Svara þráð

Spjall

JGS26.júlí 2012 kl.12:01
menn sáttir með kaupin mín :)
Rúnar Kri
26.júlí 2012 kl.12:59
Virkilega ánægður með þetta. Er ekki einhver með viðtalið við hann Jónas úr KR-blaðinu hérna um árið á pdf. Væri gaman að lesa það aftur.
Kristján Guðmundsson
26.júlí 2012 kl.13:46
Bravó:; akkúrat það sem vantaði, sterkan leikmann til að styrkja miðjuna og auka fjölbreytnina, sér í lagi þar sem Bjarni hefur verið og er kannski enn meiddur í baki og virðist eitthvað hlífa sér og er því væntanlega hvíldinni feiginn held ég. Svo þegar Kjartan markaskorari og gary fara að ná smana þá smellur þetta saman, og þó fyrr hefði verið. Taka nú á öllu sinu og hald dillunum í vesturbænum áfram.
Kalli
26.júlí 2012 kl.14:04
Velkominn aftur Jónas Guðni ! Við í stúkunni munum taka þér fagnandi !!!!
Stefán
26.júlí 2012 kl.16:17
Þvílík snilld, finnst vanta að dreifa spilinu betur á miðjunni. Ætli Jónas leysi það ekki af mikilli snillld ?
Ivar
26.júlí 2012 kl.16:37
Jónas Guðni var besti leikmaður KR sumarið 2008 og frábær líka 2009 þangað til hann fór út. Þetta eru mjög góðar fréttir þótt breiddin á miðjunni sé eiginlega orðin of mikil núna og spurning hvort einhver af ungu strákunum hefði gott af því að fara á láni til annars klúbbs...
Stórveldið
26.júlí 2012 kl.16:49
Ef svo skyldi vera að við þyrftum að lána einn af okkar ungu strákum hver ætli það sem þyrfti að víkja fyrir Jónasi, Egill,Atli eða Björn ?
David Winnie
26.júlí 2012 kl.16:57
Held að Egill Jóns myndi hafa gott af því að fá að spila meira og finna sitt leikform og sjálfstraust - spurning um að leyfa honum að fara á lán út tímabilið - hann kæmi síðan tvíefldur til baka í haust.
Bane
26.júlí 2012 kl.19:06
Velkominn Jónas, frábært að þú sért kominn til baka þar sem þú átt heima.
SKO
29.júlí 2012 kl.11:22
Egill Jóns hefur verið lánaður til Selfoss. Held að þetta sé skynsamleg ákvörðun. Egill er augljóslega hæfileikaríkur og efnilegur knattspyrnumaður en hann hefur ekki fundið sig sérstaklega vel í sumar og hefur liðið fyrir að hafa spilað lítið. Vonandi að fái mikið að spila fyrir Selfoss og komi tvíefldur til baka...
Stórveldið
29.júlí 2012 kl.19:50
Tel þetta rétt skref að lána Egill spurning hvort að leikmenn eins og Dofri og jafnvel Björn Jóns verði lánaðir til að þeir finni sitt leikform.
Vesturbæingur
JGS #1629.júlí 2012 kl.21:45
Jónas fékk úthlutað treyju #16 hjá Lúlla liðstjóra.Stutterma að sjálfsögðu.
Alfie Conn
30.júlí 2012 kl.11:59
Mikið er ég feginn að sjá Egil fara á lán, þá þarf ekki að horfa upp á hann skíta upp á bak í hvert sinn sem hann fær að spila heldur gæti acutally einhver komið inn sem getur eitthvað í fótbolta.... Er ekki bara hægt að selja hann til Selfoss...eða bara borga þeim fyrir að taka hann?
Bobbi
30.júlí 2012 kl.18:10
Það eru nákvæmlega svona fótboltamoðhausar eins og "Bobbi" sem koma slæmu orði á fólkið í stúkunni. Egill Jóns er vafalaust með efnilegri, ef ekki sá efnilegasti, strákum sem hafa komið úr KR unglingastarfinu undanfarin ár og það að hann hafi ekki náð að koma inn og eiga stórleik í hvert skipti sem hann kemur inná segir ekki neitt þar sem hann fær nú sjaldnast mikið meira en 15 mínútur. Ég vona innilega að hann nái að sanna hvað hann getur hjá Selfoss og komi svo aftur tvíelfdur og negli niður byrjunarliðssæti næsta sumar.
Raggi
Að eyðileggja ferilinn30.júlí 2012 kl.23:28
Þegar Björn Jónsson ákvað að fara í KR þá sagði ég að hann væri að eyðileggja feril sinn endanlega. Það hefur ræst. Hann átti allann tímann að fara þangað sem hann fengi að spila. Hans uppeldisfélag var langbesti kosturinn.
Sterkgulur
FC Hollywood30.júlí 2012 kl.23:43
Held að strákarnir á Sýn (fyrirgefið..stöð tvö sport) hafi hitt naglann á höfuðið með þessu FC Hollywood dæmi. Ég held að alltof margir leikmenn taki þá ákvörðun að fara í KR ekki endilega útaf því að það besti kosturinn fyrir ferillinn heldur útaf því að þar eru launin góð og flestir vilja vera í Hollywood þar sem "flotta og fræga" fólkið er...þó það þýði bekkjarsetu og ferilsstöðnun.
Vaxtavextir
31.júlí 2012 kl.00:58
Held að börnin á stöð tvö hafi enn einu sinni sýnt sinn rétta lit í fh rúnkinu sínu. Virðast eiga mjög erfitt með að kyngja því að besta lið landsins er KR og ekkert lið kemst nálægt KR hvað varðar hefð , elegans, stæl og að ekki sé minnst á spilið. KR er klárlega líklegasta liðið til að taka þetta tvöfalt aftur í ár, Væri ekki í fyrsta sinn sem KR skrifar nýtt blað í knattpyrnusöguna á Íslandi. Þetta fer greinilega í taugarnar á þessum svokölluðu sérfræðingum, en enginn virðist vita neitt um hvað þeir eiga að vera sérfræðingar í ! Menn ættu að vinna heimavinnuna sína áður en þeir fara að tjá sig um hluti sem þeir greinilega hafa ekki hundsvit á. KR er ekki það lið sem er að eyða mestum peningum í dag.....
sumos
KR31.júlí 2012 kl.01:54
Voðalega fer allt peningatal fyrir brjóstið á kr-ingum. Er það svona mikil skömm að eiga peninga. kr á sjálfsagt eftir að skrifa nýtt blað í knattspyrnusöguna en ég er viss um að nafn Björns Jónssonar verður ekki á því blaði. Einu skiptin sem hann fer inn á völlin er í hálfleik þegar allir eru með andlitið á kafi í rækjusamlokunum.
:)

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012