Svara þráð

Spjall

Ívar Orri Kristjánsson5.júní 2017 kl.21:22
Ívar Orri Kristjánsson ákvað að gefa Grindavík 3 stig í Vesturbænum í kvöld. Ívar Orri Kristjánsson var gjörsamlega út á þekju í dómgæslu sinni og sleppti í tvígang að dæma víti á Grindavík en lét svo verða af því að dæma víti á KR undir lok leiksins. Ívar Orri Kristjánsson er ekki starfi sínu vaxinn og ætti að snúa sér að öðru en dómgæslu í knattspyrnu. Ívar Orri Kristjánsson hafði endanleg áhrif á leikinn.
Ívar Orri Kristjánsson
5.júní 2017 kl.21:45
Er algjörlega sammála. Þetta var skandall.
ábs
5.júní 2017 kl.21:46
Með fullri virðingu en áttum við ekki bara að nýta færin? Erum aftur og enn eitt árið komnir í einhverja krísu. Naumir sigrar gegn botnliðum Ólsara og Skagamanna. Tap gegn Víkingum og Grindavík á heimavelli og svo á móti vali. Svo ekki sé minnst á nauman sigur gegn inkassoliði ÍR í bikarnum. Þetta hefur ekki verið sannfærandi og í raun eins og liðið sé komið á sama doðastig eins og fyrir ári. Hættur að skilja þetta enda ekki slæmt lið á pappír.
KK
5.júní 2017 kl.21:51
Willum Þór verður bara að fara að sjá það sem allir aðrir sjá og gera eitthvað í því strax í næsta leik ef KR á ekki að lenda í fallbaráttu.
Stefán
5.júní 2017 kl.21:55
Heyrði ekki betur en að Willum væri að boða breytingar í KR-útvarpinu. Mátti skilja að hann sé að fara að breyta yfir í varnarsinnaðri uppstillingu. Talaði um að "hveitibrauðsdagar" núverandi kerfis væru á enda og þetta væri ekki að gera sig.
KK
5.júní 2017 kl.21:58
Vissulega áttu menn að nýta færin betur en Grindavík mætti til að verjast og gerði það vel. Það réttlætir hins vegar ekki að dómarinn sleppti því tvisvar að dæma á þá eitthvað sem ég myndi kalla augljósar vítaspyrnur. Var þetta svo víti á KR undir lokin? Hugsanlega en maðurinn átti að sleppa því að dæma ef hann vissi upp á sig sökina fyrr í leiknum. Mér finnst ég hafa séð svona dómgæslu of oft á KR-vellinum. Það er kominn tími til að KSÍ taki ákvörðun um að ráða hæfa dómara eða hreinlega fái erlenda dómara til að dæma í þessari deild. Held að persónuelgar skoðanir dómara á liðum ráði of miklu um úrslit.
Andrés
5.júní 2017 kl.22:00
...annars er staðan bara sú að við þurfum amk 7 stig úr næstu þremur leikjum helst 9 ef við ætlum að gera eitthvað í sumar. Annars verður þetta annað hvort fallbarátta eða miðjumoð.
KK
5.júní 2017 kl.22:05
Af hverju erum við ekki að spila sama kerfi og skilaði okkur hverjum sigurleiknum á fætur öðrum á síðasta ári? Willum ætti að halda sig við það sem virkar. Annars sammála með þennan dómara. Getur KSÍ plís gert eitthvað í þessum dómaramálum. Er ekki hægt að senda þennan gaur á pollamótið að dæma?
Andri
5.júní 2017 kl.22:07
Alvega sammála með dómarann og ekki í fyrsta skipti sem maður sér svona skandal. Tvisvar ef ekki þrisvar á síðustu tveimur árum hefur löglegt mark verið dæmt af okkur. Líka sérkennilegt að sjá dómara nánast leyfa andstæðingum aftur og aftur að sparka Óskar niður. En þegar öllu botninn hvolft þá verðum við að klára leikina sjálfir. Nýta öll þessi færi sem við höfum fengið og halda hreinu. Níu mörk höfum við fengið á okkur í sex leikjum sem er ekki boðlegt.
KK
4dómari5.júní 2017 kl.22:47
Hver er 4 dómari spyrvsem ekki veit er það línuvörðu
joi
5.júní 2017 kl.23:45
Hættið þessu helvítis dómara væli. Vandamálið er "við sjálfir". Við gerum ekkert þegar við erum með boltann. Leikmenn sem klúðra færum er ekki refsað og spila bara sama hvað. Ungir leikmenn fá svo ekki tækifæri sbr Jakob markmaður, frekar sótt einhvern nobody sem er engu að síður sæmilegur markmaður. Fyrir mitt leyti þá á að reka Willum!
Damus7
6.júní 2017 kl.00:07
