Svara þráð

Spjall

ÍBV - 7.júlí21.júní 2013 kl.17:07
Er einhver áhugi hjá mönnum að fara saman til Eyja 7.júlí??? Ég væri til í að heyra í þeim flestum sem eru tilbúnir að fara til Eyja 7.júlí, ég myndi skoða tildæmis tilboð af mat og drykk fyrir leik.. Koma svo.... áfram KR!!!!!!!
Friðgeir Bergsteinsson
Gaman að vita heildar kostnað...23.júní 2013 kl.16:40
Hvernig verður færð út í eyju o.s.fr...
Guðmundur
24.júní 2013 kl.00:53
Ég er til!
Sæmundur KAðalbjörnsson
1.júlí 2013 kl.16:01
Núna er vel yfir 10 manns að fara til eyja með ferðinni klukkann eitt til eyja og til baka eftir leik er ekki sjéns á að KR-Klúbburinn verði með eina rútu ferð þetta árið, því að þær hafa ekki verið núna síðan 2011... Rífið þetta í gang og splæsið í rútu undir okkur
KRFan#1
2.júlí 2013 kl.13:13
Það þarf 30 manns í rútuferðir, allar tilraunir í fyrra og í vor hafa verið misheppnaðar og bara kostað þá sem að standa óþarfa tímasóun. - En KR-ingar fjölmenna samt á útileiki. Myndið litla hópa og bjargið ykkur - eins og vanalega.
ábs
2.júlí 2013 kl.15:07
Þetta verður þvílíkur leikur. Ef KR vinnur er stærsta hindrunin úr vegi og frábær möguleiki á að taka double í sumar. Síðast þegar þessi lið spiluðu saman átti ÍBV ekki breik og ég held að þrátt fyrir baráttuanda Eyjamanna þá eru þeir bara númeri of litlir fyrir KR.
Vaxtavextir
2.júlí 2013 kl.15:18
Ég hef trú á að fyrri hluti þessa álagstíma sem nú er að hefjast verði mjög góður og KR-liðið slípist til. Spái því mjög góðum leik í Eyjum. Síðan er spurning hvernig álagið fer að bíta okkur seinni part mánaðarins. Spái líka bikarsigri í Eyjum en vonandi verður ekki framlenging.
ábs
3.júlí 2013 kl.14:06
Góð skilaboð til stuðningsmanna!! "Það þarf 30 manns í rútuferðir, allar tilraunir í fyrra og í vor hafa verið misheppnaðar og bara kostað þá sem að standa óþarfa tímasóun" Einmitt!! Til hvers er þá KR-klúbburinn ef ekki til að reyna að peppa stemmningu fyrir útileikjum?
Nari bumba
3.júlí 2013 kl.14:36
KR klúbburinn kynnir leiki í fjölmiðlum, t.d. á netinu, selur hamborgara og drykki, reynir að efla stemningu á heimaleikjum með ýmsum hætti (eins og þeir sjá sem mæta á völlinn), býður upp á kaffi í hálfleik, velur mann leiksins, stendur fyrir happdrætti meðal félaga í KR-klúbbum, og ýmislegt fleira. En KR-klúbburinn hefur ekki fengið fjárveitingu frá stjórn KR til að ferja fimm til tíu stuðningsmenn á útileikjum í rútur. - Vel má vera að við reynum aftur með rútuferð síðar ef hljómgrunnur er fyrir henni. Tilraunir í vor og í fyrra hafa hins vegar leitt tvennt í ljós: a) Fólk mætir vel á útileiki b) Fólk skráir sig ekki í rútuferðir. Menn eins og Nari bumba hefðu virkilega gott af því að taka að sér sjálfboðaliðastörf í íþróttafélögum, enda alltaf þörf fyrir áhugasama sjálfboðaliða.
ábs
3.júlí 2013 kl.15:07
Hvernig er verið að bæta stemningu á heimavelli? sem sagt ef að segjum 15 manns langi að fara saman á útileik í rútu stilla saman strengi þar og koma dýr vitlausir í stúkuna eftir góða upphitun ( Eitthvað sem að sumir ættu að prófa) og styðja liðið í 90 mín plús eins og hefur alltaf verið þegar að rútuferð er út á land. Ferðir uppá Skaga í Grindavík og Drulluvík.Þetta eru ferðir sem að menn gleyma ekki og þetta þéttir líka fólk saman í staðinn fyrir að sundra. Áfram KR
