Svara þráð

Spjall

Hörmuleg frammistaða Íslandsmeistara á heimavelli22.júlí 2020 kl.22:10
Algjört andleysi og skipulagsleysi hjá flestum leikmönnum KR í þessum leik og miðvarðavandræði eru vandamál tímabilsins.
Stefán
Áfram gakk22.júlí 2020 kl.22:14
Ekki okkar besti leikur. Rúnar og co. eru örugglega sammála. Ekki hengja haus. Næsti leikur KA. Áfram gakk.
Baddi
22.júlí 2020 kl.23:06
Okkar menn svöruðu vel eftir hörmung gegn HK heimavelli og trúi því að þeir geri það í næsta leik.Áfram KR
Vesturbæingur
Atli Sigurjónsson22.júlí 2020 kl.23:13
Ef aðrir leikmenn KR hefðu mætt í leikinn með sama hugarfari og Atli, þá hefði KR líklega unnið stórsigur. Vonandi áttu sumir leikmenn KR sinn versta dag á tímabilinu, annars fer illa. Óskar Örn, Pálmi Rafn og Pablo ( sem var í kolrangri stöðu ) falla samt ekki undir þessa gagnrýni mína. Maður spyr sig hverskonar varnarlínu verður eiginlega teflt fram á Akureyri ?
Stefán
24.júlí 2020 kl.11:22
Þessi leikur var nú engin hörmung. Okkur vantaði bara smá heppni til að landa þessu. Sjálfsagt telur einhver að við eigum að vinna neðsta liðið án þess að spila en ég tel það nú ekki sjálfsagt. Enginn leikur er auðveldur og ef menn fá ekki dass af heppni þá þurfa gæðin að vera til staðar. Kiddi er okkar langbesti leikmaður og þegar hann er ekki þá vantar okkur gæði. PS: Þessi Ægir Jarl má alveg fara í eitthvað annað lið.
Damus7
24.júlí 2020 kl.13:43
... og Aron Bjarki vrður að sanna að hann eigi enn heima i KR ...
Stefan
25.júlí 2020 kl.12:08
Aron er líklega besti backup leikmaður sem við eigum og gefur hópnum mikið. Hann er ekki byrjunarmaður en leysir stöðuna ágætlega, sé hann ekki sem vandamálið en aðrar stöður á vellinum eru það hinsvegar. Pablo, þessi leikmaður sem allir eru að dásama getur ómögulega gefið almennilegar sendingar og er alltaf að tapa helvítis boltanum. Kenni má svo alveg fara taka meiri þátt sérstaklega þegar Kiddi Jóns er ekki með þá þarf hann að stíga betur upp.
Damus7

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012