Fagmennska og barátta

KR vann sanngjarnan baráttusigur gegn Val í opnunarleik Pepsi Max deildarinnar. 0-1 urðu lokatölurnar fyrir gestina. Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu en KR hafði frumkvæðið og var ívið betra. Frábær stemning var á leiknum og stuðningsmenn KR voru framúrskarandi í kvöld.
 
KR náði frumkvæði í leiknum í byrjun og stórnaði spilinu. Færi létu þó á sér standa þrátt fyrir fyrir nokkra vænlegar sóknir. Valsmenn komust síðan betur inn í leikinn og fyrsta dauðafærið var þeirra er Patrick Pedesen fékk boltann frír inni í teig en Beitir varði frábærlega frá honum. Beitir átti frábæran leik í kvöld og greip afskaplega vel inn í hvað eftir annað. 
 
Annar leikmaður sem átti frábæran leik var Óskar Örn Hauksson. Nokkrum mínútum eftir dauðafæri Valsmanna skoraði hann það sem reyndist vera sigurmark leiksins. Kennie Chopart átti þá frábæra fyrirgjöf og Óskar Örn var vel staðsettur nálægt fjærstönginni, þar sem henn stökk upp á hárréttu augnablikiog skallaði í markið. 
 
Trylltur fögnuður braust út á meðal stuðningsmanna KR sem létu vel í sér heyra allan leikinn. 
 
Valur pressaði nokkuð þar sem eftir lifði hálfleiksins og Haukur Páll fékk gott færi undir lokin en skaut yfir. 
 
KR-ingar mættu sterkari til leiks í síðari hálfleik. Kennie átti eftur frábæra fyrirgjöf á þriðju mínútu síðari hálfleiks, Pálm Rafn fékk boltann inni í teig en Hannes Þór varði frá honum. Dauðafæri. 
 
Á 63. mínútu átti Atli Sigurjónsson síðarn frábært skot fyrir utan teig sem Hannes varði naumlega í horn. 
 
Barátta einkenndi það sem eftir lifði leiks og Valsmenn ógnuðu marki okkar ekki mikið. 
 
Frábær byrjun á Íslandsmótinu, þrjú stig á líklega erfiðasta útivelli landsins. 
 
Margir áttu góðan leik í kvöld og auk Beitis og Óskars Arnar má nefna Atla Sigurjónsson. 
 
Næsti leikur okkar manna verður á heimavelli gegn HK næsta laugardag kl. 18
 
Þá verður þessi vefur farinn í frí sem stendur til 1. júlí
 

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012