Valur - KR laugardagskvöld kl. 20

Opnunarleikur Pepsi Max deildar karla árið 2020 verður á Origo-vellinum að Hlíðarenda á laugardagskvöld kl. 20. Þar eigast við Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára, Valur og KR. KR vann síðasta leik liðanna á þessum velli í fyrrahaust, 1-0, og tryggði sér þá Íslandsmeistaratitilinn. Ekki hafði gengið sérlega vel á þessum útivelli næstu ár á undan en leikirnir 2018 og 2017 töpuðust. 
 
Í spám flesta sparksérfræðinga og fjölmiðla fyrir mótið er Val spáð efsta sæti og KR öðru sæti. Við KR-ingar ætlum okkur að sjálfsögðu toppsætið. Þess má geta að fáir spáðu KR titlinum í fyrra en annað kom á daginn. 
 
 

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012