Svara þráð

Spjall

KV & KR10.júní 2013 kl.22:50
1) hvað borgar KV fyrir leigu á gervigrasi KR? 2) er pláss fyrir tvö lið í vesturbænum?
qwerty
11.júní 2013 kl.17:36
A- ekkert b-já
Balli
This town....11.júní 2013 kl.22:19
Er Vesturbærinn nógur stór til að rúma tvö álíka stór lið?
Vaxtaverkir (a.k.a. vaxtavextir)
11.júní 2013 kl.23:58
þessi félög eiga að vera tengd félög, eða þannig var það amk. Vonandi nær KV sínum markmiðum, en maður sér ekki hvernig KR græðir á þessu samstarfi þegar það er greinilega ekki lengur þess eðlis að KR getur sent yngri leikmenn til að fá reynslu, enda mjög sterkur hópur hjá KV. Menn mega ekki misskilja, vona að KV gangi vel en KR græðir ekkert á þessu samstarfi lengur.
qwerty
12.júní 2013 kl.09:52
KV sér um dómgæslu hjá 2. og 3. flokki KR. Það eru fjölmörg dómarastörf á hverju einasta ári. Í staðinn fær KV afnot af æfinga- og keppnisaðstöðu KR.KV hefur á hverju einasta ári verið með leikmenn á láni frá KR.Þá lék Atli Jónasson æfingaleik með KR um daginn vegna forfalla annarra markmanna.Þannig að, jú, bæði félög hafa notið góðs af góðu samstarfi öll árin.
KR
13.júní 2013 kl.22:55
það vita allir af þessu með domgæsluna sem er flott en lykilorð í svarinu þinu er "hafa notið goðs" í þatið þratt fyrir domgæsluna þa eru yngri leikmenn frá KR ekki að fara til KV og fá þar reynslu sem hjálpar þeim að meika það í KR eins og aður. KV er komið yfir það stig að mínu mati sem er flott hjá þeim Samstarf og tenging felaganna þar sem KR er feeder club fyrir KV a ekki rett a ser lengur ef ad 1) KV stefnir á að komast í fyrstu/efstu deild sem er bara samkeppni vid KR, 2) ef ad KV er ad selja arsmida og reyna ad lokka til sin sem flesta ahorfendur og vesturbæinga, þa er það ekkert annad en samkeppni vid KR um aðsokn, sama hvort menn ætla ser það eða ekki. þess vegna m.a. græðir KR ekki a þvi lengur að eiga samstarf við KV og gefa þeim aðgang að takmörkuðu æfingasvæði i vesturbænum þeim ad kostnaðarlausu
qwerty
14.júní 2013 kl.00:52
Þetta er mikill miskilningur hjá þér qwerty. Fyrir það fyrsta æfir KV ekki á takmörkuðu æfignasvæðinu í Vesturbænum þeim að kostnaðarlausu. KV skilar yfir hundrað dómarastörfum á ári til KR og KR gæti með engu móti mannað slík störf án KV. Það er staðreynt. Dómarastörf verða metin til fjár. Þannig hefur þetta verið í að verða 10 ár. Það hefur aldrei gerst að ungur leikmaður hefur verið lánaður yfir í KV, hann fengið dýrmæta reynslu og svo komið til baka inn í meistaraflokk KR. KV hefur hins vegar boðið KR slíkt en ekki hefur orðið af því. KR hefur þess í stað lánað leikmenn í Víking, Selfoss, Hött, Aftureldingu, ÍR og Víking Ólafsvík. KV hefur vissulega fengið leikmenn að láni frá KR en þeir hafa ekki spilað með meistaraflokki KR. Spurning hvort ekki væri nær að auka samstarf félaganna enn frekar þ.a. KR gæti komið að þjálfun þeirra leikmanna sem þeir lána yfir. KR og KV leika aldrei á sama tíma þ.a. KV er ekki að "lokka" til sín áhorfendur KR. 99% af stuðningsmönnum KV er harðir stuðningsmenn KR. Félögin hafa átt farsælt samstarf í 10 sem hefur reynst báðum vel.
KR
14.júní 2013 kl.10:10
KV getur varla farið upp í 1. deild og alls ekki í efstu deild þar sem áhorfendaaðstað er ófullnægjandi auk þess sem félagið heldur ekki úti yngri flokkum. KV er hins vegar frábær viðbót við knattspyrnumenninguna í Vesturbænum og megi samstarf KR og KV og gengi beggja liða blómstra sem lengst...
