KR meistarar meistaranna

KR vann Víking í kvöld í árlegum leik Meistarakeppni KSÍ á milli Íslands- og bikarmeistara síðasta ár. Fór leikurinn, sem leikinn var á Meistaravöllum, 1-0 fyrir KR. Kennie Chopart skoraði markið eftir um hálftíma leik. 
 
KR-ingar voru sprækir í kvöld og höfðu töluverða yfirburði framan af fyrri hálfleik. Leikurinn jafnaðist þó er líða tók á hann. 
 
Leikurinn lofar góðu fyrir komandi Íslandsmót en KR mætir Val að Hlíðarenda í fyrsta leik, næstkomandi laugardagskvöld. 
 

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012