Þjálfarar meistaraflokka karla í körfubolta og knattspyrnu, þeir Finnur Stefánsson og Rúnar Kristinsson, halda fund með stuðningsmönnum í KR-heimilinu á föstudaginn kl. 12. Farið verður yfir verkefni framundan og stöðuna á liðunum. Mexíkósk kjúklingasúpa, brauð og kaffi verða í boði á 1.000 kr.
Úrsitakeppnin er handan við hornið hjá körfuboltaliðinu sem hefur unnið titilinn fjögur síðustu ár. Pepsi-deildin hefst síðan skömmu fyrir lok apríl en KR hefur ekki unnið Íslandsmeistaratitilinn síðan 2013 og bikarinnar síðan 2014.
Stuðningsmenn eru hvattir til að fjölmenna á fundinn og spyrja þjálfarana.
Þeir sem hyggjast mæta eru beðnir um að senda tölvupóst á netfangið sveinbjorn@kr.is svo hægt sé að áætla fjölda.