Svara þráð

Spjall

Heppnissigur, en sigur samt !!24.júní 2013 kl.10:51
Eftir að heyra Pétur þjálfara vera ánægðan með leik KR í fyrri hálfleik velti ég fyrir mér var ég á öðrum leik eða hef ég ekki vit á fótbolta ? Hef varla séð KR-liðið jafn slappt og andlaust og í fyrri hálfleik gegn ólsurum í gær, kannski vanmat en veit ekki, eins og menn nenntu þessu ekki. Sem betur fer skánaði þetta töluvert í seinni hálfleik án þess að geta talist ásættanlegt samt, það virtust allir leika undir eðlilegri getu en fannst samt Jónas Guðni lang skástur og auðvitað var mark Óskars gullfallegt pg þýðingarmikið.
Kalli
24.júní 2013 kl.10:54
Gleymdi að minnast á eina spurningu, getur virkilega verið að Bjarni fyrirliði sé svona mikilvægur í að stjórna leik KR að enginn annar geti stigið upp ? Baldur sem hefur verið sprækur í sumar átti óvenju slakan dag og svo ma´eiginlega segja um allt liðið, en kannski á maður ekki að vera að væla þetta úr því að sigur vannst, það er jú aðalatriðið, en finnst samt að menn verði að mótivera sig betur gegn svokölluðum "minni" liðum.
Kalli
24.júní 2013 kl.13:02
Sennilega er skýringin sú á slöppum leik KR að Víkingur Ó náði að klippa ákveðna leikmenn KR út og þeir sáust ekki.
ABC
24.júní 2013 kl.13:16
Stefán
24.júní 2013 kl.13:25
Sennilegasta skýringin er líklega sú að þarna hafi verið um algjört vanmat að ræða hjá leikmönnum KR og þá ekki síður Pétri sem hugsanlega hefur ekki búið liðið nægilega vel undir þennan leik. Það hafði þjálfari Víkings hins vegar greinilega gert af þvílíkri natni að honum tókst jú að klippa lykilmenn hjá KR svo út að skelfilegt var á að horfa. KR-liðið þarf einfaldlega að undirbúa sig helmingi betur fyrir leikinn á móti Fylki ef ekki á illa að fara.
Stefán
24.júní 2013 kl.14:19
Stundum eiga lið bara lélegan leik án þess að það þurfi að lesa mjög mikið í það. Já, við vorum heppnir að vinna þennan leik en mér finnst langlíklegast að það hafi þau áhrif á liðið að það mæti tvíeflt til leiks í næsta leik vitandi að svona spilamennsku gengur ekki til lengdar...
Stórveldið
24.júní 2013 kl.17:18
Sammála flestum, lélegur leikur, heppnis sigur, en ákveðinn karakter að vinna samt. Öll góð lið geta átt slæma leiki. Frábær mörk líka. Tvennt angrar mig þó: 1) Að KR virðist almennt eiga í erfiðleikum með að byrja leiki vel, fyrri hálfleikir alltaf lélegri og fáum oft á okkur mark. 2) Að Pétri finnist KR hafa leikið vel í þessum leik. Að mínu mati lék liðið illa og þarf að passa sig spila betur gegn betri liðum, annars fer illa.
Tommi
24.júní 2013 kl.17:28
En Tommi, þú segir að KR þurfi að passa sig að spila betur gegn betri liðum. En er Víkingur Ó ekki bara með betri liðum í deildinni, en verið óheppnir? Allavegana fannst mér spilamennskan þeirra öflug.
ABC
24.júní 2013 kl.19:24
KR kom ósamstillt til leiks öfugt við Víkinga sem komu til þessa að selja sig dýrt og berjast.Okkar menn hljóta að hafa lært af þessum leik og koma samstilltir til leiks á móti Fylki. Áfram KR
Vesturbæingur
25.júní 2013 kl.09:22
Eru menn ekki að lesa of mikið í þennan eina leik. Liðið hefur ekki tapað leik í deildinni, vann FH 4-2 og óheppnir að vinna ekki Breiðablik. Sigurinn á móti ÍA var aldrei í hættu og liðið var miklu betra en skaginn í þeim leik. Vissulega var leikurinn á sunnudaginn ekkert sérstakur en niðurstaðan var 2-1. Mér finnst það frábært hjá liðinu að vinna líka lélegu leikina sína og það er merki um karakter og gæði.
