Svara þráð

Spjall

Handboltinn24.apríl 2017 kl.13:44
Handboltaliðið okkar er komið í efstu deild. Til hamingju með það, KR á að eiga lið í efstu deild í fót, handbolta og körfu...
Pallo
25.apríl 2017 kl.09:47
Frábært hjá strákunum og flott að KR er komið á réttan stað í handboltanum!
Áfram KR
26.apríl 2017 kl.11:10
Auðvitað nokkuð vel gert hjá þessum piltum, en ég skil samt engan veginn hvers vegna KR er að leggja þessa áherslu á að koma þessari handboltadeild í gang. Aðstaðan hjá KR er löngu sprungin og er þetta bara til þess að þrengja meira að. Á meðan foreldrar þurfa að greiða háar fjárhæðir fyrir börn í fótbolta og körfubolta (sem dæmi) er auglýst að ókeypis sé að æfa handbolta. Eru aðrar deildir að niðurgreiða handboltann? Grótta er rétt hjá okkur og þar er gott starf í handbolta. Hefði ekki verið nær að virkja meira samstarf við það fína handboltafélag?
Stebbi
26.apríl 2017 kl.19:10
Ég fagna að sjálfsögðu allri velgengni hjá liðum KR, þó að ég skilji ekki til fulls að að KR skuli leggja svona mikla áherslu á handbolta og er sammála nafna mínum hér fyrir ofan. Samt, til hamingju handboltastrákar ! Svo er bara að sjá hvar körfuboltastrákarnir okkar hampa titlinim - Áfram KR !!!
Stefán
26.apríl 2017 kl.20:14
Ég styð ekki handboltan í KR. Mér finnst þetta fráleitt ævintýri sem tekur bæði tíma og fjármagn frá öðrum deildum. Það er takmörkuð auðlind sem við erum að vinna með og kallast iðkenndur. Að dreifa þeim á þrjár deildir er della. Síðan leita allar deildir til sömu styrktaraðil. Ég get ekki óskaði KR til hamingju með þennan árangur, mun aldrei styðja handbolta í KR og þeim er ævarandi skömm sem standa að þessari deild. kv, Einn fúll á móti
Drési
26.apríl 2017 kl.20:54
Hef heyrt frá mönnum innan handboltans að núverandi bæjarstjóri Seltjarnarnes væri á móti samstarfi sambandi við handboltann.Grótta/KR var flott samstarf sem var því miður slitið.Sambandi við uppbygingu hjá KR þá er það fyrst og fremst núverandi borgarstórn sem hefur klikkað og dregið lappirnar.Getum ekki borið saman hvernig núverandi mannvirki voru byggð af mjög miklu sjálfboðastarfi það eru allt aðrir tímar í dag.
Vesturbæingur
KR28.apríl 2017 kl.11:40
Strákar úr Vesturbænum sem vilja spila handbolta eru ekki að fara í Gróttu í handboltanum. Þeir eru fara beina leið niðrá Hlíðarenda, er það sem menn vilja ? Hér fyrir ofan tala niðurrifsseggir sem eru á móti því að KR sé með góðar kvennadeildir, þeir eru á móti KV og svo auðvitað handboltanum. Það þarf einfaldlega að vera breidd í deildum hjá KR svo við höldum stórum stuðninsmannahópi. Það er einfaldlega dómgreindarskortur að sjá það ekki.
Pallo
28.apríl 2017 kl.16:41
Líst vel á þetta dæmi og skil ekki þessa neikvæðni. KR er að bæta í handboltann að því að það er undiralda og stemmning fyrir því. Það væri fáránlegt að segja fólki bara að fara eitthvað annað því félagið nennir ekki að leggja rækt í þetta. KR er meira en bara meistaraflokkur karla í knattspyrnu. KR er stærsta félag landsins og á hæglega að geta haldið úti öflugri handboltadeild meðfram fótboltanum og körfuboltanum.
Vaxtaverkir
12.maí 2017 kl.09:50
http://www.visir.is/g/2017170519639/kr-a-ekki-hus-fyrir-handboltalidid-sitt-og-gefur-liklega-eftir-saeti-sitt-i-efstu-deild
Stebbi
12.maí 2017 kl.13:05
Þetta er svo ótrúlega sorglegt, KR er langt langt þvi frá að vera eina félagið sem heldur út körfubolta og handbolta í sama salnum. Veit til þess að strákarnir í hópnum eru mjög reiðir stjórn KR þessa stundina.
kr>
12.maí 2017 kl.13:49
Hvernig svo sem þetta mál fer, þá er nokkuð ljóst að aðstöðuleysi er víðar en í handbolta hjá KR, t.d. líka í fótboltanum. Svona metnaðarleysi og vandræðagangur er bara ekki boðlegur hjá stórveldinu í Vesturbænum.
Stefán
12.maí 2017 kl.14:24
Hvað með Hagaskóla, er sá salur of lítill fyrir handbolta?
Káerr
12.maí 2017 kl.19:01
Ég hef um skeið sett stór ??? við Aðalstjórn KR.
Stefán
12.maí 2017 kl.21:24
Skömm fyrir stórveldið KR sem Afi minn var einn af stofnendum.Sjálfsögðu á KR líka að vera í handbolta.
Vesturbæingur
12.maí 2017 kl.23:53
