Svara þráð

Spjall

Meiri varnarleik takk19.júlí 2013 kl.10:51
Mér finnst KR-liðið vera orðið of sóknarsinnað. Síðustu tveir leikir hafa litið vel út en uppskeran er engin. Það þarf að breyta taktíkinni eða nálguninni áður en illa fer í deildinni. Við erum með mjög sóknarsinnaða bakverði báðum megin og allir sem spila miðvarðarstöðu í liðinu fyrir utan Gunnar Þór (Grétar Sigfinnur, Bjarni, Aron Bjarki) eru hægir leikmenn. Við getum ekki sótt á svona mörgum mönnum ef menn komast ekki til baka í vörnina í tæka tíð þannig að andstæðingarnir "breika" illa á okkur. Í fyrstu leikjunum í vor var lögð áhersla á að halda hreinu og liðið þarf að fara að leggja upp leiki aftur á þeim grunni. Þetta er sérstaklega mikilvægt gegn Stjörnunni á sunnudag en í þeim leik væru jafntefli fín úrslit, sigur myndi taka spennuna úr toppbaráttunni í bili en tap myndi setja okkur í mjög vonda stöðu. Stjarnan er mikið sóknarlið og með hraða leikmenn. Það þarf að spila gegn þeim í samræmi við það. Ég vona að menn verði þéttir, skipulagðir og skynsamir á sunnudaginn.
ábs
19.júlí 2013 kl.11:20
Það segir sig sjálft að lið sem fær á sig 5 mörk í 2 leikjum er ekki að spila góðan varnarleik, langt í frá. Sóknarleikur okkar manna var heldur ekki upp á marga fiska í gærkvöldi, menn voru ekki að nýta færin. Ég vil sjá KR sigur í Garðabæ á Sunnudag, ekkert annað kemur til greina !
Stefán
19.júlí 2013 kl.11:46
Tvö töp í röð mikið áhyggjuefni fyrir stórleikinn við Stjörnuna. Skora á menn að gíra sig upp og gefa allt í leikinn, ekki glata forustunni á þessum tímapunkti eftir frábært vor og fyrri part sumars.
Kalli
19.júlí 2013 kl.11:53
Það er mikið til í þessu. Áherslan var alltaf á að halda lakinu hreinu í vor. Væntanlega því við vissum að hæfileikarnir til að skora væru til staðar. Leikurinn gegn Standard er kannski ekki góður mælikvarði en samt. Munum líka í fyrra, þegar Haukur Heiðar startaði í hægri fyrsta mánuðinn. Hann skapar fullt en vörnin var mun götóttari. Hann er sókndjarfur bakvörður og góður í því en vörnin líður fyrir sóknina í staðinn. Þetta er ekki algerlega honum að kenna, en Maggi Lú var mun betri varnarlega, enda spilaði Haukur lítið eftir þann fyrsta mánuð, kannski e-ð vegna meiðsla líka.
ebeneser
19.júlí 2013 kl.12:25
Er eindfaldlega ekki góður varnarleikur hjá okkur þessa stundinna.Varnarleikurinn er grunnurinn til að vinna titilinn það lið sem fær fæst mörk á sig vinnur oftast.Allt er til staða góðir leikmenn í allar stöður bara spurning hvernig er unnið úr hlutunum.Mín skoðun KR á að liggja aftarlega í næstu leikjum oft betra að fá allaveganna 1 stig á móti Stjörnunni frekar en ekkert.
Vesturbæingur
19.júlí 2013 kl.12:30
Sammála Vesturbæingi, liggjum aftarlega á móti Stjörnunni og verjumst þeim af grimmd frá miðju - setjum hápressu líka inn á milli - en sækjum ekki á öllu liðinu - það er óðs manns æði og því miður las Ríkharður okkur fyrir FRAM-leikinn. Það var margt gott í leiknum gegn Standard en miðað við það sem KR hefur verið að gera í Evrópukeppninni undanfarin ár voru þetta ekki góð úrslit. - Núna verður deildarkeppnin að vera í algjörum forgangi.
ábs
19.júlí 2013 kl.15:13
Það verður forvitnilegt að sjá hvernig Rúnar stillir upp liðinu á sunnudag.
ábs
21.júlí 2013 kl.23:28
