Meistaraleikurinn er á sunnudagskvöld

KR og Víkingur mætast í hinum árlega leik í Meistarakeppni KSÍ, milli ríkjandi Íslandsmeistara og bikarmeistara. KR er Íslandsmeistari 2019 og Víkingur bikarmeistari. Leikurinn fer fram á heimavelli KR á Meistaravöllum sunnudagskvöldið 7. júní og hefst kl. 19:15. 
 
Eitt þúsund áhorfendur geta komið á leikinn án þess að reglur samkomubanns séu brotnar en hleypt er inn í fimm hólfum, hverju 200 manna. 
 
Í viðtali við Krreykjavik.is í vikunni gaf Beitir Ólafsson markvörður í skyn að leikurinn væri yrði nokkur prófsteinn á stöðu KR-liðsins núna sem hefur sýnt slaka tilburði í æfingaleikjum undanfarið. Þessi leikur sé general-prufan fyrir Íslandsmótið en Pepsi-Max deildin hefst með leik KR og Vals að Hliðarenda laugardagskvöldið 13. júní. 
 
KR vann báða leikina gegn Víkingum í fyrra, naumlega þó, 1-0 urðu lokatölur í báðum leikjum. 

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012