Svara þráð

Spjall

Vængjahurðin24.maí 2017 kl.07:00
Nú vill það svo til að ég hef aðeins séð tvo leiki KR, á móti Víking og Val.Enda þótt getumunur sé á þessum liðum, var sama syndrome á ferðinni í bæði skiptin.Við ráðum lögum og lofum fyrstu 14 mínúturnar, síðan hrinur allt og vængjahurðin opnast.Við komumst yfir móti Víking en lendum undir móti Val, þannig að það var ekkert úrslitaatriði. Mjög létt virðist að sundra vörninni, og MBL minntist réttilega á opna vængjahurð í umfjöllun sinni.Miðjan er síðan sér kapítuli, sem ég ætla ekki nánar út í. Ég vona svo sannarlega að Willum finni einhver svör við þessu, því við fáum ekki betri mann í það verk.
Primus
24.maí 2017 kl.09:18
Já Primus, ég treysti líka Willum Þór og Arnari til að vinna úr þessu. Mín skoðun er sú, að KR sé tæplega með mannskap sem hentar þessu leikkerfi. Þá á ég við suma hæga leikmenn í vörn og á miðju. Leikurinn á móti FH verður prófverkefni hjá fyrrum kennaranum Willum Þór.
Stefán
24.maí 2017 kl.09:54
Mér fannst Finnur Orri ekki sjást í leiknum og átti að skipta honum út, svo hefði verið flott að gefa hinum markheppna Guðmundi Andra séns því sóknarmenn okkar klúðruðu öllu, þjálfararnir eru of íhaldssamir og skipta sjaldan og alltof of seint í leikjum.
Kalli
29.maí 2017 kl.11:01
Hún er enn galopinn.
Bjarni

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012