Svara þráð

Spjall

Leikjaálag og Bikar21.júlí 2013 kl.23:13
Sælir KR-ingar Mig langar að spyrja ykkur og aðra sem lesa þessa síðu álits á þessu álagi sem er á lið sem keppa bæði í bikar og evrópukeppnum í júlí. Nú er ljóst að þetta er að hafa áhrif eins og klárlega sást í leiknum á móti Stjörnunni. Annað liðið hefur verið að spila leik eftir leik meðan hitt fær 10 daga hlé. - Er það eðlilegt? Er hægt að koma í veg fyrir svona misræmi? Eins langar mig að spyrja ykkur um bikarinn. Mér finnst það furðulegt að undanúrslit skuli ekki leikin á Laugardalsvellinum. Það er kjánalegt að lið skuli fá heimaleik í undanúrslitum bikars. Það er mín skoðun alla veganna. Hvað finnst ykkur?
Andri
21.júlí 2013 kl.23:28
Andri, þetta eru góðar spurningar hjá þér, mín skoðun er að það er ekki jafnræði að annað liðið fái 10 daga hlé á meðan hitt spilar mjög erfiða evrópuleiki og bikarleiki með 3 daga millibili. Lausnina á því er ég hins vegar ekki með þar sem sumarið er stutt. Spurning samt að spila þéttar í Lok ágúst og September þar sem oft er bara spilað einu sinni í viku og gefa íslenskum liðum meiri tíma til að spila á sínu besta liði og óþreyttu í evrópukeppninni, þetta gæti hugsanlega komið íslenskum liðum til góða þar sem leikjaálagið getur jú líka bitnað á frammistöðu í evrópukeppninni og valdið því að í einhverjum rimmum vanti herslumuninn sem tilheyrandi tekjumissi fyrir íslensk félagslið.
Binni
21.júlí 2013 kl.23:40
Ef ég man rétt að þá spiluðu t.d. Stjörnumenn gegn FH í deild 3-4 dögum eftir að hafa spilað úti gegn Fylki í bikar í 120 mín og allavega helmingurinn af leiknum voru þeir einum færri. Á meðan fengu FH 10-14 daga frí fyrir leikinn. Svona er þetta bara fyrir þau lið sem komast langt í öllum keppnum. Í fyrra að þá voru Stjarnan og KR í toppbaráttu á svipuðum tíma í fyrra en það hrundi allt hjá báðum liðum þegar þau fóru að hugsa um bikarleikina. Menn hjóta að muna eftir því að það leit út einsog leikmenn væru hræddir við að fara í tæklingar því hvorki KRingar né Stjörnumenn vildu eiga á hættu að missa af úrslitaleiknum. Það er bara vonandi að bæði lið læri af þessu í fyrra og að toppbaráttan í ár verði eins sú besta í mörg ár. FH, KR, Breiðablik og Stjarnan eiga öll góðan möguleika á að vinna deildina í ár.
Ási
21.júlí 2013 kl.23:44
KR lenti í verra álagi 2011 og komst miklu betur frá því. Við erum bara ekki eins góðir núna, sérstaklega erum við slakari varnarlega.
ábs
22.júlí 2013 kl.00:23
Ég er ekki að setja þetta fram sem neina afsökun. Mér finnst þetta bara ekki sanngjarnt að sum lið þurfi að spila undir miklu álægi hreinlega vegna þess að þeim gengur vel í evrópukeppni og bikar. Það hlýtur að vera hægt að finna eitthvað jafnvægi á þetta. Mikil pressa var sett á það að færa úrslitaleik bikarsins lengra inn í sumarið, sérstaklega eftir vetrarleikinn 2008. Má ekki fara milliveginn þar og hafa leikinn í september og færa þá bikarkeppnina þannig að hún sé ekki alveg ofan í evrópukeppnunum. Þá dettur mér í huga að bjóða liðum að spila eina umferð í landsleikjahléinu en leyfa þeim sem missa marga menn í landsliðið að fresta sínum leik þar. Eru mörg lið að missa leikmenn í landsliðið? Ég er bara að henda fram hugmyndum.
Andri
22.júlí 2013 kl.00:38
Þessi hugmynd að bjóða liðum að spila í landsleikjahléinu er mjög góð að mínu mati. Það væri kannski hægt að spila fjóra leiki af sex og þannig væri kannski hægt að létta aðeins leikjaplanið hjá þeim liðum sem eru hugsanlega í Evrópukeppninni ef þau næðu leikjum þá.
ABC
22.júlí 2013 kl.19:20
Ég held að Hannes sé eini leikmaðurinn hjá íslensku liði sem spilar með landsliðinu reglulega. Auðvitað detta inn í landsliðið menn úr félagsliðunum hérna heima en það ætti alveg að vera hægt að koma fyrir einni umferð á þessum tíma. Þá finnst mér góð hugmynd að færa bikarkeppnina aðeins og klára bikarinn um miðjan september. Annars var ekkert verra að fá Vestamannaeyjingana þreytta og á hælunum eftir erfiða ferð frá Rússlandi, takk KSÍ :)
Skagamaður

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012