Svara þráð

Spjall

Fleiri rauð spjöld á víkinga?5.júlí 2020 kl.09:52
Ef eitthvað þá áttu Víkingar að fá fleiri rauð spjöld. Þetta var fyrir framan aðstoðardómarann. https://streamable.com/jbbn7w
Damus7
Fleiri rauð spjöld5.júlí 2020 kl.13:00
Svo sammála því Damus7 ! KR aldeilis klaufar að vinna þennan leik ekki með fleiri mörkum, en Miðjan í stúkunni er líklega sigurvegarinn, þvílíkt flott !!!
Stefán
5.júlí 2020 kl.13:16
Góð stemmning á vellinum í gær. Mér sýnist Víkingar líklegasta vera vitlausasta liðið í deildinni. Þú vinnur aldrei fótboltaleik með skynsemina í rusli.
KRingur
5.júlí 2020 kl.13:57
Ætli Sölvi sleppi ekki billega fær eins leiks bann.Ef þetta hefði verið KR ingur myndi eflaust tekið á .þessu með öðrum hætti.
Vesturbæingur
Kristinn Jakobsson dómari hefur tjáð sig5.júlí 2020 kl.20:22
Jú, þessi ágæti dómari staðfestir að allavega tvö spjöld verðskulduðu að vera rauð. Helgi Mikael ágætur dómari þessa leiks hafði því rétt fyrir sér. KA menn sem ég þekki segja að Sölvi Geir hefði hiklaust átt að fá rautt spjald fyrir norðan. Einnig er mér sagt af manni með dómararéttindi að Sölvi Geir hljóti að fá 5 leikja bann minnst. Víkingar taka nafn félagsins full hátíðlega og vantar bara sverð og spjót á andstæðinga sína. Arnar Gunnlaugs gerir ekkert til að siða sína menn.
Stefán
5.júlí 2020 kl.20:51
Hegdun Solva eftir spjaldid ekkert sýnd ne rædd i pepsi morkunum i kvold hann hlytur ad fa 4 til 5 leikja bann
Qwerty
5.júlí 2020 kl.20:51
Solvi brjalast https://streamable.com/1gr48x
Qwerty
5.júlí 2020 kl.21:04
Kristinn Jakobs er að segja hefði sleppt þriðja spaldinu miðað við það sem undan var gengið.Ef einhver KR ingur hefði látið það sem Sölvi lét útúr sér þegar hann gekk af velli væri allt logandi. Og toppar hjá KSÍ væru búnir að tjá sig nú heyrist ekki múkk.
Vesturbæingur
5.júlí 2020 kl.22:27
Klókir sem fyrr. Það er fyrirsögnin á umfjöllunini um leikinn á þessari ágætu síðu. Það er kjarni málsins og gerir KR að besta liði deildarinnar. Klókindi. Í gær mættu þeir líkleg óklókasta lið deildainnar. Þetta var eins og í skólastofunni í gamla daga. Sá klóki slær þann óklóka þegar kennarinn sér ekki og sá óklóki slær hann tilbaka akúrat þegar kennarinn snýr sér við. Rautt kort. Þegar má fiska topp landsliðsmann útaf með því að detta auðveldlega þá eru menn komnir á hátt level. Gameplanið er þetta hjá KR. Halda þessu lokuðu og leiðinlegu og svo munu klækjarefirnir vinna þetta.
HK Fan
6.júlí 2020 kl.09:23
HK Fan, bíddu bara þangað til slátraragengið úr Víkinni mætir ykkur. Þá er eins gott að hafa góðan og vakandi dómara eins og Helga Mikael.
Stefán
6.júlí 2020 kl.19:35
Kari Arnason og felagar kunna ekki að skammast sin. Oþroskaðir ofvaxnir krakkar að leika ser að eldi þessi grey.
Stefan
6.júlí 2020 kl.19:38
Nú verður spennandi að sjá dóm aganefndar varðandi Sölva Geir Ottesen, að segja við dómara í leik: “fokkaðu þér aumingi “ er mjög gróft og i samhengi við Bjögga í fyrra i lokaðri net utsendingu, en hann fékk hæstu mögulegu refsingu og þvi hlýtur Sölvi að fá sömu meðferð.
kalli
6.júlí 2020 kl.22:14
Gleymdu því Sölvi fær mesta lagi einn leik í bann.Ætla ekki að afsaka ummæli Björgvins fékk strangan dóm en aganefnd KSÍ gerði ekkert í tveimur sambærilegum og Björgvins skömmu áður.
Vesturbæingur
6.júlí 2020 kl.22:19
Kristinn Jakobsson er fagmaðir og einn besti dómari sem Ísland hefur átt. Víkingar vilja hins vegar dæma eftir lögum og reglum sem þeir vilja þvinga í gegn á næsta ársþingi KSÍ.
Koshka
Fagmenn segja mér að Sölvi Geir fái 5 leikja bann7.júlí 2020 kl.09:29
Stefán
Þriggja leikja bann er huglaust miðað við Bjogga7.júlí 2020 kl.18:02
KSI a að skammast sin að gera svona upp a milli liða.
Stefan
7.júlí 2020 kl.22:06
Eðlilegt að Sölvi fékk lengsta bannið. Kári lék sér að eldinum með aðdróttunum í garð Kristins Jakobssonar. Kári fattar bara ekki að hann er orðinn svo seinn að hann gæti ekki hlaupið af sér vaxmyndasafn.
Koshka
8.júlí 2020 kl.18:03
Fannst bann Sölva eðlilegt 3 leikir en huglaust miðað við bann Bjögga. Að vera að blanda Kidda Jakobs og tengsl hans við KR þó hann hafi dæmt fyrir KR í um 20 ár eftir að ÍK lagði upp laupanna. Kári ætti frekar að líta í eiginbarm í stað aðdróttanna.Málið er miklu frekar dómgæslan er búinn að vera slök í sumar, KR eins og öll lið tapar eða vinnur á lélegri dómgæslu þetta jafnast út.
vesturbæingur

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012