Svara þráð

Spjall

KR-klúvvurinn og upphitun29.apríl 2017 kl.18:57
Hver er staðan á KR-klúbbnum í dag. Hver er í fyrirsvari fyrir klúbbinn? Hvað verður fengið með því að vera í klúbbnum í ár? ´ Þá verð ég að segja að mér finnst hálfsorglegt hvað það er ekkert gert til þess að peppa okkur stuðningsmenn fyrir þetta blessaða sumar. Dettur mönnum ekkert frumlegra í hug en að henda í hamborgara og hoppukastala. Þetta er eins ár eftir ár. Ekkert KR-klúbbskvöld og engin almenn upphitun. Ekker KR blað. Fínt viðtal reyndar við Willum hér á forsíðunni en klúbburinn er óreyttur frá því í fyrra og dregst í raun bara aftur úr öðrum félögum.
kr
30.apríl 2017 kl.17:01
Hvað er að því að vera með hoppukastala,andlitsmálningu og hamborgara fyrir leikinn á morgun? Viltu fá Coldplay til að spila á KR-vellinum? KR-ingar mæta á úrslitaleikinn í körfunni í kvöld, ná í ársmiðana sína og mæta síðan á KR-víking á morgun.- Það væri æskilegt að halda þess kynningarfundi en karfan er að trufla rosalega. Þráinn hélt fund 2015 og það mætti varla nokkur maður yfir utan leikmennina og þjálfarann. Ég héllt fund 2014 sem var ekki heldur nógu vel sóttur. Fjölmennum á leikinn gegn Víking og keyrum upp stemninguna.
ábs
30.apríl 2017 kl.17:48
Bíðum kanski með Coldpley þangað til yfirbyggða húsið verður risið, he, he.
Stefán
1.maí 2017 kl.10:17
Mjög skrýtið viðhorf að karfan sé að "trufla rosalega".
Kristján
1.maí 2017 kl.10:43
Leiðin sem flest félög fara að að því að fjölga áhorfendum hjá sér er reyndar yfirleitt að reyna að höfða til fjölskyldna. Það er vegna þess að ef börnin vilja fara á völlinn draga þau foreldrana með sér. Það þarf ekkert átak til að fá unga karlmenn á völlinn, þeir koma hvort sem er. Þess vegna er bara fín hugmynd að hafa hoppukastala og andlitsmálningu. Já, það má alveg gera margt fleira, en ég sé ekki alveg hvers vegna þarf að vera að nöldra eitthvað yfir þessu.
Kristján
1.maí 2017 kl.14:36
Vikes vera drulluflottir með sinn klúbb http://vikingur.is/arsmidhar Er eitthvað svona í KR klúbbnum?
Ultras

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012