Svara þráð

Spjall

FRAM - KR13.júlí 2013 kl.13:52
Væri til í að sjá KR halda áfram að halda hreinu á Laugardalsvellinum á sunnudagskvöld. Á það ber hins vegar að líta að FRAM er líklega betra sóknarlið en andstæðingar okkar undanfarið, ÍBV og Glentoran. Spurning hvort Rúnar neyðist til að hvíla einhverja lykilmenn sem hafa spilað mjög mikið og eiga eftir að spila mjög mikið á næstunni. - Við verðum að innbyrða þessa fimm stiga forystu á sunnudagskvöld, hún á eftir að reynast okkur dýrmæt.
ábs
13.júlí 2013 kl.14:27
Verður erfiður leikur eftir Evrópuleikinn þyrfti að hvíla 2-3 lykilmenn.
Vesturbæingur
13.júlí 2013 kl.16:14
Eru Brilli og Atli ennþá meiddir?
Bjarni
14.júlí 2013 kl.19:09
Veit einhver stöduna a Bjössa, Andra, Brynjari og Agli?
David Winnie
15.júlí 2013 kl.08:26
Þú spáðir öllu rétt þarna ábs, því og miður. KR var engan vegin tilbúið að spila af grimmd eftir erfiða ferð til Írlands. Maður spyr því eðlilega hvernig í ósköpunum KR-liðið verði stemmt þegar það mætir í Garðabæinn næsta Sunnudag og Stjarnan mun sterkara lið en Fram ? Furðuleg ákvörðun að hvíla lykilmenn eins og meistara Kjartan Henry og Atla þar til allt of seint. Og já, hvernig er eiginlega staðan á Andra sem átti að vera lykilmaður í vörn KR ?
Stefán
15.júlí 2013 kl.10:00
Þó við eigum ekki að vera m eð leiðindi er í lagi að vera með smá krítik. Ég er 100% sammála því að ég skil ekki þá ákvörðun að hvíla Kjartan og Atla og þá sérstaklega Atla sem ekkert spilaði í Belfast. Ég hef mestar áhyggjur á því að verið sé að hrekja hann frá okkur.Hann var ósáttur í fyrra og svo þetta.Þá skil ég ekki heldur ef Brilli var klár af hverju ekki hann og hvíla frekar einhverja aðra eins og Baldur og Bjarna sem eru farnir að spila eins og þeir séu með lóð í sokkunum. Mér sýnist að þetta gæti farið eins og í fyrra ef menn skilja ekki að sumir þurfa stundum að finna að þeir séu ekki ómissandi.
Bjarni
15.júlí 2013 kl.10:13
Mér fannst seinni hálfleikurinn fínn og óheppni að tapa leiknum. Við vorum betri.
ábs
15.júlí 2013 kl.10:27
Svekkjandi og í raun óþarfi að tapa leiknum, skemmtileg sóknarknattspyrna og hefði jafntefli verið sanngjörn fyrir bæði lið. Mér finnst Atli Sigurjóns mun betri en bæði Emil og Þorsteinn með fullri virðingu fyrir þeim, því miður hugsa þjálfararnir öðruvísi og því fór sem fór, Kjarri og Atli komu alltof seint inná.
Kalli
15.júlí 2013 kl.14:44
KR-ingarnir og læknarnir, auk sjúkraþjálfara KR, sem hlupu til í gærkvöldi okkar megin í stúkunni voru greinilega hetjur dagsins: "Ari Freyr Skúlason: Eg vil þakka öllum sem hjálpuðu pabba mínum á KR vellinum i gær þegar hann fékk hjartaáfall! Hann væri ekki lifandi i dag án ykkar hjálpar"
ebenes
15.júlí 2013 kl.15:30
Hvernig er líðan hans?
Damus7
15.júlí 2013 kl.17:55
Skildi ekki afhverju Atli byrjaði ekki er hann búinn að vera meiddur? er að mínu mati betri en Þorsteinn og Emil sem ekki hafa sýnt sitt besta í sumar.Eins hefði Kjartan mátt koma fyrr inná í seinnihálfleik skil vel að hann sé ekki notaður 100% allan tímann eftir meiðslin.
Vesturbæingur
Líður bara vel15.júlí 2013 kl.18:14
Kæra þakkir til ikkar allra sem brugðust svo skjótt við þegar ég hnég niður rétt eftir jöfnunar markið. Þetta var kransæðastífla sem orsakaði hjartaáfall. Ég af öllum mönnum og verður nánast aldrei misdægurt. Það er enginn öruggur. Nú er bùið að þræða kallinn og allur að koma til. Takk aftur og áfram KR
Skuli hersteinn
15.júlí 2013 kl.19:08
Gott að heyra. Farðu vel með þig.
ábs
16.júlí 2013 kl.01:26
Baráttukveðjur Skúli. Gott að heyra að ekki fór verr.
Eiríkur
16.júlí 2013 kl.07:19
Atli er búinn að vera meiddur í læri og hefur verið tæpur vegna þess að undanförnu.
Bessi
16.júlí 2013 kl.10:24
Gott að fá þetta staðfest Bessi, ég var farinn að efast um þjálfarana varðandi þennan góða leikmann, Emil og Steini voru ekki að gera mikið í fram leiknum.
Kalli
16.júlí 2013 kl.22:50
Smá atugasemd varðandi frétt um leikinn. Betra liðið tapaði ekki, betra liðið er liðið sem fann leiðir til að vinna leikinn. Þeir sem stóla á heppni/óheppni eiga að finna sér eitthvað annað að gera, spila í lottó o.s.frv.
Helgi
16.júlí 2013 kl.23:14
Sýnir skerta rökhugsun þína að deila hér um skilning á því hvað sé "betra" en eitthvað annað. Hvort liðið er betra, KR eða Fram, er algjörlega huglægt mat þess einstaklings sem skrifar hér komment eða frétt á Vísi.is eða whatever. Sá sem telur betra liðið hafa tapað, hefur greinilega þá persónulegu skoðun að KR sé betra liðið. Þú getur verið ósammála, en það leiðir ekki til þess að mat blaðamannsins sé rangt. Raunin er reyndar sú að eflaust 85-90% knattspyrnuáhugamanna myndu telja að KR væri betra lið en Fram. Hvort hafi verið betra liðið í leiknum, hlutfallið væri eflaust lægra, erfitt að segja. En hvað sé "betra" en eitthvað annað er skoðun hvers eins.
ebeneser
17.júlí 2013 kl.10:46
Þetta gefur tilefni til að minna á þann möguleika að kommenta við fréttirnar sjálfar í gegnum Facbebook-reikninginn. Væri gaman að ná upp kommentaspjalli undir fréttunum.
ábs
Frammarar23.júlí 2013 kl.00:27
Alveg er þetta týpískt f. lið eins og Frammarana.Vinna okkur og fagna líkt og þeir væru að vinna dollu og tapa svo heima fyrir Víkingi í kvöld!
Alfie Conn

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012