Andri
25.júní 2013 kl.10:13
Þetta var enginn heppnissigur. Sanngjarn sigur þar sem betra liðið vann. Það var hins vegar ekkert meira en svo. Það sem mér fannst hins vegar skrítið var að Jónas og Baldur áttu afleitan dag og lítið að gerast fram á við og leikstjórnandinn á bekknum en við vorum enn og aftur með Atla á kantinum.Af hverju er hann ekki notaður þar sem hann er bestur og sérstaklega þegar við erum í þessum vandræðum.
Bjarni
25.júní 2013 kl.19:41
Það var bara klassískt dæmi um leik þegar besta liðið mætir því lélegasta. Lélega liðið ætlar sér að gera svo mikið og aldeilis að sýna því besta að það geti keppt við það. Besta liðið hins vegar vissi að það gæti unnið þetta hvenær sem er og því ástæðulaust að vera að taka vel á því. Enda fór það svo lélega liðið kollkeyrði sig og gróf sína eigin gröf og besta liðið þakkaði fyrir sig. Niðurstaðan 2-1 sigur þar sem KR þurfti ekki að fara uppúr 1.gír allan leikinn....létt æfing. Það sem ég tek hins vegar úr þessu er leikur Gary Martins. Þú ert ekki búinn að gera mikið á þessu tímabili og þú færð svo æfingaleik, þá áttu að skora þrennu á fyrstu 60 mínútum og afgreiða leikinn. Í staðinn klúðraðru víti (ég tel þetta sem sjálfsmark markvarðarins enda liðu sirka 7 sekúndur frá því að Gary Martin tók spyrnuna og boltinn var í markinu...fyrir utan það hvað þetta var vandræðalega hlægilegt) og varst svo til ósýnilegur stærstan hluta leik. Hvað er hann að gera í treyju númer 7!?! Hann ekki sjöuna skilið....
Vaxtavextir
25.júní 2013 kl.21:44
Gary Martin er búinn að standa sig vel. Hann er vinnusamur, duglegur að hlaupa og truflar vel vörn andstæðinganna. Meðan eru aðrir leikmenn að skora og það er bara gott. Við vinnum boltan á miðjunni vegna manna eins og Gary Martin sem nennir að trufla og stuða varnarmenn andstæðinganna.
Andri
25.júní 2013 kl.22:24
Þú ert sem sagt sáttur svo framarlega sem hann er "vinnusamur, duglegur að hlaupa og truflar vörn andstæðinga," þó að hann skori ekkert og klúðri vítum og sé með 750.000 á mánuði? Iðnaðarmaður gæti gert þetta að hlaupa og trufla fyrir 150.000 kall á mánuði, myndi lauma inn marki meira að segja í opnum leik með...sem er meira en Gary Martin er að gera.
Vaxtavextir
26.júní 2013 kl.00:28
Ekki vera svona neikvæður "vaxtavextir" við erum efstir og Gary áeftir að skora slatta sannaðu til.
Kalli
26.júní 2013 kl.10:00
Hvaða rugl er þetta sem maður hefur séð hér oftar en einu sinni um að Gary Martin sé á einhverjum ofurlaunum, hvað þykjast menn hafa fyrir sér í þessu?
Stórveldið
27.júní 2013 kl.08:34
Hvað sem öllum vangaveltum líður, þá er það allavega mín ósk að sjá meistara Kjartan Henrý í byrjunarliðinu á móti Fylki. Er ekki Andri Ólafsson orðin góður fyrir nokkru, hvenar fáum við að sjá hann í byrjunarliðinu ?
Stefán
27.júní 2013 kl.11:02
Sömu menn og hraunuðu yfir Gaua Bald eru að væla yfir Gary. Efast um 750k töluna. Við erum taplausir.
ebeneser
27.júní 2013 kl.11:12
Fótbolti er liðsíþrótt sem snýst um að liðið skori mörk. Ef liðið er ekki að skora nægilega mörg mörk er ljóst að eitthvað er að sóknarleiknum. Þá er nærtækast að líta til sóknarmanna. Ef liðið er að skora nægilega mörg mörk er vandséð að gera þurfi breytingar á sóknarleiknum án sérstakrar ástæðu, svo sem vegna meiðsla eða leikbanna. Hins vegar verður að skoða það ef Kjarri er að verða almennilega leikfær, hvort og hvernig eigi að nýta hann. Gæði hans þegar hann er í formi eru svo mikil að það réttlætir fátt að geyma hann á bekknum.
Stebbi
27.júní 2013 kl.11:14
Sammála síðustu ræðumönnum. Auk þess virka Gary og Kjartan fínt saman, annar á kantinum og hinn á toppnum.
