Matarveisla og stórleikur á Meistaravöllum

KR og Víkingur eigast við í fjórðu umferð Pepsi Max deildarinnar á Meistaravöllum á Laugardag kl. 17. Bæði liðin unnu góða sigra í síðustu umferð, Víkingur lögðu FH 3-1 í Víkinni og KR vann góðan útisigur á ÍA, 1-2. KR hefur haft betur undanfarið í viðureignum liðanna en það hafa verið naumir sigrar og má búast við hörkuleik á laugardag. 
 
Glæsileg upphitunarhátíð verður á laugardaginn og verður matartorg opnað kl. 15. Um það segir eftirfarandi á Facebook-síðu KR - Knattspyrnufélag Reykjavíkur:  
 
 
Meistaraslagur á Meistaravöllum

“Tailgate” fyrir leik með delúx borgurum, vængjum og kóreskum steikartaco-um

Bikarmeistararnir í Víking mæta á laugardaginn á Meistaravelli og verður öllu tjaldað til fyrir leik til að gera þetta að alvöru meistaraslag.

Klukkan 15:00 opnar KR nýtt “fan zone” á svæðinu þar sem verða bæði fljótandi veigar í boði Viking og Heineken sem og hágæða veitingar, eldaðar tailgate style af nokkrum hörðum KR matgæðingum sem mæta með grillin á svæðið og búa til tryllta stemningu.

KR vill gjarnan bjóða alla Vesturbæinga, sem og Víkinga, velkomna á KR svæðið. Mætum með alla fjölskylduna tímalega í sólskinið á Meistaravöllum, njótum þess að sjá vini og nágranna, borða góðan mat og gerum sannkallaða bæjarhátíð í Vesturbænum. Ekkert gjald er til að komast inn á svæðið en stórleikurinn hefst síðan kl. 17 fyrir þá sem vilja. Hlökkum til að sjá sem flesta.

Maturinn sem verður boðið uppá er ekki af verri endanum en þar verður boðið uppá:

Delúx borgarinn
Hann samanstendur af 140grömmum af grófhökkuðu brisketi með 25% fínhakkaðri fitu í lungamjúku kartöflubrauði. Á borgaranum er væn sneið af stóra Dímon, rifsberjahlaup, lambhagasalat, bufftómatar, beikon og góð sletta af leynisósunni.

KR-borgarinn
Þessi klassíski verður að sjálfsögðu á sínum stað fyrir þá sem vilja enda klikkar sá borgari aldrei.

Kóreskir steikartaco-ar - Bulgogi style
KoMex taco-ar geta vart klikkað.
Á taco-ana fer nautasteik maríneruð í 24 tíma í sojasósu, sesamolíu og alls kyns góðgæti skorin í strimla og grilluð og þeir svo toppaðir með fersku rauðkáli, siracha-límónu majónesi, avokadósneiðum, fersku kóríander og lime.

Grilluð nautamjöðm
Alvöru nautasteik maríneruð í Caj P grillolíu og svo skellt á grillið. Með henni eru svo stökk PikNik kartöflustrá og kaldri sósu. Þessi steinliggur með einum brakandi köldum frá Viking.

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012