Mikil vonbrigði

  „Mikil vonbrigði,“ sagði Atli Sigurjónsson í viðtali við KR-útvarpið rétt eftir leik KR og Fjölnis en leiknum lauk með jafntefli 2-2.  „Það á að vera nóg fyrir okkur að skora tvö mörk,“ sagði Atli jafnframt, sem var mjög óánægður með að KR skyldi hafa fengið á sig tvö mörk á heimavelli gegn botnliði Fjölnis.
 
KR sótti mun meira í leiknum en gestirnir fengu líka hættuleg færi. Fjölnir komst yfir á 17. mínútu en Pálmi Rafn jafnaði tveimur mínútum síðar. 
 
Atli Sigurjónsson skoraði glæsilegt skallamark er rúmlega 25. mínútur voru eftir af leiknum en því miður jöfnuðu Fjölnismenn fjórum mínútum síðar og þar við sat. 
 
Næsti leikur er gegn KA fyrir norðan á sunnudaginn. 
 

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012