Stórveldið
14.júní 2013 kl.11:15
með þessum rokum hja þer "KR" þa gætu endalaus lið verið í vesturbænum og selta miða og arsmiða, en enginn i samkeppni um ahorfendur svo lengi sem þau spiluðu ekki a nakvaemlega sama tima. malið er að markaður fyrir iþrottaafþreyingu og fotboltaglap getur orðið mettur eins og annar markaður. Eru ekki nogu morg felog ad keppast um studningsmenn i þessari litlu borg? Grotta fær ekki einu sinni mætingu fra folki uti a nesi þvi margir þar halda med KR. Og nuna mæta ekki nokkrir argangar a KR leiki þvi 'netta' liðið i vesturbænum a ad vera KV. sidustu stjornir kr klubbsins mæta ekki sjalfar i frostaskjolid.
qwerty
14.júní 2013 kl.11:51
Þetta er nú óþarfa áhyggjur. Mæting á KV leiki hefur verið þetta um 150-200 manns á leiki. Þetta eru meira og minna harðir KR-ingar, leikmenn KR, starfsmenn vinir og vandamenn og stuðningsmenn gestaliðsins. Það er ekki verið að lokka menn burt frá KR og talandi um heilu árganganna þá er það bara ekki rétt. Talandi um síðustu stjórnir KR-klúbbsins sem mæta ekki á leiki þá skil ég það nú ekki alveg. Ef þú ert að tala um forsvarsmenn KV þá mæta þeir nú á KR leiki líkt og áður. Grótta og KV verða ekki borin saman. KV er borið uppi af KR-ingum og treystir á KR í starfi sínu. Félagið byggir á gagnkvæmu samstarfi félagana. Grótta er sjálfstætt félag í öðru bæjarfélagi. Hvað varðar það að KV geti ekki farið upp í 1. deild þá er engin skylda að vera með yngri flokka. Félagið þarf hins vegar að hafa fullnægjandi áhorfendaaðstæður en getur fengið aðlögunarfrest. Þetta er ekkert til þess að hafa áhyggjur af. Ef eitthvað er þá hefur KV tryggt það að fjölmargir ungir KR-ingar geta leikið knattspyrnu á heimavelli en þurfa ekki að fara í önnur lið. Með þeim hætti höldum við okkar strákum í frostaskjólinu.
KR
14.júní 2013 kl.12:44
Áfram KR, Áfram KV...Þetta er snilld hjá KV mönnum, gaman að halda með öðru liði samhliða stórveldinu... Frábært að geta fylgst með öðrum deildum af áhuga...Ekki þetta væl :)
GJ
14.júní 2013 kl.12:51
Hjartanlega sammála því að það er frábært að ungir KR-ingar sem ná ekki fótfestu í KR geti áfram spilað í Vesturbænum í svörtu og hvítu...
Stórveldið
14.júní 2013 kl.12:53
itreka að eg styð og vona innilega að KV takist að na markmiðum sinum. En menn verða að feisa staðreyndir lika, með aukinni þorf KV fyrir peninga (ahorfendur, sponsora osvfr), þa er kominn samkeppni milli felaganna hvort sem menn vilja það eða ekki. Allt sem fer i KV gaeti farið i KR, til að efla uppeldisstarfið m.a. hvernig eru fjarmalin hja KV? hvaða styrkir hafa fengist og kostnaður fallið vegna ferðalaga, leikmannahops osvfr? Timi, vinna og peningar sem farið hefur i þetta hefði bara sem dæmi getað farið í KR. Þarna keppa felogin tvö um sjalfboðaliða og styrki. Menn mega gera það sem þeir vilja, m.a. stofna fotboltafelag, en ekki segja að það se engin samkeppni þarna a milli þott hun se ekki yfirlist og hlytt se a milli manna.
qwerty
14.júní 2013 kl.20:14
Þetta er hárrétt hjá þér qwerty.... Þessi 25 þúsund kall sem KV fékk frá Melabúðini gerir víst mikið fyrir KR. Það er spurning um að leggja bara niður 5. flokk út af honum!
Lalli
15.júní 2013 kl.08:30
utgjold KV eru orugglega yfir milljon sem er gott og blessad en thad er fjarmagnad einhvern veginn. og menn mega alveg standa i thvi sem their vilja, eg hef mjog gaman af KV og fylgist med stodu lidsins enda er lidid ur vesturbaenum. en thegar menn eru med haleit markmid eins og KV, en saetta sig ekki vid ad vera feeder club i annarri eda thridju deild, tha spyr madur sig af hverju KR er ad studla ad sliku.
qwerty
16.júní 2013 kl.01:56
qwerty geturu ímyndað þér 11 uppalda KRinga labba inná völl og hugsa æi við erum bara feeder club?(sem mega ekki fara ákveðið ofarlega) Bæði lið eiga að vera á toppnum og ánægð með gengi hvors annars Vesturbærinn er mekka fótboltans og það er vel pláss fyrir 2 góð fótboltalið.Allir nema 2 til 3 í leikmannahópi KV eru uppaldir KR ingar og halda með KR.Ef þú ert að leggja til að KV flytji þá er það eitthvað sem KV getur alls ekki gert strax allavega og ég held að KR myndi líka tapa mikið á því.
Gestur
16.júní 2013 kl.02:02
Og ef þú ert að leggja til að KV haldi sig bara í neðstu deildunum þá þarftu að fá eitthvað annað en KR inga í liðið og KR myndi líka tapa á því.
