Toppslagur í Árbænum

Fylkir og KR eigast við á Árbæjarvelli á sunnudag kl. 17:30. Liðin skipa nú tvö efstu sætin í deildinni, bæði eru með 12 stig, Fylkir eftir 6 leiki en KR eftir 5. Fylkismenn gerðu sér lítið fyrir og unnu FH á útivelli í síðustu umferð og eru til alls líklegir. KR vann frábæran sigur gegn Breiðablik eins og fólk man. 
 
Rétt er að hafa í huga að það lið sem hefur tapað fæstum stigum í deildinni og er enn taplaust er Stjarnan, en liðið hefur aðeins leikið 4 leiki vegna sóttkvíar fyrr í sumar. 
 
KR hefur alla burði til að verja Íslandsmeistaratitilinn í ár en það er enn allt of snemmt fyrir spádóma. Það er um að gera að njóta augnabliksins og mæta á þennan spennandi toppslag. Fylkismenn verða með líflega upphitun og það má búast við frábærri stemningu á leiknum. 
 
 
 
 
 

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012