Svara þráð

Spjall

Hvað er að frétta?6.október 2012 kl.17:22
Hvað er að frétta og þá meina ég í alvöru. Ekki bara getgátur. Er ekki kominn tími til að fá eitthvað að frétta frá stjórnaarmönnum um hvernig staðan er á leikmönnum og þjálfurum. Er t.d. eitthvað til í því að Rúnar sé að fara? Ef ekki, væri þá ekki allt í lagi að fá að vita það? Er eitthvað að marka fréttir um að Atli sé að fara norður? Ef ekki væri gaman að fá að vita það. Eru einhverjir að fara? þá hverjir. Hvernig er staðan á Hauki,Kjarra og Gunnari sem hafa veriða meiddir osv.frv. Leyfið okkur að fylgjast eitthvað með ef hægt er.Það er það minnsta sem við stuðningsmenn förum fram á.
Jonni
8.október 2012 kl.15:50
Tek undir með Jonna hvað er að frétta með liðið og fá þeir leikmenn sem eru að renna út nýja samninga við liðið og eru eitthverjir aðrir á förum?
David Winnie
9.október 2012 kl.00:14
Tímabilið var að enda, slakið á. Svo verður Rúnar að sjálfsögðu áfram með liðið. Þeir sem vilja hann ekki áfram eru ekki heilir á geði.
sverrir
9.október 2012 kl.09:42
Sé það satt að Stjarnan sé að fá Loga Ólafs til sín, þá er metnaður þeirra í Garðabænum á virkilega lágu plani verð ég að segja, með fullri virðingu fyrir Loga samt. Þá gæti losnað um nokkra leikmenn Stjörnunnar.
Stefán
9.október 2012 kl.20:48
Hvern átti Stjarnan samt að ráða? Willum? Njál Eiðsson kannski? Þessi þjálfaramarkaður er bara alveg illilega staðnaður.
sverrir
9.október 2012 kl.22:44
Það liggur við að réttar hafi verið að ráða Mána Pétursson sem þjálfara liðsins eða þá að Þorlák Árnason.
KR-ingur frá 1899
10.október 2012 kl.08:23
Magnús Gylfason á leið til Valsara ? Hélt að honum þætti kanski vænt um að fá launin sín greidd, svo að ?
Stefán
10.október 2012 kl.08:52
Hvern fjárann kemur okkur við hvert Logi, Maggi eða einhverjir aðrir eru að fara. Ég skil hins vegar ekki af hverju menn í klúbbnum geta ekki svarað því hvort það er 100% að Rúnar verði áfram hjá okkur. Hann á einfaldlega að skrifa hér sjálfur eða á kr.is og segja okkur það,nema annað sé á döfinni! Það getur vel verið að ekki sé tímabært að segja frá hvað stendur til með einstaka leikmenn, en þjálfaramál hljóta að vera forgangsatriði og liggja ljós fyrir.
NN
10.október 2012 kl.10:27
Rúnar á 1 ár eftir af 3 ára samningi. Þetta liggur alveg ljóst fyrir.
Skarphéðinn
10.október 2012 kl.11:50
NN, okkur kemur það að sjálfsögðu við hverjir þjálfa mótherja okkar hverju sinni
Stefán
10.október 2012 kl.12:12
Týpískt hjá stuðningsmönnum KR að byrja á því að níða skóinn af þjálfurun annarra liða sem þeim kemur akkúrat ekkert við.
Guðrún
10.október 2012 kl.20:44
Anda rólega með nefinu Rúnar verður ábyggilega áfram nema hann fái gott tilboð erlendis frá.Er enn rúmt hálft ár í að nýtt mót hefjist nógur tími til stefnu og ekki tilefni til mikilla breytinga á leikmannahóp og alls ekki fara í dýr innkaup vantar miðvörð og huganlega miðjumann. Ps þó að það skipti ekki okkur höfuðmáli hverjir þjálfa önnur lið að mínu mati. þá er stuðningsmönnum KR frjálst að hafa sýnar skoðanir á því, sorry sé ekkert níð hérna í skrifum smá skot sambandi við Magga og Loga þola það örugglega báðir.
Vesturbæingur
11.október 2012 kl.14:27
Er einn okkar bestu leikmanna á leið í Stjörnuna ??
Kalli
11.október 2012 kl.15:27
Einn okkar bestu leikmanna? Þú ert væntanlega ekki að tala um Viktor Bjarka? http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=134819 Bless, sjáumst...good riddance!