Gestur
16.júní 2013 kl.10:28
Þetta er allt saman hrikalega vandmeðfarið. Flestir þessir strákar í KV eru uppaldir KR-ingar sem einfaldlega eru ekki nógu góðir til að spila meðal þeirra bestu. Það er erfiður biti að kyngja að í KR skulu vera nánast eintómir landsbyggðarleikmenn, Keflvíkingur,Grindvíkingur ,Húsvíkingur,Mývetningur,Grundfirðingur,Skagamaður, 2 Akureyringar,Vestmannaeyingur og einhverjir leikmenn KV auðvitað bitrir yfir því og foreldrar og vinir sömuleiðis. Þar eru hins vegar hætturnar fyrir KR. Ef foreldrar og vinir er fólk sem hefur völd og peninga til að hafa áhrif er fjandinn laus. En áfram KR og KV. Í augnablikinu stend ég með báðum. Ef hlutirnir fara úr böndum er það ekki spurning. Áfram KR.
Sbjorn
16.júní 2013 kl.11:49
sbjorn er natturulega ekki kr-ingur en allt i lagi, það er alveg uppalinn kjarni i KR og var það lika þegar við urðum islandsmeistarar. Eg styð bæði KV og KR svo thad se a hreinu. eina sem eg er ad velta upp herna er samstarf thessara felaga, en eftir þvi sem KV gengur betur og betur eru einfaldlega meiri likur a thvi ad Jon Jonsson, Kaplaskjolsvegi, hugsi "heyrdu eg fer a KV-HK" i kvold, en daginn eftir hugsar hann "eg eyddi pening i gær i miða a KV leikinn og stoð a vellinum í tvo tima, eg sleppi KR-Vikingur Olafsvik i kvold". Það er ekki endalaus eftirspurn eftir fotbolta þott hun hafi verið mikil i vesturbænum og þetta eina tilvik Jon Jonsson er birtingarmynd samkeppni sem oumdeilanlega myndast, sama hvort menn viðurkenna það eða ekki. haleit markmið KV eru snilld en það sem kveikir ahyggjur manns er hvort að það se rymi þau haleitu markmið og fyrir KR i sama litla en þettbyggða hverfinu.
qwerty
16.júní 2013 kl.11:49
sbjorn er natturulega ekki kr-ingur en allt i lagi, það er alveg uppalinn kjarni i KR og var það lika þegar við urðum islandsmeistarar. Eg styð bæði KV og KR svo thad se a hreinu. eina sem eg er ad velta upp herna er samstarf thessara felaga, en eftir þvi sem KV gengur betur og betur eru einfaldlega meiri likur a thvi ad Jon Jonsson, Kaplaskjolsvegi, hugsi "heyrdu eg fer a KV-HK" i kvold, en daginn eftir hugsar hann "eg eyddi pening i gær i miða a KV leikinn og stoð a vellinum í tvo tima, eg sleppi KR-Vikingur Olafsvik i kvold". Það er ekki endalaus eftirspurn eftir fotbolta þott hun hafi verið mikil i vesturbænum og þetta eina tilvik Jon Jonsson er birtingarmynd samkeppni sem oumdeilanlega myndast, sama hvort menn viðurkenna það eða ekki. haleit markmið KV eru snilld en það sem kveikir ahyggjur manns er hvort að það se rymi þau haleitu markmið og fyrir KR i sama litla en þettbyggða hverfinu.
qwerty
16.júní 2013 kl.11:52
"Vesturbærinn er mekka fótboltans og það er vel pláss fyrir 2 góð fótboltalið." sagði Gestur herna fyrir ofan, og þessu er eg bara osammala. Ad þvi gefnu ad vid seum ad tala um lid i 1. eda efstu deild, þa er ekki plass fyrir tvo þannig felog i vesturbænum an þess ad annad felagid tapi klarlega. menn hljota ad sja þad, þvi þad er varla plass fyrir toppfelogin i allri Rvk eins og þad er nuna. Lid eins og fylkir med heilt hverfi er a kupunni og stendur mjog illa. bara sem dæmi.
qwerty
16.júní 2013 kl.14:51
Ekki kr-ingur? Hvað er ég þá? En er ekki leikur í kvöld? KR:ÍA. Er ekki kominn tími til að tala um hann frekar en þess vitleysu?
Sbjorn
16.júní 2013 kl.21:41
Eitthvað verða Kr-ingar að fara ekki fá þeir að leika bara keypt og keypt.
Balli
17.júní 2013 kl.00:22
Sbjorn ég held að það séu mjög fáir bitrir yfir því að vera í KV.Þetta eru strákar með hæfileika sem hafa einungis ánægjuna og stoltið af því að spila fótbolta í Vesturbænum.Ef að KR fer í eitthvað þrot við að ungir KR ingar sem spila í vesturbænum í svörtu og hvítu á KR velli hafi metnað til að ná langt og vinna alla leiki (eins og þeim var kennt)þá er það miður en ég held að það gerist ekki í bráð allavega.Þetta er bara auka heimaleikur fyrir bæði lið 2015.
Drengur
17.júní 2013 kl.20:08
Held að við vesturbæingar getum verið stoltir af KV og þetta er bara jákvætt, það að afsprengi KR sé búið að ná þetta langt sýnir bara að Vesturbærinn er mekka fótboltans á Íslandi :)
Káerrr

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012