið í fyrra var FH samt í þriðja sæti eftir sex umferðir. Mér finnst þetta alveg jafn-leiðinlegt og ykkur en það má alveg fara að opna augun.
Hagamelur
13.júní 2017 kl.13:55
Vonandi lærðu Willum Þór og Arnar eitthvað af landsleiknum, baráttunni og leikgleðinni.
Stefán
13.júní 2017 kl.14:57
Góður punktur Stefán. Það voru þó fleiri þættir en barátta og leikgleði sem mætti læra af, þá hef ég í huga skipulag og mannval.Heimir gerði hárrétt með því að fjölga á miðjunni, og jafnframt velja rétta menn á miðjuna.Verður fróðlegt að sjá hvaða breytingar Willum gerir, í framhaldi af ummælum sínum í KR útvarpinu.
Primus

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012