Svara þráð

Spjall

Trommur 21.júní 2013 kl.21:32
Mér fynst vanta svolítið upp á steminguna og hvernig væri að byrja bara aftur á byrjun og nota tromur til að keyra upp steminguna kr ingur .
Jói
21.júní 2013 kl.22:02
Þetta hefur verið rætt og niðurstaðan er að hafa trommubann áfram. Það er verið að reyna að mynda stuðningssveit neðst í stúkunni við miðju. Þeir sem hafa áhuga á að vera með þar þurfa að mæta í svarthvítu og planta sér á þetta svæði. Það má líka gjarnan senda tölvupóst fyrir leik á [email protected] - en sætin eru frátekin fyrir leik. Við reyndum þetta á móti Skaganum og það var frekar dauft, enda bara tíu manns. Reynum aftur á móti Vík. Ó.
ábs
trommur23.júní 2013 kl.13:09
NEI ÞAÐ ER EKKI MÁLIÐ
elli
23.júní 2013 kl.16:29
Hvað er ekki málið, Elli? Trommur?
ábs
23.júní 2013 kl.22:10
ábs, því ofar sem menn standa í stúkunni því betur berst hljóðið og stemningin. Allur söngur neðst er bara gal útí loftið. Legg til að þeir sem vilji styðja liðið standi áfram efst eins og gert hefur verið í mörg ár.
ebeneser
23.júní 2013 kl.22:10
ábs, því ofar sem menn standa í stúkunni því betur berst hljóðið og stemningin. Allur söngur neðst er bara gal útí loftið. Legg til að þeir sem vilji styðja liðið standi áfram efst eins og gert hefur verið í mörg ár.
ebeneser
24.júní 2013 kl.01:00
Farðu endilega efst, ebenesar, og syngdu með Miðjunni. Þeir stóðu sig mjög vel í kvöld. - Um að gera að hafa þetta fjölbreytt en ekki horfa á allt í gegnum rör.
ábs
24.júní 2013 kl.08:25
Ég var bara að gefa þér hljóðbærnislega ráðgjöf, það heyrist margfalt meira í þeim sem lætur í sér heyra efst. Stúkan er löng og flott og fullt af plássi á pöllunum. Það er síðan önnur umræða um það hversu óþarft það er að hafa tvo stuðningskjarna í sama stúkuhólfinu.
ebeneser
24.júní 2013 kl.08:25
Ég var bara að gefa þér hljóðbærnislega ráðgjöf, það heyrist margfalt meira í þeim sem lætur í sér heyra efst. Stúkan er löng og flott og fullt af plássi á pöllunum. Það er síðan önnur umræða um það hversu óþarft það er að hafa tvo stuðningskjarna í sama stúkuhólfinu.
ebeneser
24.júní 2013 kl.08:41
Miðjan var í miklu stuði í leiknum í gærkvöldi og við áhorfendur vorum óvenju líflegir, eitthvað annað en and og líflausir leikmenn KR, sem flestir léku langt undir getu og leti og einbeitingarleysi lak af þeim. Það verður þó ekki sagt um Óskar Örn Hauksson sem barðist eins og ljón allan tímann og Brynjar Björn sömuleiðis. Svo kom meistari Kjartan Henry inn á með mikinn kraft, en ég bara skil ekki hvað Pétur var lengi að hugsa þessar skiptingar.
Stefán
24.júní 2013 kl.10:48
Vil ekki sjá neinar helvítis trommur, bara small time í Keflavík svoleiðis bull, ég vil fá frið horfa á fótbolta fyrir vitleysingum Góður andi í stúkunni í gær, reif upp lélegt lið í líklegu jafntefli
thor
24.júní 2013 kl.11:03
ebenesar, mikið til í því sem þú segir en málið er nokkuð flóknara en þetta. Við ættum bara að ræða það prívat ef þú hefur áhuga, manni veitir ekki af góðum ráðum. Þú veist væntanlega hvar mig er að finna.
ábs
24.júní 2013 kl.11:23
Ef málið er svona flókið þá ert þú kannski persónulega að flækja það.
ebenes
24.júní 2013 kl.11:24
Að öðru leyti má fólk auðvitað gera það sem það vill (nema að tromma) og allur stuðningur er góður stuðningur, sama hvar í stúkunni hann er.
ebenes
24.júní 2013 kl.11:38
Nei, ég er ekki að flækja neitt. Gott að þú hefur skipt um skoðun. Stuðningur er líka fleira en söngur og það skiptir líka máli hvað leikmenn sjá þegar þeir koma inn á, ekki bara hvað þeir heyra. Í þessu erum við að vinna. Auk þess erum við að reyna að virkja fleira fólk en bara "rebela" og töffara (enda sjá þeir bara um það sjálfir) og fólk blandast misjafnlega vel saman í hóp.
ábs
24.júní 2013 kl.16:43
Skemmtilegt að sjá nýja viðbót í flóru stuðningsmanna. Eins gaman af nýju fánasveitinni sem skreytir stúkuna skemmtilega. En af því að ég er byrjaður er ekki kominn tími að skipta út þessu hörmungar "Heyr mín bæn" lagi. Það tekur enginn undir með þessu lagi og það væri miklu nær að hafa lagið hans Bubba sem inngöngulag. Þetta lag hefur ekkert með KR að gera.
krk
Einfalt25.júní 2013 kl.20:35
Þetta er sáraeinfalt. 1) Engar trommur, þetta á vera drifið áfram af söng og klappi. 2) Allir háværustu eftst þaðan berst hljóðið best eins og sumir hafa nefnt, Miðjan veit/vissi þetta og þess vegna voru þeir alltaf þar. Game, Set and Match.
Vaxtavextir
25.júní 2013 kl.22:37
Hvers vegna heyrist svona mikið í andstæðingum okkar þó að þeir planti sér neðst í stúkuna? Finnst manni það kannski bara af því maður vill ekki að það heyrist neitt í þeim? Ef Miðjan heldur áfram að mæta eins og síðast þá verður þetta magnað sumar í stúkunni. Allt hitt sem verið er að reyna að gera fyrir stemninguna er síðan bónus.
ábs
Sögulegt25.júní 2013 kl.22:41
ábs er á réttu róli. Allir sem hafa verið að mæta eiga að halda því áfram og draga nýja meðlimi með. KR á sjens á sögulegu sumri, stigameti í deildinni, bikartitli plús Evrópuævintýri. En til þess að hámarka árangurinn þarf stúkan að vera uppá sitt besta, syngja og tralla því hljóðið berst hvergi betur en í Frostaskjóli þegar stemmningin er í hámarki....og leikmenn finna það.
Vaxtavextir

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012