Svara þráð

Spjall

KR - FH15.agúst 2020 kl.08:53
Hvernig væri að setja Atla á miðjuna? Frábæra tækni en hann kann ekki að senda fyrir markið! Finnur Orri er flottur íþróttamaður og er vinnusamur en kann ekkert að verjast og stutta spilið hans er skelfilegt. Gæti verið að Finnur sé betri sem kantmaður? Líklega besta tímabil Finns en er samt lélegur á miðri miðjunni. Ægir og Alex mega svo bara finna sér nýtt lið, leikmenn sem hafa ekkert erindi í KR og hafa ekkert sjálfstraust. Rúnar talar um að nýta færin en við fengum fá færi miðað við hvað við vorum með boltann mikið. 1-2 niðurstaða er raunveruleikinn í leik sem við eigum aldrei að tapa.
Damus7
15.agúst 2020 kl.12:05
Alveg rétt eins og að ekki sé rétt uppstilling hópurinn sá sami og í fyrra.Man ekki betur en Finnur Orri hafi leikið útá kanti með Blikum.Slæmt gengi á heimavelli engu líkara en andstæðingarnir séu búnir að lesa út leikaferð Rúnars og árangur á heimavelli ekki viðunandi. Áfram KR.
Vesturbæingur
15.agúst 2020 kl.13:35
Það eru mikil þreytumerki á KR liðinu eftir þessa pásu rétt eins og í upphafi tímabils - eru lengi í gang.
Stefán
17.agúst 2020 kl.16:12
Þetta er búið Valur tekur þetta örugglega tvöfalt.
BALLI
sóttkvi/ekki sóttkví ?20.agúst 2020 kl.17:04
Nú hafa Víðir og félagar sett upp serstaka vinnu/sóttkví fyrir Breiðablik og Viking, en KR-ingar sem lentu með leiguvél 20 min eftir miðnætti fá enga undanþágu og mega því ekki æfa i heila viku, hverskonar mismunun er þetta eftir félögum?
kalli

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012