KR - Fjölnir á miðvikudagskvöld

 KR og Fjölnir eigast við í áttundu umferð Pepsi Max deildarinnar á miðvikudagskvöld, á Meistaravöllum, og hefst leikurinn á nokkuð óvenjulegum tíma, eða kl. 20.15. Hér mætast toppliðið og botnliðið og því þýðir ekkert að fara í felur með það að okkar menn eru sigurstranglegri. Fjölnir hefur gert tvö jafntefli og tapað fimm leikjum en KR er á toppnum, hefur tapað einum leik og unnið sex. 
 
En enginn leikur er unninn fyrirfram og ef menn vanmeta andstæðinginn er voðinn vís. Ef okkar leikmenn leggja sig alla fram og stuðningsmenn láta ekki sitt eftir liggja eru miklar líkur á að toppsætið verði okkar áfram eftir þennan leik, í bili. 

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012