Svara þráð

Spjall

KR - Standard Liege á Laugardalsvöll11.júlí 2013 kl.23:03
Til hamingju KR-ingar með úrslitin í Belfast. Í framhaldi af því datt mér í hug hvort ekki væri tilvalið að leika heimaleikinn gegn Standard Liege á Laugardalsvelli n.k. fimmtudag? Bjóða Ásgeiri Sigurvinssyni sem heiðursgest á leikinn og reyna að hafa þetta dálítið "grand". Ég er viss um að margir knattslæyrnuáhugamenn, langt út fyrir raðir KR-inga, hafa áhuga á að sjá þennan leik og gaman ef við næðum 4000 til 5000 manns á leikinn ?? Með þessu er ég ekki að gera lítið úr KR-vellinum, en þetta yrði óneitanlega miklu skemmtilegra, ef vel tækist til og menn myndu fjölmenna á leikinn. Það er ekki á hverjum degi sem lið í þeim klassa, sem belgíska liðið er, mætir á klakann..?
Sveinn Guðjónsson
11.júlí 2013 kl.23:08
nei takk. Heimavöllur KR er við Frostaskjól.
ebeneser
11.júlí 2013 kl.23:08
Væri besta mál að bjóða Ásgeiri Sigurvinssyni sem heiðursgesti, en málið er að 4000-5000 manns rúmast alveg á KR-vellinum og það er miklu betri stemning þar.
ábs
KR - Standard Liege á Laugardalsvöll11.júlí 2013 kl.23:19
Ég veit að heimavöllur KR er við Frostaskjól. En við erum komnir áfram í Evrópukeppni og eigum leik gegn stórliði í Evrópukeppninni og af hverju ekki að hugsa aðeins út fyrir rammann? Ég gleymi aldrei stemningunni sem var á leik KR-Everton á Laugardalsvellinum 1995 þar sem KR stóð sig með afbrigðum vel og fjölmenni var á vellinum. KR-ingum hefur yfirleitt gengið vel í Laugardalnum...
Sveinn Guðjónsson
11.júlí 2013 kl.23:28
Með fullri virðingu fyrir Standar Liege þá eru þeir ekki að fara að pulla inn hlutlausa áhorfendur. Hvað þá um hásumar. Troðfullur KR völlur er alltaf betri en hálftómur Laugardalsvöllur.
Phil
11.júlí 2013 kl.23:56
Það verður aldrei "troðfullur" KR-völlur á þessum leik því samkvæmt reglum Evrópukeppninnar þurfa allir að sitja í stúku. Það verða því í mesta lagi 1800 manns. En kannski er ég að ofmeta belgíska liðið ? Ég hélt að e.t.v. myndi þetta vekja einhvern áhuga hjá fólki, til að bæta upp fremur bragðdauft sumar, en það er greinilegt að ekki er stenming fyrir þessu... Sorrý
Sveinn guðjónsson
12.júlí 2013 kl.08:16
Bragðdauft sumar? Eru engin takmörk fyrir íslensku væli?
tm
12.júlí 2013 kl.08:45
Þetta verður nú ekkert ákveðið hérna á spjallborðinu, Sveinn, og auðvitað er þetta ekki slæm ábending. Stjórn KR ákveður metur þetta örugglega. Ég gleymdi þessu með sætareglurnar, ég myndi halda að það ætti að vera hægt að fá fleiri en 1800 áhorfendur á þennan leik.
ábs
12.júlí 2013 kl.09:22
Sveinn Guðjónsson í Roof Tops ? Fá Roof Tops til að hita upp á Rauða Ljóninu fyrir leikinn !
Stefán
12.júlí 2013 kl.11:51
þetta er aldrei leikur fyrir laugardalsvöll, það er engin stemning að sitja þar á hálf tómum vellinum. Spurning um að leigja kaplakrika, þar eru sæti fyrir 3000 held ég, þar gæti myndast mikil stemning. Ég vil fá málefnaleg svör ekkert skítkast og leiðindi.
pALLI jóns
12.júlí 2013 kl.12:15
Heyrðu Palli Jóns, Kaplakrikinn er hola langt ofan í jörðu - förum ekki þangað niður nema við nauðsynlega þurfum ...
Stefán
12.júlí 2013 kl.12:28
Kaplakriki er að verða hálfgerður heimavöllur :-) Vil samt ekki sjá að spila þar Evrópuleik...
GJ
12.júlí 2013 kl.12:42
Við förum ALDREI í Kaplakrika með svona leiki. Ekki að ræða það !! Spilum bara leikinn á KR-vellinum og gerum gott úr þessu. Ég sá bara leikinn gegn Everton í den í hillingum. Það voru um 6000 manns á vellinum og spilað í flóðljósum og allez. Mér fannst ég vera dálítið "erlendis". Við getum spáð í þetta þegar við erum búnir að slá Standard Liege út og mætum Man. Untd eða Liverpool í haust ??? Nei, ég segi nú bara svona. Og tm, þegar ég talaði um bragðdauft sumar átti ég við þetta leiðinda veður sem verið hefur í allt sumar. Þetta var ekki illa meint og ekki sagt til að skapa leiðindi...
Sveinn Guðjónsson
12.júlí 2013 kl.12:57
Ljósið í rigningunni er KR !
Stefán
12.júlí 2013 kl.13:25
Fyrirgefðu Sveinn, ætlaði ekki að bíta af þér hausinn, er bara kominn með ofnæmi fyrir væli - sem er í sjálfu sér væl ;) Það er ekki veður sem skapar stemningu heldur fólk í Frostaskjóli - áfram KR!
tm
12.júlí 2013 kl.16:20
Leikurinn mun fara fram á KR-Velli,meginástæðan fyrir því er að það þarf að greiða leigu fyrir Laugardagsvöllinn.Skilst að það þurfi 5-6 þús. manns til að það borgi sig að hafa hann þar.Ef við komumst áfram frekar í keppninni og mætum t.d Tottenham þá væri eðlilega grundvöllur að færa leikinn inní Laugardal.
Veður upp kantinn
scarf16.júlí 2013 kl.20:44
Hello. I'm a Standard fan looking for a scarf of the match! You can join me at [email protected] Thank You :-)
Cécile

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012