Held að það megi alveg taka upp þráðinn hér eftir leik kvöldsins. Vörnin mjög slök og ósannfærandi. Skil ekki það að setja 2 mjög hæga leikmenn saman í miðvörðinn, Grétar og Bjarna. Gunnar gerir sem fyrr allt of mikið af mistökum og Haukur er allt of linur að mínu mati. Varnarleikurinn í öllum 3 mörkum stjörnunnar var hreint skelfilegur og vorum við heppnir að fá ekki á okkur mun fleiri mörk. Þetta með vörnina er verkefni sem þarf að leysa strax ef ekki á illa að fara. Áfram KR.
Helgi
Allt of margir hægir leikmenn21.júlí 2013 kl.23:50
Veikleikar KR voru voru opinberaðir á öllum sviðum í kvöld.Við erum með alltof marga hæga og gamla leikmenn.Við hrundum í fyrra og það sama er að gerast aftur núna, rétt endurnýjun hefur ekki átt sér stað milli ára.Þess vegna held ég að fjórða sætið, verði okkar hlutskipti í ár.
Klaus
21.júlí 2013 kl.23:53
Sammála. Varnarmenninir okkar eru allt of hægir. En Gunnar Þór er góður kostur.
ábs
21.júlí 2013 kl.23:54
http://fotbolti.net/news/21-07-2013/gardar-jo-hefdum-getad-unnid-thetta-mun-staerra
Gummi
22.júlí 2013 kl.00:25
Er ekki hægt að fá Skúla Jón í vörnina?
Andri
22.júlí 2013 kl.00:49
En bara að nota t.d. Aron Bjarka?? Það sem ég hef séð af honum að þá hefur hann verið solid síðustu ár. Bara rugl að honum sé alltaf ýtt til hliðar fyrir stór nöfn sem eru alls ekkert betri leikmenn í þessari stöðu.
Ási
22.júlí 2013 kl.01:45
Sammála þessu með Aron Bjarka. Hann og Gunnar Þór væru ágætt miðvarðarpar í næsta leik gegn Keflavík. Grétar Sigfinn á bekkinn og Brynjar Björn líka.
ábs
22.júlí 2013 kl.08:22
Í ljósi þess að varnarleikur KR var til háborinnar skammar í Garðabænum, þá er alveg ljóst að KR þarf að fá 1-2 varnarmenn hið bráðasta ef liðið ætlar sér að vinna leiki það sem eftir er tímabilsins. Tel að núna þegar verulega reynir á og önnur lið eru farin að blómstra þá séu ,, öldungarnir " Grétar Sigfinnur og Brynjar Björn bestir á bekknum eins og ábs segir. Svo finnst mér algjörlega óþolandi að sjá frábæran Kjartan Henrý á bekknum fram í miðja leiki. Þegar þjálfarar KR taka svo markahæsta leikmann KR út af verandi undir, þá eru þeir endanlega búnir á því.
Stefán
Brynjar Björn22.júlí 2013 kl.10:43
Hvernig stendur á því að svona reyndur knattspyrnumaður sem Brynjar Björn er, að í staðinn fyrir að koma boltanum strax í spil þá er hann að bíða eftir að andstæðungur komi í sig, reyna einhverja snúninga trekk í trekk og missa svo boltann á mjög hættulegum stöðum. Hann hefur nú aldrei verið neitt tæknitröll hann Brynjar og ætti að hætta þessu hið bráðasta. Mér fannst hann lakastur í gær, eins voru Óskar, Baldur, Gary og Atli hægir og þreytulegir.
Diddi
Rúnar skortir klókindi22.júlí 2013 kl.19:41
Rúnar er góður þjálfari að mörgu leyti, góður í taktík að miklu leyti og nær töluvert miklu úr flestum leikmönnum. Hins vegar spilar hann of mikið á sama mannskap. Ég er ekki sammála að það vanti meiri varnarleik. Rúnar er með rétta taktík en menn eru bara orðnir of þreyttir og það er að taka sinn toll núna. Hann vissi af þessu leikjaálagi sem framundan var þegar Fylkir og Víkingar úr ólafsvík voru á dagskrá og þá áttu lykilmenn að fá að hlaða batteríin. Það gerðist ekki og í framhaldinu er KR búið að tapa 3 leikjum í röð og er að fara úr límingunum. Rúnar lætur menn ekki bera ábyrgð eins og títtnefndur Gary Martin. Hins vegar er það ekki Rúnari að kenna að Brynjar Björn, sem ég hélt að væri hvalreki fyrir KR, er betri meiddur heldur en heill. Eins og Diddi segir fyrir ofan þá var þetta grátlegt að sjá þennan fyrrum flotta atvinnumann verða sér til skammar með að reyna einhverja boltaleikfimi sem ræður ekki við og endar í tómu klúðri og veseni.
Vaxtavextir

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012