Svara þráð

Spjall

þessir þurfa að fara13.maí 2017 kl.23:17
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, formaður Páll Kolbeinsson, varaformaður Helgi Kristófer Helgason, ritari Elín Rósa Guðmundsdóttir, gjaldkeri Meðstjórnendur: Árni Rúdolfsson Guðbjörg Jónsdóttir Magnús Ingimundarson Gísli Georgsson, varastjórn Ingibjörg Ólafsdóttir, varastjórn Elísabet Tómasdóttir, varastjórn Þetta fólk má skammast sína. Þessi framkoma í garð handboltans er einungis kornið sem fyllti mælinn. Viðvarandi getuleysi í að bætta aðstöðu félagsins. Starfið er þeim ofviða. Ekki veit ég hvað ég get gert en ég mun í það minsta ekki mæta á leiki KR fyrr en stjórnin fer. Það er það minnsta sem ég get gert. Ég get ekki sýnt stuðning í verki. Við verðum einhvern veginn að losna við þetta fólk. Það veldur ekki starfi sínu. Gylfi er nú búinn að vera formaður í rúm fjögur ár. Það er eins og heilt kjörtímabil. Hverju hefur maðurinn áorkað. Við drögumst bara aftur úr.
107rvk
13.maí 2017 kl.23:32
haldið ykkur fast. Sjáið metnað stórveldisins: http://www.ksi.is/mannvirki/nr/14113
107rvk
14.maí 2017 kl.00:48
Skilaboðin til ungra vesturbæinga farið í Val eða Gróttu ef ykkur líkar ekki fótbolti eða körfubolti. Ekki góð skilaboð til KRinga.
hermann
14.maí 2017 kl.10:14
Sammála þetta er ekki gamla góða KR.
Vesturbæingur
14.maí 2017 kl.11:01
Það sem 107rvk er að benda á hér að ofan eru úthlutanir ársins frá Mannvirkjasjóði KSÍ til íþróttafélaga, þar sem m.a. eftirtalin félög fá 10 milljónir: Tindastóll, Vestri og Fylkir - Stjarnan fær 14 milljónir - Selfoss, Haukar, Leiknir, Þróttur R og ÍR fá 15 milljónir- Grindavík fær 18 milljónir, FH fær 20 milljónir ( auðvitað ) og stórveldi KR fær heilar 900 þúsund krónur í ár !
Stefán
15.maí 2017 kl.09:33
Stjórn KR dissar hluta af félagsmönnum.Og með þessu að segja KR er ekki stórveldi lengur.
Bjarni
15.maí 2017 kl.21:42
Góður punktur 107rvk. Ef ég man rétt þá fengum við ekkert úr þessum sjóð í fyrra og árið þar á undan. Það er allur metnaður félagsins. Menn hafa greinilega engan áhuga á að gera eitthvað fyrir svæðið og nenna þal ekki að sækja um styrki. En 900 þús fyrir hvað? Lakka trépallana?!?
KK

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012