Svara þráð

Spjall

Valur - KR19.maí 2017 kl.14:33
Mér líður vel með að mæta sem aðeins minna sigurstranglegra liðið á Hlíðarenda á mánudagskvöldið því mín tilfinning er sú að okkar lið sé á mikilli uppleið. Mánudagskvöldið er rétti tíminn til að springa út.
ábs
19.maí 2017 kl.17:07
Sammála þér. Stígandinn hjá okkar mönnum hefur verið það góður, að ef framlínan nær að stilla strengi sína rétt og allir leggja sig fram, þá höfum við sigur á Hlíðarenda.
Stefán
KR22.maí 2017 kl.00:11
KR er alltaf sigurstranglegraliðið að mìnu mati hvort sem við spilum við val fh stjörnuna everton basel ...........
Joi
22.maí 2017 kl.01:55
Ánægður með þig Jói og mér líður alltaf þannig líka fyrir leiki. Ég var að meina að Valur er álitið sigurstranglegra.
ábs
22.maí 2017 kl.10:42
KR á hiklaust að geta unnið þennan ,, baráttuleik ", en úrslitin munu ráðast af því hvor þjálfarinn er klókari.
Stefán
22.maí 2017 kl.11:08
Verður auðvelt hjá Óla og Bjössa geta lesið KR eins og opna bók.
Hlíðarendi
Þetta verður létt22.maí 2017 kl.19:41
Við Valsmenn tökum þessar pabbastráka úr KR létt enda erum við með Valshjartað á réttum stað....:)
Valsarinn
22.maí 2017 kl.22:05
Sanngjarn Valssigur, því og miður. Leikmenn KR virkilega illa stemmdir í kvöld.
Stefán
22.maí 2017 kl.22:20
Liðið byrjaði vel. Hafði öll völd fyrstu 20 mínútúrnar fannst mér. Liðið hefði þurft að skora þá. Eftir það gat Valur nýtt sér framliggjandi og flata vörn KR. Liðið verður að nýta víti. Kennie Chophart verður svo að nýta færin sín eitthvað. En mér fannst svo liðið slakt lengi í seinni hálfleik og ráðalaust þangað til markið kom og liðið spilaði svo hátt upp á Garðar.
Vaxtaverkir
22.maí 2017 kl.22:59
Mér fannst KR-liðið berjast ágætlega og ekki sammála að menn hafi mætt illa stemmdir í leikinn. Valsmenn leyfðu okkur að stjórna leiknum og beittu hröðum skyndisóknum. Það var alveg fyrirséð. Bæði liðin voru að nýta færin mjög illa. Valsmenn áttu að skora 3 til 4 mörk í fyrri hálfleik og okkar menn amk tvö ef ekki þrjú. Jafntefli hefði ekki verið ósanngjarnt en í sjálfu sér var þetta svona leikur sem hefði getað farið hvernig sem er. Niðurstaðan svekkelsi en það þýðir ekkert að dvelja við það.
KJ
22.maí 2017 kl.23:22
KR-ingar mættu vissulega vel stemmdir og léku vel framan af, nema að færin voru ekki nýtt. Svo var þetta bara einhvern veginn alveg búið. Vörnin eins og flatkaka á skjaldbökuhraða, Miðjan var einhvern veginn alveg úr takti. Danirnir voru nokkuð sprækir frammi, en þeir verða að nýta færin sín betur.
Stefán
23.maí 2017 kl.12:40
Ég vil sjá KR spila árangursríka knattspyrnu. Að pressa stíft gegn Val útivelli á kostnað varnarinnar er að skrifa handritið hans Óla Jóh fyrir hann. Á móti kemur að ef KR hefði nýtt færi sín betur framan af leik væri ég kannski ekki að skrifa þetta innlegg.
ábs
23.maí 2017 kl.15:18
Mér finnst vandamálið vera djúpstæðara en þú lýsir ÁBS. Þegar við spiluðum við Víking komumst við yfir, en þrátt fyrir það opnaðist vörnin ítrekað illa.Víkingar hefðu hæglega getað skorað mun fleiri mörk. Valsmenn gátu hæglega skorað 4 mörk bara í fyrri hálfleik. Vörnin er hæg og hriplek + það að miðjan er mjög hæg líka. Sé ekki að við gerum stóra hluti í þessu móti með þessa veikleika í farteskinu.
Primus
23.maí 2017 kl.15:54
Það er rétt, það eru fullmargir hægir leikmenn í liðinu.
ábs
23.maí 2017 kl.18:28
Willum Þór þarf að sanna að leikkerfið sem hann notar gangi upp með hægfara leikmönnum á miðju og aftast. Það þarf hann að gera í leiknum á móti FH.
Stefán
23.maí 2017 kl.19:41
Mesta áhyggjuefnið eftir leikinn í gær er liðið sem endaði inn á. 5 danskir, tveir 37 ára gamlir, einn 36 ára gamall og svo tveir 33 ára gamlir. Gjörsamlega verðlaust lið sem við erum með í höndunum.
kr
23.maí 2017 kl.20:36
Því miður sér maður veikleika hjá liðinu fara í 4-4-2 aftur. Held að þetta nýja leikerfi virki ekki vörnin er ekki góð alltof flöt hæg og fyrirsjáanleg, pressa stíft gegn Val gengur ekki þó það hafi gengið gegn FH.
Vesturbæingur

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012