Svara þráð

Spjall

Nýju búningarnir algjör hörmung2.maí 2017 kl.09:30
Ætla ekki að svekkja mig of mikið á þessum leik í gær. Stefnir bara í enn eitt rugl sumar með basli og almennum leiðindum. Liðið endar svo í 5. til 6. sæti með smá heppni. Ég verð hins vegar að lýsa yfir óánægju minni með nýju treyjuna. Algjör hörmung. Eins og ódýr eftirlíking af juventus treyjunni keypt út í Bónus. Hver heldur eiginlega um þessa hluti hjá félaginu eða er þetta bara þannig að við þurfum taka við öllu drasli sem framleiðandinn hendir í okkur? Búningurinn er alltof hvítur. Rendurnar alltaf mjóar og svo eru engar rendur á bakinu. Eiginlega á mörkum þess að kallast KR-treyja. Fer beint í 2. sæti yfir ljótustu KR-treyjur ever. Toppar þó ekki hryllinginn frá 2000-2002. Þurfum við að spila í þessu beint niður í inkasso deildina?
KK
2.maí 2017 kl.10:47
Ég var efins um þessa treyju fyrst um sinn en mér fannst hún líta vel út á vellinum í gær. Minnir mig einmitt á treyjur sem Juventus hefur spilað í undanfarin ár.
Stórveldið
2.maí 2017 kl.11:39
Treyjan vinnur á. Keypti mér eina í gærkvöld en þær eru hræódýrar. Vonandi vinnur liðið á líka - fljótt.
ábs
2.maí 2017 kl.13:48
Flottur búningur.
kr
2.maí 2017 kl.16:26
Það er ekki nýji búningurinn sem er vandamálið. Það er verulega bjart yfir þessum búningi. Vandamálið er frekar nýja leikkerfið, sem gekk engan veginn upp í fyrsta leik. Sóknin var gjörsamlega bitlaus og hana þarf að bæta strax ef árangur á að nást í fyrstu leikjum. Chopart fór út af meiddur og enginn var til að fylla skarð hans.
Stefán
3.maí 2017 kl.10:51
Ekkert að þessum búningi. Er reyndar bara mjög flottur, bjart yfir honum.
Stebbi
5.maí 2017 kl.20:26
Mjög flottur búningur. Sá flottasti í langan tíma
Dusan
7.maí 2017 kl.14:18
Mjög flottur KR búningur. Höfum leikið í nákvæmlega sama búningi síðan árið 2013 og löngu kominn tími á smá breytingu.
Kringur
10.maí 2017 kl.21:09
Ósammála, geggjaðar treyjur sem líta vel út á vellinum - gaman að sjá breytingar, og mér heyrðist flestir KR-ingar hafi verið sammála.. Stundum þarf að kyngja íhaldsseminni
Starki
Nýju búningarnir13.maí 2017 kl.10:37
FLOTTIR búningar.
KR-stuðningsmaður
16.maí 2017 kl.08:51
Mjög fínir búningar. Betri en flest það sem við höfum séð á undanförnum árum.
DaMan
16.maí 2017 kl.14:52
Mjög flottar treyjur. Ert einn um þetta, KK.
Hagamelur

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012