Svara þráð

Spjall

KSÍ ber alla ábyrgð á meiðslum Gunnars Þórs24.júní 2020 kl.09:30
Enn og aftur eru ákvarðanir hjá KSÍ að fara illa með KR, en þar á bæ ættu menn að biðja KR opinberlega afsökunar á þeirri ákvörðun að hafa leikinn við Vængi Jupiters á handónýtu og stórhættulegu gervigrasi Egilshallar. KSÍ tók þá ákvörðun þvert á óskir heimaliðsins og KR - Skammist ykkar KSÍ !
Stefán
24.júní 2020 kl.10:07
knattspyrnudeild ætti að senda kröfubréf á KSÍ vegna launakostnaðar og sjúkrakostnaðar fyrir Gunnar Þór sem nú þarf að greiða honum vegna meiðsla án vinnuframlags. Sama ætti að gera fyrir Emil Ásmunds sem sleit líka krossband í Egilshöll. Orsakatengslin eru augljós
ebeneser
Egilshallargervigrasdraslið24.júní 2020 kl.12:11
Heyr, heyr ebeneser. Skora á Knattspyrnudeild KR að fara í hart með þetta, enda flokka ég þetta sem einelti hjá KSÍ.
Stefán
24.júní 2020 kl.17:21
Gervigrasið í Egilshöll er stórhættulegt og sýnir framtaksleysi og áhugaleysi Borgarinnar gagnvart flestum Íþróttafélögum þó ekki öllum.Meiðli Emils voru í leik ef mig minnir í Reykjavíkurmóti og ber KSÍ því ekki ábyrgð á því heldur ÍBR.Annað með meiðsli Gunnars gjörsamlega glórulaust af KSÍ.Sýnir á svart á hvítu hvernig KSÍ vinnur.
Vesturbæingur
25.júní 2020 kl.08:51
Af hverju er Gunnar samt látinn spila þennan leik? Þegar Víkingur spilar þarna þá einfaldlega hvíla gömlu kallarnir Kári og Sölvi.
sverrir
Reginn25.júní 2020 kl.09:30
Það er einfaldlega verið að henda mönnum í ljónagryfju í Egilshöllinni og mesta mildi ef bara einn leikmaður stórslasast í leik. Þetta hafa menn hjá KSÍ vitað lengi.,en þráast við á ábyrgðarlausan og lítilmannlegan hátt. Það standa margir góðir lögfræðingar að baki KR og engin ástæða til annars en að fara í mál við alls óhæfa rekstraraðila.
Stefán
25.júní 2020 kl.17:10
Sverrir rosalega er þetta fáránleg athugasemd láta yngri leika á ónýtu gervigrasi í stað eldri.Emil er 10árum yngri en Gunnar en samt slasaðist hann.
vesturbæingur
Kvennalið KR í sóttkví - Ábyrgðarleysi hjá KSÍ25.júní 2020 kl.21:39
Ég sé ekki betur en að KSÍ beri alla ábyrgð á því að tugir manns eru nú í hálfsmánaðar sóttkví. Þvílíkt ábyrgðarleysi hjá KSÍ að hleypa þessari bandarísku stúlku strax í fótboltaleik. Enn einn afleikurinn hjá KSÍ !
Stefán

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012