Damus7 hættu þessu kjaftæði. Auðvitað má gagnrýna dómgæslu þegar hún er í ruglinu. Þarna voru gerð afdrifarík mistök af þeim aðila sem átti að tryggja að leikurinn færi fram í samræmi við reglur knattspyrnunnar. Meira að segja fotbolti.net gagnrýnir dómara leiksins. Réttmætt víti í fyrri hálfleik hefði breytt þessum leik algjörlega. Grindavík hefði þurft að koma framar á völlinn og ég þori að veðja að KR hefði sett eitt eða tvö í andlitið á þeim í kjölfarið. Grindavík gerði þó vel í að verjast með dómarann með sér í liði. Það er ekki auðvelt að vinna sig í gegnum slíkan varnarmúr.
Andri
6.júní 2017 kl.00:17
Hvaða útbreidda heilabilun er það sem veldur því að menn geta ekki fangað þá hugsun að a) KR hafi spilað illa b) dómgæslan hafi verið óboðleg?
ábs
AFELIÐINGAR6.júní 2017 kl.00:39
Vandinn, hvort sem lið spila vel eða illa, er augljóslega sá að það hefur engar afleiðingar fyrir dómara að dæma leiki illa. Hvað sem okkur finnst t.d. um FH þá er augljóst mál að dómaramistök kostuðu þá Íslandsmeistaratitilinn 2014. Hér var einhver unglingur (ungur maður) ofan af Skaga að dæma leik KR og Grindavíkur. Hefur afstaða hans til KR áhrif á dómgæslu hans? Hvaða afleiðingar hefur það fyrir téðan Ívar Orra Kristjánsson að dæma Grindvíkingum sigur í þessum leik? Áhorfendum hefur fækkað á leiki í Pepsi-deildinni. Fyrir því held ég að séu margar ástæður. KSÍ kennir fjölda leikja sem eru sýndir í sjónvarpi um. Enda rotin samtök sem líta aldrei í eigin barm. Ég ætla bara að tala fyrir sjálfan mig en það truflar mig alveg ofboðslega að úrslit leikja ráðast oft á ákvörðun dómara. Hér er ég ekki bara að tala um leiki KR. Þegar viðskiptavinir telja að varan sé ekki ósvikin þá hætta þeir að kaupa hana, þ.e. hætta að mæta á völlinn. Af hverju að borga 2000 krónur fyrir slíkt? Ofboðslegum upphæðum er varið í leikmenn, þjálfara og starfslið. Miklum tíma í æfingar og skipulagningu leikja en næstum því engu í dómara. Ég verð örugglega stimplaður einhvers konar rasisti fyrir að segja þetta en sáu menn holninguna á öðrum línuverðinum? Er þetta bara í lagi?
Andrés
6.júní 2017 kl.00:58
Erum ekki komnir að mínu mati á þann stað að það eigi að reka Willum. Vandamálið er greinilega til staðar og í raun ótrúlegt að við séum aftur komnir í krísuástand annað árið í röð. Það er eins og liðið hafi ekki komist upp úr hruninu haustið 2015. Þreytandi ástand vissulega en vandinn hlýtur að liggja djúpt. Er bara ekki eðlilegt að við séum að lenda í þessu ár eftir ár. Í mínum huga er þetta sumar ónýtt og óskandi að menn nýti nú tækifærið til að byggja upp fyrir komandi ár. Markmiðið núna ætti að vera að forðast fall og gefa ungum KR-ingum tækifæri. Fá smá reynslu á mannskapinn. Þetta sumar er búið...
KK
6.júní 2017 kl.17:13
ég get ekki betur séð en að dómarinn hafi rétt fyrir sér. Tobias lætur sig detta og boltinn fer aldrei í hendina. Þurfum núna að fókusera á réttu hlutina. Það er ekki KR sæmandi að kvarta undna dómara eftir heimaleik á móti grindavík. http://www.visir.is/g/2017170609360/pepsi-morkin-atti-kr-ad-fa-viti-
kr
6.júní 2017 kl.17:58
Það er náttúrulega dómaranum líka að kenna að Hólmbert gat ekki keypt sér mark hjá okkur.
Damus7
6.júní 2017 kl.20:36
Augljóst víti eins og sást í Pepsi-mörkunum. Stór og sterkur leikmaður eins og Tobias, sem er ekki þekktur fyrir það að henda sér niður, fellur eftir að farið er í bakið á honum. Ef það er ekki vítaspyrna þá er ekkert vítaspyrna. Auðvitað má deila á dómarana þegar þeir standa sig ekki stykkinu. Grindavík fékk þennan leik dæmdan og því miður gerir KSÍ ekkert í því. Sammála þeim sem benid hér á afleiðngar. Af hverju eru engar afleiðingar þegar menn gera svona í brækurnar í vinunni sinni? Hvað er þetta verndaður vinnustaður.
KR-ingur
6.júní 2017 kl.20:39
Spilið var ekki gott dómgæslan og afskipti 4 dómara rændi KR stigi punktur.
Vesturbæingur

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012