Svara þráð

Spjall

Öðru vísi mér áður brá7.febrúar 2021 kl.23:52
"Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U16 karla, hefur valið 32 leikmenn frá 20 félögum sem taka þátt í æfingum 15.-17. febrúar. Æfingarnar fara fram í Skessunni í Hafnarfirði." --- --- --- Í þessu 32 leikmanna úrvali er 1 KR-íngur. Er þetta normal hlutfall?? Er það lítill áhugi meðal krakka í Vesturbænum á fótbolta --- finnast ekki fleiri frambærilegir? Eða er það vegna aðstöðuleysisins??? ---aðstaðan er orðin miklu betri hjá öllum hinum félögunum amk þessum stóru. Kann einhver betri skýringu á þessu??? https://www.ksi.is/um-ksi/frettir/frettasafn/frett/2021/02/05/Hopur-valinn-fyrir-aefingar-U16-karla/
Spyrnir
8.febrúar 2021 kl.13:13
Staðan er einfaldlega sú að Vesturbærinn er hættur að vera Vesturbærinn eins og hann var. KR er ekki lengur hringamiðja hverfisins, það er ákveðinn plebbismi í gangi og gamlir KRingar fluttir í önnur hverfi. Ég er sem sagt að segja að áhuginn er ekki nægilegur, áherslurnar hjá nýju vesturbæingunum er á aðra hluti.
Kiddi
11.febrúar 2021 kl.20:24
Aðstaðan er helsti flöskuhálsur KR í knattspyrnu og mun draga félagið neðar og neðar ef ekkert er gert.
KR
Geir Þorsteinsson12.febrúar 2021 kl.12:23
KR-ingurinn Geir Þorsteinsson er búinn að taka rækilega til í fjármálum hjá ÍA. Ef ég man rétt þá studdi KR Guðna Bergsson til valda hjá KSÍ, en sá hefur nú þakkað fyrir sig með augljósu hatri á KR aftur og aftur. Ég mæli með því að Knattspyrnudeild KR fái Geir til liðs við sig til að laga fjármálin sem sögð eru vera það slæm, að það sé helsta ástæðan fyrir aðstöðuleysinu sem er átakanlega slæmt. Vissulega eigum við von á knattspyrnuhúsi á völlinn, en hvenar ?
Stefán
Fjárhagstaðan???16.febrúar 2021 kl.19:46
Hvernig standa fjármál KR??? Fréttir eru óljósar og svo ganga einhverjar sögur --- Getur stjórnin upplýst okkur um stöðuna?? Lengi vel öfunduðu önnur íþróttafélög KR-ínga af góðri fjárhagstöðu - Staðan var fín fyrir 15-20 árum. Hvernig er staðan nú???
Spyrnir
Hin forna frægð13.mars 2021 kl.10:17
Sú var tíð að önnur lið öfunduðu KR af aðstöðu sinni, þátttakendum og stuðningsmönnum. Í dag er aðstaðan rétt svo gott betri en hjá litlum sveitaklúbbi. Vesturbærinn er fullur af hrokafullu og leiðinlegum plebbum sem hvorki mæta á leiki né senda börnin sín á æfingar hjá félaginu. Sjálfur flutti ég í Grafarvog þar sem þó er stemming fyrir félaginu sem börnin æfa hjá. Hér er hellingur af gömlum KR-ingum sem nú mæta á leiki hjá Fjölni þar sem börnin æfa. Þá tek ég undir með þeim sem segja að formaður KSÍ hatar KR og hefur sýnt það trekk í trekk og sama gerir borgarstjórinn sem vesturbærinn kýs aftur og aftur en ekkert gerir hann fyrir gamla hverfið okkar.
Andrés
13.mars 2021 kl.13:59
Skulum spara stóru orðinn alveg rétt núverandi Borgarstjórn hefur lagt stein í götu KR sem hefur veikt stöðu okkar ástkæra félags.Skil ekki hversvegna Vesturbæingar kjósa þessa flokka er ofan mínum skilning.
Vesturbæingur
Ársreikningur 16.mars 2021 kl.13:39
Er að skoða ársreikning Knattspyrnudeildar Vals á netinu, reyndar á dv.is. Nú væri gaman að geta líka skoðað ársreikning Knattspyrnudeildar KR á sama hátt.
Stefán
skandale21.mars 2021 kl.13:25
