KR gert að mæta æfingalausir í stórleik gegn Val

KR-liðið er nú í sóttkví eftir að hafa komið til landsins hálftíma eftir að hertar reglur um skimun á landamærum tóku gildi, eftir leikinn gegn Celtic í undankeppni Meistaradeildarinnar. Lið geta sótt um vinnusóttkví sem gerir þeim kleift að æfa. Slíkt var ekki í boði þegar KR fór utan og hefur liðið því ekki sótt um vinnusóttkví. Leikmenn geta ekki æft saman. 
 
Leik KR og Vals sem fara átti fram á laugardag hefur verið frestað til miðvikudagsins 26. ágúst. En það er daginn eftir að KR liðið má byrja að æfa. 
 
Allir hljóta að sjá að þetta getur ekki gengið. Við bíðum þess að annar leiktími verði fundinn á þennan leik. 
 
 

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012