Stórleikur á Skaganum - Arnór Sveinn snýr aftur

KR mætir ÍA á Skaganum í kvöld kl. 19.15 í þriðju umferð Pepsi Max deildarinnar. Eftir slæmt tap gegn HK í síðasta leik er gífurlega mikilvægt að ná sigri á Skaganum í kvöld til að dragast ekki aftur úr í toppbaráttunni. Nokkur meiðsli hafa herjað á leikmannahóp KR-liðsins undanfarið.
 
Af þeim málum eru þó líka góðar fréttir því samkvæmt heimildum síðunnar er Arnór Sveinn Aðalsteinsson orðinn heill og leikur því væntanlega gegn ÍA í kvöld. HInn aðalmiðvörðurinn. Finnur Tómas Pálmason, er hins vegar enn meiddur. Líklegt er að Aron Bjarki og Arnór Sveinn myndi miðvarðarparið í þessum leik. 
 

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012