Gjörsamlega til skammar. Þvílíkir aumingjar sem stjórna þessum klúbb. Þetta er sama liðið og hefur haldið niðri kvennadeildunum og sér ekkert nema tvær deildir. Fyrir utan hvað þetta er sorglegt þá skaðar þetta klúbbinn. Menn átta sig ekki á því að vinsældir KR urðu til vegna þess að það voru margar deildir í klúbbnum á sínum tíma. Nágrannar okkar í póstnúmeri 101 munu einfaldlega éta frá okkur iðkendur sem verða seinna stuðningsmenn.
Óli
13.maí 2017 kl.13:51
Þessi aðalstjór KR er gjörsamlega með skítinn upp á bak og þarf að skipta henni út!
Áfram KR
13.maí 2017 kl.15:15
Þetta er algjört fíaskó. Endurspeglar tvennt sem hefur verið flestum ljóst: Annars vegar að yfirstjórnin í KR er getulaus. Hvernig var ekki hægt að vera búinn að skoða hvort KR gæti yfirhöfuð verið í efstu deild áður en menn spýttu í lófana og einsettu sér að komast upp? Hins vegar endurspeglar þetta að aðstöðumál KR samræmast ekki 21.aldar staðli á Íslandi. Og það er ekkert verið að gera í þessu.
Vaxtaverkir
13.maí 2017 kl.16:12
Ég hef skrifað það áður hér, að ég var ekki beint aðdáandi handboltans hjá KR, en come on ... þegar liðið er komið þetta langt eiga leikmenn, þjálfari og stuðningsmenn betra skilið, en þessa metnaðarlausu ákvörðun, sem endurspeglar andleysi og getulaeysi aðalstjórnar KR.
Stefán
13.maí 2017 kl.19:35
Algjör skandall og félaginu til skammar. Andi metnaðarleysis svífur yfir vötnum. Hef þungar áhyggjur af mínu gamla félagi. Algjör stöðnun á nánast öllum vígstöðvum nema körfunni. Aðstaðan að drabbast niður. Vorum einu sinni leiðandi í uppbyggingu á aðstöðu en erum núna orðnir eftirbátar. Bara sorglegt.
KK
13.maí 2017 kl.19:40
...annað skipti á stuttum tíma sem maður skammast sín fyrir að vera KR-ingur. Fyrri skiptið þegar þeir ákváðu að fella körfu kvenna niður í 1. deild. Hvað er eiginlega í gangi?!?
KK
13.maí 2017 kl.20:52
Það eru ákveðnir sem eru að þessu hjá mínu gamla góða félagi.Einbeita sér að meistaraflokkum karla, í Körfu og knattspyrnu láta annað yngriflokkastarf sérstaklega í knattspyrnu og kvennaflokka drabbast niður. Svo hefur Reykjavíkurborg algjörlega brugðist KR og Vesturbænum.
Vesturbæingur
14.maí 2017 kl.00:43
KR er ekki stórveldi í Reykjavík getur ekki haldið úti deildum einsog Valur Fjölnir IR.
hermann
17.maí 2017 kl.09:53
Þessi ákvörðun er líklega sú rétta þegar fram í sækir. Mistökin voru að fara af stað í þessa vegferð en þurfa svo að viðurkenna fyrir sjálfum sér að aðstöðuleysið er til staðar. Það eru nánast engin íþróttafélög sem eru með lið í efstu deild í fótbolta, körfubolta og handbolta. Staðreyndin er sú að KR hefur yfir að ráða gömlum íþróttasal og annan enn eldri og minni. Þetta þarf að dekka allar greinar í öllum flokkum. Og ekki höfum við neitt knatthús eða aðgang að slíku fyrir fótboltakrakkana. Þau æfa á parketi meirihluta ársins, eitthvað sem Fjölnir, Stjarnan, FH, Breiðablik, HK og fleiri félög þurfa aldrei að búa við.
Stebbi
17.maí 2017 kl.11:14
Já nafni. Það er allt í kyrrstöðu með aðstöðumál hjá KR, bara ekkert sjáanlegt í gangi ZZZZZZZZZZZZZZZZZ
Stefán
18.maí 2017 kl.00:15
Skil ekki hvað menn eru að grenja yfir þessu. léleg deild með einhverja 60 iðkendur og geta ekki neitt í þeim örfáu flokkum sem eru starfræktir og sendir í keppni. Buið að vera að reyna að halda þessu gangandi i tæp 10 ar en ekkert að frétta. Nóg af framboði af íþróttagreinum hja KR sem eru að gera gott mót. Mistökin voru að byrja með handboltann aftur en ekki leggja hann niður.
Ívar
18.maí 2017 kl.14:16
Ég mun ekki mæta á völlinn meðan Gylfi Dalmann Aðalsteinsson og co eru við stjórn. Grótta er að vinna fínt starf í fótbolta og handbolta, þar ætla ég frekar að mæta í framtíðinni.
Kiddi
18.maí 2017 kl.17:12
Kiddi, ég efast ekki um það, að okkar góðu nágrannar og stuðningsfólk á Nesinu eru að gera góða hluti með Gróttu. Það er hinsvegar slæmt ef stjórnarmenn KR eru að fæla gott stuðningsfólk frá félaginu okkar við Frostaskjól.
Stefán
19.maí 2017 kl.11:27
Því miður er það rétt sem Kiddi segir.Grasrótin er í lagi hjá Gróttu en ekki lengur hjá KR því miður.Sundrung hefur verið síðustu árin eitthvað sem lítið hefur verið um áður hjá forverum Gylfa málin voru leyst innandyra.
Bjarni

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012