ábs
27.júní 2013 kl.11:18
Tek þó sérstaklega fram að núna eins og staðan er núna þá tel ég alls ekki að taka eigi Gary úr liðinu, finnst hann vera að spila vel. Það sem mætti helst skoða er að nota Atla á miðjunni ef Bjarni er meiddur. Setja þá Kjarra hægra megin frammi, þar sem hann stóð sig frábærlega sl. tvö ár. Svo er það miðvarðarstaðan sem Rúnar ætlaði að breyta fyrir þetta mót, en hefur ekki getað vegna meiðsla bæði hjá Andra og Brilla. Þó Grétar sé öflugur varnarmaður og góður sem slíkur, þá er ansi oft sem stendur tæpt þegar hann er með boltann. Maður er orðinn þreyttur á því að fá alltaf semi-hjartaáfall þegar hann leikur kúnstir sínar.
Stebbi
27.júní 2013 kl.12:23
Stebbi: Fótbolti er liðsíþrótt sem gengur útá að skora mörk?? Er það ekki nákvæmlega það sem KR eru búnir að vera að gera?
Eiríkur
27.júní 2013 kl.16:16
Jú, einmitt þess vegna tel ég ekki ástæðu til að breyta bara til að breyta.
Stebbi
27.júní 2013 kl.23:01
KR-liðið er búið að skora 20 mörk eða 2,5 mörk í leik. Næsta lið á eftir KR er FH með 17 mörk í 8 leikjum. Við erum með gott lið enda frábærir einstaklingar í liðinu. Það er gaman að horfa á liðið spila og ég treysti Rúnari og liðinu til að taka ákvarðanir um það hver á spila hvar.
Andri
28.júní 2013 kl.08:22
Vonandi verða sem flestir leikmenn KR á skotskónum uppi í Elliðaárdal á móti Fylki - Bara ef nógu sterkur vilji er fyrir höndum þá eiga leikmenn KR að geta sett inn fimm bolta þar.
Stefán
28.júní 2013 kl.10:05
Þrjú stig eru málið. Fylkismenn búnir að vera á krísufundum í vikunni og munu þjappa sér vel saman. Vona að KR-ingar fjölmenni í Árbæinn á sunnudag.
ábs
29.júní 2013 kl.21:02
Ókei, ég skal reyna að vera að jákvæður, það virðast allir vera svo jákvæðir þessa dagana, liðið er líka að vinna alla leikina. Það þýðir samt ekki að það megi vera gagnrýninn. Mér leikur forvitni á að vita þess vegna hvað er ásættanleg markaskorun hjá manni sem byrjar alla leiki í toppliði sem er að skapa sér fullt af færum í leik. Er í lagi að skora ekkert svo framarlega sem liðið vinnur alla leiki? Snúum þessu við: Væru menn sáttir við að hafa varnarmann í byrjunarliðinu sem laumaði inn nokkrum mörkum yfir tímabilið úr hornspyrnum en rynni reglulega á rassinn í vörninni, liðið væri samt að vinna alla leikina því það er með svo góða sókn að klúður varnarmannsins skiptu ekki máli? Ég held að svarið væri nei því þú getur bætt liðið með því að taka manninn úr liðinu. Liðið er ekki að vinna leikina útaf því að maðurinn er í liðinu, liðið er að vinna leikina þrátt fyrir að maðurinn sé í liðinu. En þetta er það síðasta sem ég skrifa varðandi þetta mál, í bili allavega. Gary Martin hefur gullið tækifæri til að þagga niður í mér með því að skora nokkur mörk á móti fallliði Fylkis.
Vaxtavextir
30.júní 2013 kl.22:33
Hann þaggaði niður þér í kvöld. Nú geturðu farið að tala um eitthvað annað.
ábs
1.júlí 2013 kl.00:01
Gary Martin orðinn markahæstur í Úrvalsdeild. Þetta heitir að þagga niður í mönnum með stæl.
Andri
1.júlí 2013 kl.00:59
"Vaxtavextir" nú þaggaði Gary aldeilis í þér og það var líka rétt sem ég spáði fyrir nokkrum dögum þ.e.a.s. að fljótlega myndi maðurinn raða inn mörkum, 3 stykki í kvöld og hann er marhæstur i efstu deild, þú hafðir rangt fyrir þér.
Kalli
1.júlí 2013 kl.01:06
já vaxtaverkir gary er búin að þagga niður í þér enda besti íslenski framherjinn í dag ég og rúnar og pétur höfum fulla trú á honum hann verður markahæðstur í lok sumarssins hætta að drula yfir KR frekar styjða það Áfram KR
Elli

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012