Svara þráð

Spjall

Þvílíkir yfirburðir.14.júlí 2020 kl.08:44
Dagurinn í gær var yndislegur. Ég get oftast fundið eitthvað sem uppfyllir ekki "minn KR standard" en í gær spilaði allt liðið frábærlega. Sjaldan séð okkur vera með svona yfirburði. Stemmningin í stúkunni var líka góð. Er hægt að vera sáttari?
Damus7
Vááá14.júlí 2020 kl.09:48
Það var bara allt jákvætt við þessa frábæru kvöldstund. Frábær aðsókn, frábær og kraftmikil stúka, frábær leikur og frábær úrslit. Nú er bara að vona að leikmenn KR mæti með sama hugarfari í toppslaginn í Árbæ - Takk fyrir mig !
Stefán
14.júlí 2020 kl.20:37
Frábær leikur og sigur.Næsti leikur verður erfiður Fylkir er með gott og samtillt lið og er á heimavelli.Áfram KR.
vesturbæingur
15.júlí 2020 kl.06:59
Þetta var meistraframmistaða hjá KR. En það er greinilegt að það er bara eitt Kópavogslið sem getur komið í Vesturbæinn og gert eitthvað. Blikarnir eru ennþá það litlir í sér að þeir þola ekki svona stór próf. Alveg sama þótt þeir séu búnir að fá þjálfara ársins og "snillinginn" Óskar Þorvarldson. Hann var gjörsamlega skólaður af besta þjálfara deildarinnar. Ef KR spilar svona í Árbænum taka þeir 3 punkta og eru langt komnir með að klára deildina.
HK Fan
15.júlí 2020 kl.09:34
Oft hefur maður orðið fyrir vonbrigðum með KR liðið í byrjun móts, fundist vanta einbeitingu, traust og jafnvel góðan liðsanda. Fyrirfram þorði maður varla að vona að í fyrstu leikjum mótsins myndu KR-ingar skila fullu húsi gegn sterkum liðum Blika, Skagamanna og Valsara - en það gerðist. Liðið sýndi líka styrk þegar það lét tap fyrir HK ekki á sig fá heldur lærði auðmjúklega af því. Nú á bara að byggja áfram á þessum góða grunni, halda áfram að efla liðsandann og fylgja eftir þessari draumabyrjun.
Spyrnir
15.júlí 2020 kl.14:42
Gaman hvað HK fan hefur mikla tru a KR, sem auðvitað verður að vinna Fylki.
Stefan

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012