Svara þráð

Spjall

Vonandi ALLRA VERSTI leikur KR í sumar20.júní 2020 kl.19:53
Örugglega allra versti leikur KR síðan í Kórnum í fyrra. Leikmenn HK kunna svo sannarlega að fífla leikmenn KR upp úr skónum í öllum stöðum vallarins og miðverðir KR sýndu okkur rækilega af hverju þeir eru varamenn. Vonum bara að KR spili fótbolta uppi á Skaga, því ekki gerðu þeir það í kvöld.
Stefán
20.júní 2020 kl.20:10
Algjör hörmung miðverðirnir hörmung betra að setja Pálma í þessa stöðu ef að Arnór og Finnur verða ekki fitt .Tobias má líka fara á bekkinn.
Vesturbæingur
20.júní 2020 kl.20:19
Pálma og Finn Orra ef að Arnór og Finnur eru ekki með í næsta leik.
Vesturbæingur
Tobias20.júní 2020 kl.20:24
Já Vesturbæingur, Tobias er bara algjör farþegi í þessu KR liði það sem af er sumri.
Stefán
20.júní 2020 kl.20:46
Góður, sætur og sanngjarn sigur. HK getur skákað þeim bestu. Annars finnst mér KR liðið leiðinlegt. Ef þeir komast yfir 1-0 eru þeir nánast ósigrandi og drepa leikina. En ef þeir lenda undir er lítið um svör. Íslenski boltinn er í slæmum málum ef þetta er besta liðið okkar.
HK Fan
20.júní 2020 kl.22:13
Til hamingju, HK Fan, ef þú ert í alvöru HK-ingur og ekki Balli í dulargervi. Annars er áhyggjuefni að menn liggi flatir fyrir svona slökum liðum eftir góðan og vel undirbúinn opnunarleik við val. Titilvörnin líklega búin áður en hún hefst (en vonandi er ég of svartsýnn).
Gústi
21.júní 2020 kl.17:11
Vandamálið er að við spiluðum á styrk HK, HK spilaði á veikleika okkar og besti leikmaður KR átti off dag. HK eru lélegir með boltann og fengu aldrei að hafa hann og því gáfum við þeim aldrei tækifæri á að klúðra hlutunum. Leikur HK gekk 100% upp. Ef ég tek 1 og 1 út. Tóbias er ekki og verður aldrei markaskorari, hann er góður í löppunum en við getum alveg eins spilað með einhvern miðjumann sem fremstan ef það skiptir ekki neinu máli hvort hann skori. Óskar Örn var samur við sig, skapar ekkert en öll pressan á honum að klára leiki sem honum tókst ekki í þessum leik. Kannski ekki við Óskar að sakast undanfarin ár en núna er hann vinstra megin og getur alveg farið að búa til sóknir. Atli átti sinn versta leik með KR eftir að hafa verið hæpaður upp eftir síðasta leik, það gekk ekkert upp hjá honum. Kiddi, sem hefur verið besti leikmaður KR síðustu 2 tímabil spilaði ílla og þetta gæti líka hafa verið hans versti leikur. Pablo Punyed?? trek í trekk með lélegar sendingar og virkaði eins og 3 deildar leikmaður sem hann er ásamt öðrum ónefndum miðjumanni sem tók ekki þátt í þessum leik. Pálmi var draugur í leiknum. Arnþór Ingi og Kennie voru einu leikmenn KR sem hægt er að segja að hafi verið á pari. Aron Bjarki sýndi enn og aftur af hverju hann á aldrei að vera byrjunarmaður. Gunnar Þór er einfaldlega ekki varnarmaður, hann er aldrei í sóknarmaninum og heldur sig alltaf í Covid fjarlægð. Þrátt fyrir þessi vonbrigði og lélegu úrslit þá gat leikurinn alveg dottið með okkur ef við hefðum verið heppnir. Barátta í okkar mönnum var tilfyrirmyndar en hún fer bara eins langt og hæfileikar Gary Nevilles. Við höfum áður tapað fyrir HK og unnið deildina. Ekkert sem segir að það geti ekki gerst 2020.
Damus7
21.júní 2020 kl.20:25
Gleymi titlinum reynið að halda ykkur í deildinni.
Bjarni
21.júní 2020 kl.23:49
Með því að vinna deildina þá höldum við okkur í deildinni. Svo við höldum okkur bara við það markmið.
Damus7
22.júní 2020 kl.10:07
Vona bara að leikmenn KR hugsi eins og þú Damus7, þá fer allt vel - Leikenn verða bara að hafa trú á sér.
Stefán

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012