Þetta er bara hneisa, þjálfaramálin i yngri flokkum í algjörum ólestri líka
ValdemarKR
21.mars 2021 kl.16:11
Getur maður einhvers staðar séð ársreikning KR??? Varla er hann leyndarmál? Félagið hefur marga starfsmenn - getur ekki einhver þeirra upplýst okkur???
Spyrnir
22.mars 2021 kl.17:04
Hversu leiðinlegt er lífið þitt er þú vilt skoða ársreikning fótboltafélags?
Damus7
22.mars 2021 kl.22:32
Áfram KR í blíðu og stríðu.Hef fulla trú á okkar liði og þjálfara í sumar.Hef fulla trú að við getum strítt liði Borgarsjóðs.
Vesturbæingur
Styrktaraðilar23.mars 2021 kl.19:18
Er Alvogen ( eða fyrirtæki tengd Robert Vesman ) ennþa aðal styrktaraðili KR ? Ef svo er, ætli það se goður samningur ?
Stefan
24.mars 2021 kl.12:47
er þetta ekki spjallsíða KR? Ekkert að því að fá hér inn upplýsingar um fjármál KR og skiptast á skoðunum um það. af hverju kemur Damus7 með lame comment á mannin sem vill fá að vita um fjármálin? hefur Damus hagsmuni af því að þessi mál séu ekki rædd? þetta heitir að fara í manninn en ekki boltann.
MegaMan
24.mars 2021 kl.14:52
Jú, þetta er spjallsíða KR og að heimta ársreikning á spjallsíðu er vægast sagt fáranlegt. Það að einstaklingur hafi áhuga á því að noti frítíma sinn í að lesa ársreikning fótboltafélags segir helvíti margt um viðkomandi. Það að ýja að því að ég hafi hagsmuni af því að þetta sé rætt, er það ekki að fara í manninn en ekki boltann? Persónulega þá fer ég alltaf í manninn, svo boltann. Plíz ekki fara að gráta.
Damus7
Fjármálin eiga ekki að vera feimnismál25.mars 2021 kl.14:38
Við Stefan vorum nú ekki að heimta eitt eða neitt --- erum bara svoldið forvitnir og langar að fá upplýsingar um fjárstöðu félagsins okkar. Stefán skrifaði nú bara að það væri gaman að geta skoðað ársreikning KR á netinu --- ég spurði nú bara í sakleysi mínu hvort einhvers staðar væri hægt að sjá þennan ársreikning -- var þá mest að hugsa um hluti eins og tekjur/gjöld/skuldir en var ekkert að heimta allann reikninginn inn hér. Í félagi eins og KR eiga fjármálin ekki að vera feimnismál. Ef gefur á bátinn eigum við KR-íngar að vita það og koma stjórnini til hjálpar og fara í fjársöfnun eins og oft var gert hér áður td þegar við steyptum upp stúkunna. --- Svo finnst mér alveg óþarfi að vera með skæting á þessari félagsíðu okkar. KR-íngar eiga að sýna hvor öðrum háttvísi innan sem utan vallar sagði ástsæll fyrrverandi þjálfari okkar sem er nýfallin frá. Þeir sem eru með skæting út í annað fólk á svona síðum getur ekki liðið vel innan í sér --- því óska ég Damus7 alls góðs.
Spyrnir
25.mars 2021 kl.16:03
Ert ekki að heimta eitt né neitt, samt ertu að biðja um upplýsingarnar þrisvar sinnum, og segir að það ætti ekki að vera neitt feimnis mál. Hvernig er það ekki að heimta? Ferð svo að spila góða kallinn og ýjar að því að þú ætlaðir mögulega að hjálpa klúbbnum. Ef og þegar klúbburinn vill hjálp þá gerist það ekki hér. Ef þú þolir ekki skæting á internetinu þá er internetið ekki fyrir þig. Lyklaborðið hefur hvorgi gáfur né bremsu svo þú verður nú bara að sigta út. PS segðu svo Kári Árna frá háttvísi hugsun þinni því mér gæti ekki verið meira sama um þínar siðferðilegu hugmyndir, ég er kominn hingað til að rífast :D
Damus7

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012