Svara þráð

Spjall

Vanhæfur til að stýra pepsí mörkunum? 30.júní 2013 kl.22:49
Er ég einn með þá skoðun að Hörður Magnússon er vanhæfur að stýra Pepsí mörkunum? KR eru lang efstir en samt tekst Herði að gera mig pirraðan með sinni ófagmannlegu umfjöllun. Sem betur fer eru hinir miklu betri.
Damus7
Kr30.júní 2013 kl.23:20
Mér finnst nú hörður hafa verið nokkuð ágætur undanfarið.
Jói kringur
30.júní 2013 kl.23:29
Hvað áttu við Damus7? Hvers vegna er hann vanhæfur? Hvað sagði hann í þættinum áðan sem var svona ófaglegt?
Helgi
30.júní 2013 kl.23:52
Mér finnst hann viljandi vera reyna að segja að Dómarar hjálpi KR en sleppir að sýna atriði sem halla á KR. Ég er líklegast enþá brenndur eftir umfjöllun hans hér um árið sem gerði það að verkum að dómararnir fóru að dæma á móti KR. Ef ég á að fara út í smá atriði þá get ég tekið 2 nýleg dæmi. Í leiknum í dag þá var í fyrstu umfjöllun sýnt þegar leikmaður Fylkis rennir sér og stoppar boltan með hendinni. Atvik sem ég sá ekki á vellinum en aðrir voru með mér voru vissir um víti. Hörður segir í útsendingu að erfitt væri að sjá þetta en raunin var að myndavélin náði þessu mjög vel og þetta var ekki tekið upp aftur í umfjöllunni um leikinn heldur einblínt á atvik sem dómarinn gerði mistök og KR græddi á því. Svo í síðasta leik þá var farið mjög vel ofan í víti sem KR átti ekki að fá en ef fagaðili væri að vinna verkið þá hefði hann spila aðeins lengur þar sem annar KR-ingur er líka feldur inn í teig. Án gríns þá, held ég að hann sé að reyna aðstoða FH-inga eins mikið og hann fræðilega getur. Við vitum öll hvernig hann var í lýsingu á Keflavík - Fram fyrir nokkrum árum þar sem hann klárlega hélt með öðru liðinu og fékk það í beinni þegar FH endaði sem sigurvegari. Hann getur einfaldlega ekki verið faglegur og unnið vinnu sína sem hlutlaus aðili. Hlutlaus er þessi maður ekki.
Damus7
1.júlí 2013 kl.11:45
Pepsi-mörkin er stórkostlegur þáttur og Höddi Magg er að gera frábæra hluti þarna. Hann er búinn að taka miklum framförum síðustu árin og orðinn virkilega góður þáttastjórnandi. Auðvitað getur hann ruglað stundum, hver gerir það ekki, og hann er grjótharður FH-ingur, það gerir þetta bara skemmtilegra og við eitthvað til að tala um. Ég held að Damus7 og fleiri mætir menn eigi að vera svona viðkæmir fyrir túlkunum hans á einstaka atvikum, þeir eru jú þrír þarna í útsendingunni og eru alls ekkert alltaf sammála um allt og þannig á það að vera, þeir að rökræða. Ekki myndi ég nenna að horfa á þetta ef þeir væru alltaf sammála og ég held að KR-ingar eigi núna að hætta að fara að leggja Hödda Magg í einelti.
Vaxtavextir
1.júlí 2013 kl.12:42
Skila alveg Damus en pepsi mörkin eru búin að vera óvenju hlutlaus þetta sumarið. Það þarf samt bara löngun eins þeirra bræðra til að búa til drama og þá geta þeir það í beinni útsendingu, eins og Hjörvar með sína KR samantekt 2011 um atriði sem falla með KR, eins og það eigi að sýna eitthvað þegar öðrum atriðum er sleppt. Það var aðallega þjálfari Fylkis sem vældi útaf KR og dómurum eftir leikinn. Höddi Magg á samt til að spóla yfir góð leiksatriði KR, en hjakkast í einhverjum hugsanlegum dómum sem falla hefðu átt gegn okkur. Einnig er KR leikurinn eiginlega alltaf fyrstur á dagskrá, sem er ekki kvörtunarefni, en ef umfjöllunin um leikinn sjálfan er áberandi stutt samanborið t.d. við FH umfjöllun í Pepsi mörkunum sem er yfirleitt í lengri kantinum, þá er það auðvitað verra ef menn eru að "rumpa" KR leiknum af. En það er eflaust ekki ætlunin.
KR_ERU_BESTIR
1.júlí 2013 kl.16:06
Finnst þáturinn fínn núna og ekki halla á KR en kannski breytist þetta ef KR nær miklu forskoti á FH. Þá er maður hræddur að sama muni gerast og sumarið 2011.
Staðreynd
3.júlí 2013 kl.21:54
Haldiði virkilega að Höddi Magg sjái um að klippa til leikina fyrir þáttinn? Það eru menn í vinnu við það að klippa til þá hluti sem markverðir eru.
Vilhjálmur
4.júlí 2013 kl.09:48
Ég er orðinn þreyttur á því að það sé alltaf verið að hlutgera okkur markverði, eins og við séum ekki nógu markverðir. Markverðir eru fólk, ekki hlutir! Farið að koma fram við okkur í samræmi við það. Fyrir hönd samtakanna Markverðir markverðir, Markús Vörður Markússon
Markús

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012