KFC.NR.8
3.júlí 2013 kl.15:18
15 er undir þeirri tölu sem okkur er heimilt að panta rútu fyrir. Auðvitað er þetta samt alltaf í endurskoðun og við sjáum til, það eru þrír mánuðir eftir af sísoninu. - En þeir sem hafa áhuga á að fara til eyja koma sér þangað, í hinu ýmsu hópum. Við höfum reynt að bæta stemningu á heimavöllum með því að veifa fánum inni á vellli í byrjun leiks, búa til litla sönggrúppu neðst í stúkunni, til að styðja við Miðjuna og fá stúkuna alla með - og segja má að það hafi tekist á móti Víkingi Ólafsvík. Á Valsleiknum verður prófað annað. - Síðan eru allar hugmyndir vel þegnar, sérstaklega ef menn eru til í að taka þátt í að hrinda þeim í framkvæmd.
ábs
3.júlí 2013 kl.15:20
Síðan vil ég bæta því við að mér finnst stemningin í heild hafa verið góð, bæði á heima- og útileikjum og er það aðallega almennum áhorfendum að þakka, sem og leikmönnum og þeirra góðu frammistöðu. En við þurfum öll að halda áfram að efla stemninguna og stuðninginn og lenda aldrei aftur í þeim andleysispytti sem einkenndi því miður tímabilið í fyrra hvað varðar áhorfendur.
ábs
3.júlí 2013 kl.15:22
Þetta er goslokahelgin í Eyjum. Endilega komið og kíkið á okkur, fáið ykkur öl og kíkið á sveitaballastemninguna. Takið trylltan dans með David James. það verða yfir 2000 snaróðir ÍBV aðdáendur á leiknum. Þetta er ÍBV sigur allan daginn.
Andri Eyjamaður
3.júlí 2013 kl.17:56
Halló heimur, hér er ég. Mér sýnist menn hafa nú gleymt hvernig Miðjan byrjaði. FYI þá var það Rútuferð upp á skaga sem var þess valdandi að Miðjukjarninn varð til. Ég skil ekki hvernig hægt sé að ganga til okkar fyrir leiktíð og biðja okkur um að mynda smá stemmningu þegar ekki er einusinni hægt að redda rútu fyrir ALLA útileiki. Ein rúta skiptir engu máli enda tekur það smá tíma til að búa til kjarna. En hvað veit ég?
Damus7
3.júlí 2013 kl.19:42
Ja, eins og ég segi, þá má alltaf skoða þesa hluti. En þátttaka í fyrstu rútuskráningum í vor var afar döpur, það sama var upp á teningnum í fyrra og raunar líka 2011 þó að farnar væru nokkrar ferðir. Samt sem áður hefur aðsókn og stuðningur á útileikjum verið nokkuð góð. Hins vegar held ég að þeir sem eru tjá sig um þetta hérna núna viti nákvæmlega hvar mig og Friðgeir er að finna og væri ekki bara æskilegast að við ræddum þessi og skyld mál á öðrum vettvangi en undir dulnefnum á þessum spjallþræði. A.m.k. meiri líkur á að eitthvað komi út úr því. En hvað veit ég?
ábs
5.júlí 2013 kl.13:23
Við erum byrjaðir að hugsa þessi rútumál upp á nýtt og stefnum á tvær svaðalegar hópferðir í september: Á Skagann og Ólafsvík. - Meira síðar.
ábs
5.júlí 2013 kl.13:35
Sýnist á öllu að leikurinn á móti Víkingi Ó sé á Fimmtudegi kl 17:30. Troðfull rúta líklega:)
Working girl
5.júlí 2013 kl.13:57
Já, en við erum ekki að tala um stóra rútu. Sjáum til. Skaginn er rakið dæmi.
ábs
5.júlí 2013 kl.14:21
það verður toppstuðningur útí eyjum á sunnudaginn. Það er á hreinu #DEYJAFYRIRKLÚBBINN
ebeneser
5.júlí 2013 kl.14:23
NÚMER 8, NÚMER 8, NÚMER 8 STÆKKA MÁLTÍÐINA NÚMER 8, NÚMER 8 STÆRRA GOS, MINNI FRÖLLUR STÆRRA GOS, MINNI FRÖLLUR ÉG ER JÓI POKI NÚMER 8, NÚMER 8
ebeneser
5.júlí 2013 kl.14:25
gott mál
ábs

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012