Svara þráð

Spjall

Danger zone5.júlí 2013 kl.00:35
Nú þurfum við girða okkur í brók. Síðustu 3 leikir hafa verið ósannfærandi, svo ekki sé meira sagt. Víkingur Ól og Fylkisleikir unnust með minnsta mun og takmörkuðu framlagi og evrópuleikurinn í kvöld var mjög dapur og margir slakir. Við getum ekki leyft okkur svona spilamennsku í næstu leikjum. Nú þurfa menn að tala sig saman og koma sér í almennilegt stand á ný.
Helgi
5.júlí 2013 kl.08:21
Sammála þér Helgi, leikur okkar manna að undanförnu hefur verið afskaplega dapur á að horfa og menn þurfa virkilega að fara að girða sig í brækur. Með svona spilamennsku í Vestmannaeyjum mun bara illa fara. Við verðum bara að vona að Rúnar og Pétur nái að rífa liðið upp úr andleysi og ládeyðu. Að spila svona með hangandi hausa leik eftir leik kann ekki góðru lukku að stýra.
Stefán
5.júlí 2013 kl.09:55
Það vantar einhvern fersleika í þetta. Spurning hvað er til ráða.
ábs
5.júlí 2013 kl.17:27
ábs spyr hvað sé til ráða. Í fyrsta lagi þarf að rótera miklu meira í liðinu. Þetta er gríðarlegt leikjaálag og KR þarf að vera betra í að nota breiddina sem er sú besta á landinu. Þannig er hægt að halda mönnum ferskum og á tánum. Menn mega ekki halda að þeir séu bara áskrifendur að byrjunarliðssæti sama hvað gerist. Rúnar þarf að taka á þessu. Hitt snýr að leikmönnum. Það er ekki á hverjum degi sem menn leika í evrópukeppni og menn hljóta að geta gert það með einhverju passioni en ekki fýlusvip og pirringi eins og mér fannst í gær.
Vaxtavextir
5.júlí 2013 kl.21:19
Hvernig viltu rótera? Nefndu nokkur dæmi. Og tiltaktu leikina sem eru framundan.
ábs
6.júlí 2013 kl.12:12
Svo ég setji þig ábs inní leikjaplanið hjá KR þá er Eyjaleikurinn næstur. Þar verður þjálfarinn líklega að spila sínu sterkasta liði en samt mönnum sem eru ekki þreyttir. Svo er það Stjarnan, annar erfiður leikur. Það var hinsvegar gullið tækifæri til að prófa fullt af leikmönnum í leikjum á móti Víkingi og Fylki. Þó einhverjar breytingar hafi verið gerðar þá var ekki gengið nógu langt. Menn eins og Þorsteinn, Torfi og Emil hefðu átt að fá sjensa og þá hefðu menn kannski komið aðeins hvíldari stemmdari í Evrópuleikinn. Ég treysti líka Emil og Þorsteini til að spila þess vegna stórleiki á móti ÍBV og Stjörnunni. Sumir leikmenn eru áskrifendur að sætum þarna og það er vont fyrir þá og það er vont fyrir liðið. Þetta sumar á Íslandi er stutt og fyrir liðið sem er í keppni á öllum vígstöðum er þetta mikið leikjaálag og það sjást þess strax merki núna hjá KR og það er rétt kominn júlí. Þjálfarinn má ekki verðlauna lélegar frammistöður með því að halda mönnum í starting eleven. Það verður að láta menn bera ábyrgð!!
Vaxtavextir
6.júlí 2013 kl.12:14
Ég hljóp aðeins á mig, eftir bikarleikinn er það Fram svo stjarnan. Fram-leikurinn er annar leikur þar sem hægt er að prófa eitthvað nýtt áður stórleikurinn á móti Stjörnunni er.
Vaxtavextir
6.júlí 2013 kl.13:23
Takk, en ég veit alveg um leikjaplanið. Gallinn er sá að Framararnir eru drullusterkir núna og mun betri en stigin gefa til kynna. Leikur þeirra gegn FH var mjög góður. Ég er alveg sammála þér að það verður að rótera liðinu eins og hægt er en ég held að það sé mjög vandasamt verk.
ábs
7.júlí 2013 kl.17:51
Þrír fastamenn hvíldir gegn Eyjamönnum: Kjartan Henry, Gary Martin og Guðmundur Reynir. Maður veltir því fyrir sér hvenær Óskar Örn verður hvíldur, maður vill ekki að álagsmeiðslin frá 2011 endurtaki sig.
ábs

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012