Svara þráð

Spjall

EVRÓPA28.apríl 2017 kl.08:36
Nú hafa FH-ingar gefið það út enn og aftur að þeir ætli sér alla leið í Evrópu-/meistaradeildar undankeppninni. Ólíkt seinustu árum þá held ég því miður að í ár sé það raunhæft markmið fyrir þá og að þeim gæti loksins tekist það. Hver eru raunhæf evrópumarkmið okkar í sumar? Eftir að hafa verið í þessari keppni ár eftir ár er ekki að verða kominn tími á það að KR setji sér það markmið að alvöru að komast alla leið í riðlakeppnina? Áfram KR!!
Krkrkr
28.apríl 2017 kl.10:41
Ég bara fagna því að íslenskt lið hafi slíkan metnað sem FH hefur og vona að KR setji sér slík markmið líka. Ég sem grjótharður stuðningsmaður KR þá öfunda ég FH-inga af metnaðinum og uppbyggingunni í kring um knattspyrnuna. KR virðist vanta metnaðarfyllri, sterkari og frekari stjórn. Stuðningsmenn Hauka sem ég þekki segja mér að stjórnarmenn FH fari langt á frekju gagnvart uppbyggigu og að þeir fái mikið meiri stuðning hjá Hafnarfjarðarbæ en Haukar. Ég veit svo sem ekkert um það, en við KR-ingar fáum allavega lítinn sem engan stuðning frá Reykjavíkurborg og hugsanlega eru menn heldur ekki að bera sig eftir björginni ?
Stefán
28.apríl 2017 kl.16:44
Flott hjá FH að gefa þetta út. Ágætt að þeir eru að setja fókusinn á vonlaust verkefni. Spái því að þeir detti út í fyrstu umferð. Bæti svo við að ég er 100% viss um að íslenskt lið mun aldrei komast í lokakeppnina í Evrópu.
Vaxtaverkir

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012