Svara þráð

Spjall

3-4-31.júní 2017 kl.13:59
Eftir að hafa horft á síðustu 3 leiki (Val, FH, ÍR) þá er nokkuð ljóst að Kennie Chopart er enginn framherji né slútter. Þó er hann flottur kantmaður. Ég ætla ekki að fara í gegnum öll færin sem hann fékk í þessum leikjum en segi bara að við hefðum unnið alla þessa leiki í venjulegum leiktíma ef kauði hefði nýtt færin sín. Hvernig væri að setja drenginn á vinstri kantinn í þessu 3-4-3? Leyfa Guðmundi Andra að spila í hans stað frammi. Kennie vinnur vel fyrir liðið og myndi henta frábærlega í þessa stöðu. PS Ætla að hrófa svo Finni Orra fyrir að stíga upp í síðustu leikjum, eitthvað sem ég kallaði eftir.
Damus7
1.júní 2017 kl.14:01
hrófa aka hrósa.
Damus7
1.júní 2017 kl.14:28
Ummm ég er eiginlega viss um að Kennie sé búinn að vera spila á vinstri kanti og Tobias frammi..
Phil
1.júní 2017 kl.16:39
Þessi uppstilling er bara engan veginn að ganga upp frá a-ö.
Stefán
Dude 3-4-31.júní 2017 kl.17:38
Phil, 3-4-3. Þýðir 3 í vörn, 4 á miðju og 3 frammi. Ég get skilið að þú sjáir þetta kannski sem 5-4-1 en Kennie er búinn að vera spila vinstra megin frammi og ég vill fá hann aftar þar sem hann skorar bara úr 1 af hverju 10 færum sem hann fær. Hann er vinnudýr og við eigum að nýta hans bestu eiginleika.
Damus7
1.júní 2017 kl.20:31
4-4-2 eða 4-5-1 þetta 3-4-3 er ekki að ganga upp.
Vesturbæingur
1.júní 2017 kl.21:01
Orðsending til þjálfaranna: setja Kennie á vinstri kant og Guðmund Andra í sóknina og þá koma sigrarnir, þó Kennie sé flottur og vinnusamur er hann enginn markaskorari en það er Andri svo sannarlega ⚽️⚽️
Kalli
1.júní 2017 kl.22:23
Við sem horfum á leikina sjáum auðveldlega veikleikana við þessa Chelsea uppstillingu. Okkar kæri þjálfari Willum Þór Chelsea aðdándi er bara ekki með slíkan mannskap í höndunum frekar en nokkur annar íslenskur þjálfari - Vakna !
Stefán
2.júní 2017 kl.09:36
Hverskonar ómenni er þessi Hjörvar Hafliðason eiginlega, nú þegar báðir markmenn KR eru meiddir segir hann að það komi ekki til greina að KR fá markvörð að láni/leigu heldur geti liðið notað markverði úr yngri flokkum ?
Kalli
2.júní 2017 kl.10:57
Hjörvar er starfsmaður 365 miðla og hefur ekkert með KR að gera - Ég myndi vilja sjá Kristján Finnbogason koma inn.
Stefán
2.júní 2017 kl.11:19
Veit það vel Stafán "spekingur" en var að vekja athygli á illu innræti hans, ertu þú ekkert að leggja mér orð í munn.
Kalli
2.júní 2017 kl.11:41
Þú misskilur mig Kalli. Var að setja út á það að Hjörvar sé að skipta sér af málefnum KR, en alls ekki að setja út á skrif þín, enda við báðir stuðningsmenn KR fram í fingurgóma.
Stefán
2.júní 2017 kl.14:15
Með miðjumennina oft svona djúpa þurfa bakverðirnir að koma betur fram og taka meiri þátt í sókninni. Mér hefur fannst vanta upp á sóknarleikinn hjá þeim. Það er auðvitað ekki ástæðulausu sem menn setja oft framherja á kantinn á 343.
Snorri
2.júní 2017 kl.18:19
þetta 3 4 3 æði er bara della. Bara útaf því einhverjum liðum útí heimi gengur vel með þetta, lið sama hafa toppmenn alls staðar, þá þurfa menn hér að reyna að herma eftir. Hjarðhegðun. Þjálfarar hérna heima hugsa svona: Hvað eru alvöru þjálfarar að gera erlendis? Ókei, ég reyni að herma eftir. En það er ekkert spáð í því hvort taktíkin eða hvað það er passar fyrir liðið. Spái því að fimm ár næri eitthvað lið geðveikum árangri með 3 6 1 kerfið og þá reyna allir að herma eftir því, henda framherjum og varnamönnum inná miðjuna bara til að fylla uppí stöðurnar.
Vaxtaverkir
2.júní 2017 kl.19:58
3 manna vörn með varnarmenn okkar gengur ekki punktur.
Vesturbæingur

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012