Svara þráð

Spjall

Liðið á uppleið14.maí 2017 kl.21:17
Góður leikur gegn Skaganum þar sem eðlileg úrslit hefðu verið 3-0. Þeir stríddu okkur í rauninni ekki neitt, það var bara dómgæslan sem gerði það undir lokin. Áhugavert prógramm framundan hjá liðinu, bikarleikur gegn landsbyggðinni þar sem Willum stendur frammi fyrir áhugaverðum möguleikum á að hvíla einhverja menn og gefa öðrum tækifæri. Síðan stórleikir gegn Val og FH þar sem möguleiki er á að breyta mjög stöðunni í deildinni og stimpla sig inn í toppbaráttuna.
ábs
14.maí 2017 kl.21:35
Góður leikur hjá KR þar til ÍA fékk gefins vítaspyrnu og KR missti taktinn. Okkar menn verða bara að nýta dauðaafæri betur, skora aðeins meira þegar leiknum er stjórnað svona.
Stefán
14.maí 2017 kl.21:38
Sammála - en það er gott að sjá þennan stíganda í leik liðsins.
ábs
15.maí 2017 kl.01:32
Sammála, skárra, en kannski full-brothætt.
Hagamelur
Meistarar 201715.maí 2017 kl.22:06
Mér finnst bara þetta leikkerfi henta KR fullkomlega. Óskar Örn er frábær sem striker á vængnum og gæti hæglega orðið markahæsti maður Íslandsmótsins. Pálmi virðist ætla að taka sitt besta tímabil með KR og svo er vörnin þétt þegar fyrirliðinn er að stýra henni. Eina sem get gagnrýnt er að Finnur Orri er engan veginn að standa undir væntingum. Varnarsinnaður miðjumaður sem tæklar sjaldan og virðist ekki hafa hugmynd hvar hann á að vera. Ofan á það þá virðist sjálfstraustið hans vera í molum, allavega eru sendingar hans ekki í KR standard. Finnur þarf að fara stíga upp eða til hliðar. Fagna ég svo komu Atla Sigurjóns. Skemmtilegur Karakter og af því sem maður heyrir þá er hann frábær fyrir hópinn.
Damus7
Atli Sigurjónsson15.maí 2017 kl.23:25
Þegar búist var við enn einum dana, þá kemur Atli Sigurjónsson ,, aftur heim " og ég bíð hann velkominn. Saknaði hans í fyrra og býst við honum tvíefldum. Sammála Damus7 varðandi gæði Pálma Rafns í ár.
Stefán

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012