Bobbi
11.október 2012 kl.17:27
http://fotbolti.net/fullStory.php?id=134825 Og Ingólfur í Val,,, hvað er að gerast ? reyndum við að fá hann aftur ?
Krummi
11.október 2012 kl.21:01
Það verður skarð fyrir skildi ef Viktor fer frá KR. Hann lét kónginn Bjarna líta vel út í sumar.
Gunnar
11.október 2012 kl.21:25
Viktor er kannski kominn að endamörkum í KR þó ég sé ekki sammála mörgum sem hafa viljað kenna honum að miklu leyti um hrunið sem varð í lokinn.En við eigum Egill Jónsson sem gæti fyllt skarð hans á miðjunni.
Vesturbæingur
11.október 2012 kl.21:28
Egil Jónsson!! LOL!
Bobbi
12.október 2012 kl.09:08
Egill Jónsson er örugglega fínn knattspyrnumaður, en ég hef aldrei séð hann spila neitt sérlega vel fyrir meistaraflokk KR.
Stefán
12.október 2012 kl.16:04
Hef verið að velta fyrir mér ástæðu fyrir hruninu mikla seinni parts sumars hjá strákunum okkar, getur verið að missirinn af Gauja Bald og Skúla Jóni hafi verið stórlega vanmetinn svona eftir á að hyggja ?, fengum að vísu 2 unga og efnilega leikmenn en varla við því að búast að þeir fylltu skarðið að fullu.
Kalli
12.október 2012 kl.16:53
Kalli er sammála þér missir Gauja og Skúla Jóns var of stórbiti þeir sem komu í stað þeirra fylltu þau skörð ekki + meiðsli Kjartans og brotthvarf Óskars Arnars í ágúst.
Vesturbæingur
12.október 2012 kl.18:31
Ég sá að þessi þráður snerist um það hvort KR myndi svara einhverju um það hvað væri að gerast í fótboltanum í KR. Þeir hafa valið að svara því engu.Það er vont en.... Kalli talar um 2 unga leikmenn? Við fengum ekki 2 unga leikmenn heldur 5 unga frábæra leikmenn. Emil "93,Þorstein "90, Hauk "91, Gary "90 og Atla "91. Framtíðin í KR er björt með þessa frábæru leikmenn innanborðs. Að mínu mati eru þessir leikmenn ekki bara ungir og efnilegir leikmenn, þeir eru einfaldlega ungir og góðir leikmenn sem við eigum hikstalaust að treysta og nota.
KR stuðningsmaður
16.október 2012 kl.15:31
Gunnleifur búinn að fá nóg af FH-mafíunni
Stefán
17.október 2012 kl.05:09
Í sambandi við landsliðið, er Stebbi meiddur eða er hann bara ekki einn af þessum þremur markvörðum?
kári
æfingar17.október 2012 kl.14:29
Það væri gaman að sjá ef að leikmennirnir myndu taka æfingar svipaðar og Brynjar Jökull, okkar efnilegasti skíðamaður er að stunda um þessar mundir. Kæmu án efa sterkir inn í sumarið.
Hjörtur Sigurðsson
17.október 2012 kl.21:21
Skiptir ekki máli eru mjög spennandi tímar að koma á Hlíðarenda.Loksins toppþjálfari og nýjir sterkir leikmenn að koma. aKoma svo stolt Reykjavíkur Valur.
Balli
17.október 2012 kl.23:36
Viktor Bjarki út Guðjón Pétur lýðssin inn, það væri ekki slæmt fyrir KR
Kringur
18.október 2012 kl.22:40
æfingar já sumir komst upp með meiri leti en aðrir.
gestur
19.október 2012 kl.08:58
KR - Breiðablik - FH munu berjast um titilinn næsta sumar. Við þurfum að spýta í lófana, ekki síst stuðningsmenn. Svona er boltinn, hann heldur alltaf áfram að rúlla.
ábs
20.október 2012 kl.14:15
Kaupa kaupa eina sem þið getið gert flæða peningarnir í Vesturbænum?
FHafnfirðingur
22.október 2012 kl.16:02
FH ætlar að gera allt til að halda titlinum, þeir kaupa nú alla feitustu bitana hér heima, Níels P Óskarsson kominn og líka Sam Tillen, hvað segja menn við þessu, eigum við útspil ?
Kalli

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012