Svara þráð

Spjall

Hvert er Guðni að fara með KSÍ ?28.mars 2021 kl.19:23
Þessi spurning mín á alveg eins heima hér eins og annarsstaðar á netinu að mínu mati, þar sem KR heyrir jú undir KSÍ og á þar og hefur átt marga leikmenn í landsliðum. Persónulega finnst mér Guðni ekki hafa sýnt mikinn metnað við val á landsliðsþjálfurum. Ég vona svo sannarlega að ég hafi rangt fyrir mér og að úr rætist, en staðan er ekki góð.
Stefán
29.mars 2021 kl.12:21
Ég get verið sammála um að Guðni er alls ekki rétti maðurinn í starfið og valið á núverandi þjálfurum jafn lélegt. Hinsvegar er búið að gefa Landsliðsþjálfurum þetta verkefni og er það nú bara eins og það er. Vill ég gefa þeim þá tækifæri til þess að gera góða hluti þó ég sé ósáttur við þeirra ráðningu. Þeir hafa það vald til þess að velja rétta liðið og eins og staðan er þá eru þeir að velja leikmenn sem eru að spila og æfa í hálf atvinnumannadeild. Ofan á þetta allt saman þá er ég farinn að halda að Landsliðið er farið að virka eins og félagslið. Leikmenn fengnir inn og komnir með 3-5 ára samning. Dæmi: Jón Daði með 58 leiki og 3 mörk með landsliðinu. Haldið þið að Kjartan Henry væri bara með 3 mörk hefði hann fengið 58 leiki? Svo Hannes...hann er ekki einusinni besti markmaðurinn í Pepsí...fokk hvað hann er lélegur eftir að hann fór að æfa hjá Vali.
Damus7
29.mars 2021 kl.20:00
Mér leist vel á Guðna til að byrja með og fannst hann rétti maðurinn til að taka við af Geir. Hann hefur hins vegar leikið of mörgum afleikjum og það sýnir að hann veldur ekki starfinu. Nýjasta dæmið er þetta klúður með þennan þjálfarakapal. Landsliðið var byrjað að fara niður á við áður en Eiður og Arnar tóku við en núna virðist sem að liðið eigi bara að vera keyrt niður í jörðina á sem skemmstum tíma. Ég held að okkar bestu menn munu stökkva frá þessu skipi áður en langt um líður. En það mun kannski ekki skipta máli, þjálfararnir munu sennilega samt velja þá. Erfiðara að komast úr liðinu en í það sko.
Vaxtavextir

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012