Svara þráð

Spjall

Ef Hannes fer, hvern fáum við í ramman?3.október 2012 kl.17:01
Tekur Fjalar þá bara ekki við keflinu eða hvað finnst mönnum um það? Finnst nú ansi líklegt að Hannes verði seldur miðað við frammistöðu hans með KR síðustu 2 tímabil og nú með íslenska landsliðinu. Hvernig myndir þú vilja fá í KR ramman næsta season?
Kobbi10
3.október 2012 kl.20:47
Tekur Fjalli ekki bara við? Hann er ekkert síðri en aðrir markmenn hérna heima.
Skarphéðinn
3.október 2012 kl.21:12
Fjalar tekur við góðir markmenn betri en Fjalar eru ekki á lausu á Ísl.
Vesturbæingur
Einfalt3.október 2012 kl.21:49
Einfalt og fínt, Fjalar er maðurinn. Veikir samt liðið ef Hannes fer því hann er besti markmaðurinn, þótt Gulli hafi verið vailnn í lið ársins frekar en Hannes.
Vaxtavextir
4.október 2012 kl.09:04
Hannes var í opinberu liði ársins: http://www.ksi.is/mot/nr/10489 Bæði Hannes og Óskar Örn náðu þar inn.
Skarphéðinn
Fjalar4.október 2012 kl.11:35
Treysti Fjalari algjörlega til að taka við hanskaparinu af Hannesi.Auk þess er Fjalar sérlega góður liðsmaður utan vallar,góður í hóp.Koma svo Fjalar! Áfram KR!
Skuggi ÓMJ
4.október 2012 kl.14:36
Hannes er mun betri markvörður en Gulli, sem er klárlega bara í einhverju klíkuvali. Spyrjið bara landsliðsþjálfarann hver sé langbestur ? Tel Fjalar líka betri en Gulla.
Stefán
5.október 2012 kl.20:32
Maður kemur í manns stað.
Guðrún
20.október 2012 kl.16:36
Mjög einföld lausn á þessum vanda... Notum Rúnar Alex Rúnarsson efnilegasta markvörð heims og gerum hann að besta markverði heims
Kringur
22.október 2012 kl.15:25
sá fjalar í markinu á móti val, og eftir svoleiðis frammistöður þá er erfitt að treysta honum...
Dani
27.október 2012 kl.21:06
Valsarar eru víst að falast eftir Fjalari,sel það ekki dýrara en ég keypti það.
Skuggi ÓMJ
29.október 2012 kl.18:04
Fjalar farinn í Val, hver á að leysa Hannes ef hann fer. Mögulega Ingvar Kale ?
LH
29.október 2012 kl.18:36
Ingar Jóns
JS
29.október 2012 kl.18:42
Er hann samningslaus ?
LH
29.október 2012 kl.18:48
svo virðist allavega vera skv þessu http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=135176
JS
Stefán logi29.október 2012 kl.23:31
Stefàn logi
Joi
30.október 2012 kl.08:28
Haraldur Björnsson ?
Stefán
31.október 2012 kl.20:32
Ingvar Kale
Gunnar
1.nóvember 2012 kl.23:49
Ingvar J eða Ingvar K
KRingar!!
4.nóvember 2012 kl.17:20
Er Hannes nokkuð að fara - KR vilja væntanlega fá alltof mikið fyrir hann - svo spurningin er hver verður varamarkvörður KR næsta tímabil er það ekki
JS
Mark4.nóvember 2012 kl.19:42
Ef hannes verður àfram þà hannes og Rúnar alex .En ef hannes fer þà stefàn logi og Rúnar alex
Jói
4.nóvember 2012 kl.22:30
Alltof mikið??! Hvað meinar þú? Auðvitað eigum við að fá mikið fyrir Hannes, Landsliðsmarkmaðurinn.Góðir markmenn vaxa ekki á trjánum. Ef við fáum ekki mikið fyrir hann er hann einfaldlega ekki að fara.
NN
5.nóvember 2012 kl.10:43
