Svara þráð

Spjall

Hvernig gengur liðunm okkar í sumar?24.apríl 2017 kl.09:44
Ég held að KR-ingar fari með töluverðri eftirvæntingu inn í knattspyrnuvertíðina að þessu sinni því bæði karla- og kvennaliðið ættu að geta verið í toppbaráttu. Hvaða möguleika eigum við á titlum í sumar?
ábs
24.apríl 2017 kl.21:34
Ég bíð spenntur eftir fyrsta leik sem er algjör skyldusigur fyrir KR. Strikerinn okkar hann Tobías lofar virkilega góðu og ég er bjartsýnn á sumarið. En hvernig væri nú að uppfæra leikmannaskrána hér á síðunni fyrir mót ? Já og stelpurnar hennar Eddu eiga líka eftir að draga mann á völlinn í sumar.
Stefán
25.apríl 2017 kl.10:03
Ég græja þetta í vikunni, Stebbi.
ábs
28.apríl 2017 kl.16:54
Af öllu að dæma og ekki síst þessu ágæta viðtali á forsíðunni sýnist mér Willum vera með liðið á hárréttum stað. Hann sannfærir mig um að liðið sé betra en í fyrra. Liðið er búið að missa framherja en það verður að segjarst að þeir voru meira baggi á liðinu í fyrra en eitthvað annað. Liðið er með öflugan markmann, þétta vörn og betri miðju en í fyrra. Með góðan grunn undir sér geta miðlungsframherjar skorað 10 mörk+. Þessi Tobias gæti orðið ein af stjörnum sumarsins. Ég sé bara FH sem er með aðeins betri hóp en KR. Á móti kemur að KR hefur haft tak á FH undanfarin ár og það gæti spilað inní. Svo er FH kannski búið að fá pínu leið á þessari deild, skilst að fókusinn þeirra sé á Evrópu. KR á raunhæfa möguleika á titlinum. Ég hef líka trú á góðu gengi hjá stelpunum. Liðið mun byggja á þessu sem það lærði í fyrra og gera atlögu að topp þrjú sæti.
Vaxtaverkir
28.apríl 2017 kl.20:29
Leikmenn KR fara inn í þetta mót fullir sjálfstrausts eftir að hafa spilað allra liða best eftir þjálfaraskiptin í fyrra og eftir frábæra vorleiki. Óskar Örn Hauksson er í toppformi og er líklega jafnbesti knattspyrnumaðurinn sem leikur á Íslandi í dag. Ég get verið sammála Hjörvari Hafliðasyni varðandi það. Tobias Thompsen á klárlega eftir að moka inn mörkum í sumar og Óskar Hrafn Þorvaldsson var eitthvað að gefa í skyn að annar danskur sóknarmaður sé að koma í KR ?
Stefán
1.maí 2017 kl.21:10
Neinei, alltaf sama ruglið. Menn ekki tilbúnir í deildina.
Gústi
1.maí 2017 kl.21:21
Svona hörmulegur sóknarleikur kallar á annan dana í sóknina STRAX. Seinni hálfleikur var ekki boðlegur hjá KR á heimavelli.
Stefán
1.maí 2017 kl.21:40
Sama ruglið og í fyrra liðið toppar fyrir mót og svo þegar í leikinna sem skiptir öllu máli ekki tilbúið.
Vesturbæingur
1.maí 2017 kl.23:58
Bjartsýnin í póstunum hérna að ofan segja allt sem segja þarf. Bara FH með betri hóp. Spilað best allra liða eftir þjálfaraskipti í fyrra. Svo hvað? Víkingur á heimavelli og menn hætta bara í hálfleik? Það er eitthvað stórkostlegt að í þessum klúbbi. Minnir á gengi Arsenal síðustu ár, hugarfarið er bara ekki til staðar. Ekkert hungur.
Hagamelur
2.maí 2017 kl.08:24
Hárrétt hjá Hagamel. Vantar þetta mentalitet sem fh hefur þ.e. að klára leikina. Fh hefði sett í þriðja gír og klárað dæmið. Metnaðarleysið er algjört....
Tinni
2.maí 2017 kl.09:17
Já, það leynir sér ekki hve bjartýnn ég var fyrir fyrsta leik / mót. Það sést á því sem ég skrifaði 28 Apríl hér að ofan. Svo fengum við bara blauta tusku beint í andlitið á fyrsta leik og eftir leik var Willum Þór svartsýnn á framhaldið í KR-útvarpinu ,, það verður erfiður leikur á Ólafsvík ". Úff, menn koma bara með uppgjafartón inn í mót.
Stefán

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012