Svara þráð

Spjall

Trommur18.júlí 2013 kl.19:26
Heyri ég í trommum í útsendingu KR útvarpsins? Hvað er að gerast?
Eiríkur
18.júlí 2013 kl.22:02
rolig Eastwood, belgarnir voru med bongo allan timann og thad var frekar otholandi.
qwerty
18.júlí 2013 kl.22:02
rolig Eastwood, belgarnir voru med bongo allan timann og thad var frekar otholandi.
qwerty
18.júlí 2013 kl.23:04
Trommur eru bannaðar á KR-vellinum en Belgarnir komu með trommur með sér og var ákveðið að taka þær ekki af þeim. Þetta verður ekki liðið í deildarleikjum.
ábs
18.júlí 2013 kl.23:36
Auðvitað átti að banna þeim að nota trommurnar. Þetta er algjörlega óþolandi hávaði. Eru belgískar trommur eitthvað betri en t.d. hafnfirskar? Hélt ekki.
Helgi
19.júlí 2013 kl.00:04
Það vita allir í deildinni að trommur eru bannaðar á KR-vellinum, en það er lítið fjallað um það í Belgíu. Dálítið öðruvísi að sýna 50 Belgum smá kurteisi en hleypa Pumasveitinni eða Eyjamönnum með hljóðfæri í stúkuna.
ábs
19.júlí 2013 kl.08:46
Kanski hefði öflugur trommuleikur hjá okkur KR-ingum í stúkunni náð að halda einhverju lífsmarki í leikmönnum KR í gærkvöldi. Tvö töp í röð eru engan veginn viðunandi fyrir stórveldið og vonandi að menn komi til baka í Garðabænum og vinni þann leik ! Jafntefli væri ekki einu sinni viðunandi og tap í þriðja leiknum í röð væri bara til háborinnar skammar !
Stefán
19.júlí 2013 kl.16:18
eingar trommur það er ekki málið
jón elimar gunnarsson
20.júlí 2013 kl.13:12
Ég er hlynntur banni á trommum. Ég veit dæmi þess að eldra fólk mætir ekki á völlinn ef það veit til þess að það eru trommur leyfðar á vellinum. KSÍ ætti að koma með tillögu á næsta KSÍ þingi sem banna þær.
ABC
21.júlí 2013 kl.13:29
Já, KSÍ ætti þá líka að skoða hvort það sé ekki bara bannað að syngja og klappa. Of mikill hávaði!!Magnað hvað íslendingar væla yfir ÖLLU.
Asi
21.júlí 2013 kl.14:57
Við ættum að vera að tala um leikinn Stjarnan - KR í kvöld. Þetta mál er útrætt: Trommur eru bannaðar á KR-vellinum og leyfðar annars staðar. Ekki meira um það að segja.
ábs
Trommur21.júlí 2013 kl.22:21
Trommur bannaðar en Björgólfsfeðgar leyfðir á KR-vellinum....hvor veldur meiri skaða?
Húbert

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012