Hannes Þór Halldórsson er samningsbundinn KR til loka tímabis 2014. Hannes Þér er aðalmarkvörður íslenska landsliðsins og hefur sannað ágæti sitt rækilega að undanföru. Því er eðlilegt að KR vilji fá sanngjarna greiðslu fyrir Hannes finni Hannes félag sem hefur nægilegan mikinn áhuga á honum. Það að íslenskir leikmenn fari út til æfinga í nóvember er ekki samansemmerki um það að þeir séu að ganga til liðs við félögin sem þeir æfa með. Eins og staðan er núna erum við með aðalmarkmann A landsliðsins og aðalmarkmann U-19 ára landsliðsins. Því er algjör óþarfi að örvænta um markmannsstöðuna fyrir næsta tímabil. Fari það svo að Hannes verði seldur verður staðan tekinnþ Það er ekki skynsamlegt að vera með tvo aðalmarkmenn á launum fram að þeim tíma, þar sem ekkert er fast í hendi um að Hannes verði seldur.
Hjörvar
5.nóvember 2012 kl.19:00
Rétt er það Hjörvar, engin ástæða til að pæla í þessum málum fyrr en Hannes er farinn svo við getum örugglega tekið önnur Rhys Weston panic kaup.
Damus7
5.nóvember 2012 kl.19:34
Róæegur D7. Við skulum sjá hvað úr þessu verður hjá Hannesi. Þar fyrir utan skil ég ekki þetta Rhys Weston hatur. Mér finnst jafnvel að gerð hafi verið mistök að láta hann fara á mjög krítísum tíma. Eftir að hann fór unnum við ekki nema 2 leiki,bikarinn og síðasta leikinn. Hann var nefnilega betri en margur segir.Að mínu mati klassa betri en....nei ég nefni engin nöfn.
NN
5.nóvember 2012 kl.20:37
Held að það sé ekki mikið vit í því að hafa áhyggjur af hlutum sem ekki eru orðnir. Staðan verður bara tekin ef að Hannes verður seldur. Það er enginn markmaður á Íslandi sem fyllir skarð Hannesar þannig að við þurfum þá að leita út fyrir landsteinana. Það gerist þá í janúar/febrúar á sama tíma og Hannes yrði seldur. Óþarfi að bæta markmannsáhyggjum við jólastressið finnst mér.
Hjörvar
5.nóvember 2012 kl.23:08
Ég er alltaf róægilegur. Afhverju stress þegar þetta er borðleggjandi. Það verður missir þegar Hannes fer og mikil fögnuður þegar Stefán Logi kemur heim.
Damus7
6.nóvember 2012 kl.08:25
Rhys Weston var einfaldlega ekki í þeim gæðaflokki sem gera á kröfur til þegar útlendingar eru fengnir í íslenskan bolta. Til hvers að fá útlendinga í boltann hér, sem eru ekki betri en þeir sem fyrir eru ? Sjáum t.d. útlendingana sem KR fékk núna í körfuboltann, vá !!!
Stefán
6.nóvember 2012 kl.09:33
Hannes er betri en Stefán Logi vegna þess að hann gerir færri mistök. En það er rétt, Stefán Logi er næstbesti kosturinn í sjónmáli ef Hannes færi.
ábs
11.nóvember 2012 kl.11:47
Hefur kr nokkuð efni á nýjum markverði ef Hannes fer?
Balli
13.nóvember 2012 kl.16:05
Tek undir með Stefáni, þessi kanakaup KR í körfunni hljóta að vera þau verstu í sögunni, þeir eru að skora 2-7 stig í leik, svo segir formaðurinn að þeir ætli sér að byggja upp á íslendingum, er hann ekki aðeins að ofmeta þá ágætu leikmenn, vissulega eru Binni og Hlegi góðirm, en restin ?
Kalli

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012