Hægt að stilla upp sterku liði í stórleiknum

 KR og Breiðablik eigast við í stórleik sjöttu umferðar Pepsi-Max deildarinnar á mánudagskvöld. kl. 19.15 á Meistaravöllum. Fyrir leikinn eru Blikar efstir með 11 sig eftir 5 leiki, en þeir hafa unnið þrjá leiki og gert jafntefli í síðustu tveimur leikjum sínum. KR er með 9 stig eftir fjóra leiki, tapaði illa gegn HK en hefur lagt að velli Val, ÍA og Víking. Staðan í deildinni er opin, eins og eðlilegt er eftir fáar umferðir, en ljóst að sigrar í næstu leikjum myndu færa KR í mjög sterka stöðu, og tapleikir að sama skapi valda hrapi niður töfluna, að öllum líkindum. 
 
Samkvæmt áreiðanlegum heimildum er meiðslastaðan í liðinu nokkuð góð. Finnur Tómas er við það að verða heill aftur en Aron Bjarki hefur raunar fyllt hans skarð með prýði í miðverðinum. Kennie Chopart, sem borinn af meiddur af velli eftir að hafa orðið fyrir grófu broti í leiknum gegn Víkingi, er heill og hefur æft alla vikuna. 
 
Arnþór Ingi Kristinsson sem einnig fór meiddur út af í Víkingsleiknum er líka alheill. 
 
Það er því fyllsta ástæða til bjartsýni gegn sterku og frísku liði Blika, því ástandið á leikmannahópnum virðist í heild nokkuð gott þó að vissulega stríði einhverjir leikmenn við meiðsli. 

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012