Styttist í mót - krreykjavik.is í sumar

Krreykjavik.is vaknar óvenjuseint úr vetrardvala að þessu sinni vegna kórónuveirunnar. Pepsi Max deildin hefst vanalega í lok apríl en að þessu sinni verður fyrsti leikurinn þann 13. júní er Valur tekur á móti Íslandsmeisturum KR að Hlíðarenda. Hugsanlegt er raunar að þeim leik verði seinkað þvi þann 15. júní taka gildi frekari tilslakanir á samkomubanni þar sem gert er ráð fyrir 1000 manna hámarki. Það skýrist á næstunni. 
 
Fyrsti heimaleikur KR verður laugardaginn 20. júní þegar við tökum á móti HK. 
 
Skömmu eftir hvítasunnuhelgi birtist viðtal við Beiti Ólafsson markvörð KR á þessari síðu. Viðtalið verður tekið á þriðjudagskvöld og gæti dottið inn þá. Saga Beitis hjá KR er ævintýri líkust, hann kom inn í liðið sem neyðarredding á miðju tíma bili 2017 en tímabilið 2019 var hann besti markvörður deildarinnar og átti sinn þátt í glæsilegum sigri KR á Íslandsmótinu. 
 
Leiknum gegn Val verða gerð skil en vefurinn fer síðan því miður aftur í stutt frí vegna innanlandsferðlags síðuhaldara. Krreykjavik.is lifnar síðan við að nýju í kringum mánaðamótin júní/júlí og verður á fullum dampi út Íslandsmótið, en því lýkur í október. 

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012